Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 4
Við þurfum öll að geta
búið saman.
Sverrir Guðjónsson,
íbúi í Grjótaþorpi
Mikið um dýrðir
Það vantar
alltaf meira
pláss
Reiknaðu með meira
plássi á rymi.is.
Íbúar í miðbænum héldu málþing um hávaða á nóttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Framkvæmdastjóri samtaka
fyrirtækja á veitingamarkaði
segir að miðbærinn búi við
fráflæðisvandamál, en íbúi
í miðbænum segir að um
hávaðaofbeldi sé að ræða.
benediktarnar@frettabladid.is
REYKJAVÍK Skemmtistaðaeigendur
og íbúar miðborgarinnar hafa lengi
staðið í deilum vegna hávaðans sem
stafar frá næturlífi Reykjavíkur. Á
fimmtudag fór fram málþing þar
sem hávaðavandamálið var rætt, en
meðal fundargesta voru íbúar mið-
borgar, lögregla, borgarfulltrúar og
einn veitingamaður.
Sverrir Guðjónsson, íbúi í Grjóta-
þorpi og einn þeirra sem héldu
erindi á málþinginu, segir að það
komi ekki til greina að flytja úr mið-
bænum, þar sem hann hefur búið
ásamt fjölskyldu sinni í yfir tuttugu
ár. Hann lýsir framferði skemmti-
staðanna sem hávaðaofbeldi.
„Veitingastaðir, barir og skemmti-
staðir hafa lagt áherslu á að þeir séu
með öll leyfi. En þeir gleyma því að
veitingaleyfið gefur ekki leyfi fyrir
hávaða. Þau horfa algjörlega fram
hjá því að það er verið að brjóta á
okkur sem búum í nágrenninu,“
segir Sverrir.
Að sögn Sverris var málþingið
mikilvægt því bæta þurfi samskipti
íbúa og skemmtistaðaeigenda.
„Það var mikil samstaða á fundin-
um og það kom ýmislegt fram sem
varpaði ljósi á það sem er í gangi
á þessum skemmtistöðum,“ segir
Sverrir. Ef hann myndi flytja úr mið-
bænum væri hann að samþykkja
meint lögbrot skemmtistaðanna.
„Við veljum að búa í bænum, ég
og mín fjölskylda höfum búið hér
í tuttugu og fimm ár. Þetta hefur
ekki alltaf verið svona. Það er alls
ekki eðlileg mótbára að segja fólki
að flytja ef það þolir ekki ólöglegan
hávaða sem heldur vöku fyrir þeim
sem eiga heima í miðbænum,“ segir
Sverrir.
„Við þurfum öll að geta búið
saman. Ég er viss um það að aðil-
arnir sem eiga þessa skemmtistaði,
þeir myndu ekki samþykkja það að
fá hátalara í næsta garð við hliðina
á sínu herbergi og geta ekki sofið.
Þetta er svo fáránlegt,“ segir Sverrir.
Aðalgeir Ásvaldsson, f ram-
k væmdastjóri Samtaka f y rir-
tækja á veitingamarkaði, fagnar
allri umræðu um bættan rekstur
skemmtistaða. Hann telur að vanda-
málið liggi í fráf læðisvandanum
vegna skorts á úrræðum fyrir fólk
til að komast heim úr miðborginni.
„Ég fagna allri umræðu og mér
finnst að það sé undir okkar ábyrgð
að taka mark á þessum kvörtunum
sem eru síendurteknar,“ segir hann.
Aðalgeir segir að langflestir staðir
vinni eftir sínum rekstrarleyfum og
að þeir séu fullkomlega innan síns
réttar.
„Það sem er kannski aðalmálið
fyrir okkur er fráflæðisvandamálið,
það skapar mikla togstreitu þegar
fólk kemst ekki heim frá bænum,
því það er verulegur skortur á val-
möguleikum. Við hefðum viljað sjá
meiri kraft settan í næturstrætó og
það er skortur á leigubílum. Þegar
fólk kemst ekki heim þá skapast
átök og hávaði úti á götu,“ segir
Aðalgeir.
„Þetta er samvinnuverkefni og
langtímaverkefni, enda eru engar
skammtímalausnir í þessu. En við
erum föst á því að staðir geta unnið
eftir ramma leyfis síns og við stönd-
um með því,“ segir Aðalgeir. n
Íbúi telur hávaðann ofbeldi
bth@frettabladid.is
SAMFÉLAG Kristín Davíðsdóttir,
hjúkrunarfræðingur á Landspítala,
segir um núning milli lögreglu og
Rauða krossins, að notendur þjón-
ustu Frú Ragnheiðar beri ekkert
traust til lögreglunnar.
Í pistli sem Kristín birti á visir.is í
gær vegna fréttar Fréttablaðsins um
ráðstefnu SÁÁ, þar sem lögreglu-
maðurinn Guðmundur Fylkisson
sagði starfsfólk skaðaminnkunar-
þjónustu Rauða krossins, Frú Ragn-
heiði, þjónusta börn undir lögaldri
án þess að lögregla væri látin vita og
að týnd börn fengju þjónustu.
„Ég hef unnið mikið og náið með
þessum hópi undanfarin ár og leyfi
mér að fullyrða það að það traust
sem einstaklingar innan hópsins
bera til lögreglunnar er afskaplega
takmarkað, svo ekki sé fastar að
orði kveðið. Það að einstaklingar
skuli frekar hringja í Frú Ragnheiði
en neyðarþjónustu 112 þegar upp
kemur neyðarástand segir í raun allt
sem segja þarf.“ Flest þeirra segjast
gera allt frekar en að hringja í lög-
regluna, að sögn Kristínar.
„Ég legg til að Guðmundur og
félagar í lögreglunni hnýti frekar
í yfirvöld og aðra hlutaðeigandi
aðila sem eru ekki að veita þessum
einstaklingum þá þjónustu sem
þeir þurfa, frekar en að agnúast út í
þá sem eru aðgengilegir og til staðar
þegar leitað er til þeirra, án allra
skuldbindinga og kostnaðar,“ segir
Kristín. n
Segir vanda að
ekki sé borið
traust til lögreglu
Ég legg til að Guð-
mundur og félagar í
lögreglunni hnýti
frekar í yfirvöld.
Kristín Davíðsdóttir,
hjúkrunarfræðingur á Landspítala
Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Góð stemning var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi enda margt á seyði. Tónlistarhátíðin Airwaves er á fullu með óteljandi spennandi listamönnum og gestum
hvaðanæva úr heiminum. Þá er jólabjórinn kominn í umferð og því var skilmerkilega fagnað á Dönsku kránni í Ingólfstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
odduraevar@frettabladid.is
HÆ LI S LE ITE N DU R Dreng u r f rá
Afganistan sem kom til Íslands sem
fylgdarlaust barn er á meðal þeirra
sem vísað var úr landi í aðfaranótt
fimmtudags. Talsmaður drengsins
segir að niðurstaðan hefði verið
önnur ef Útlendingastofnun hefði
unnið hraðar.
Drengurinn var sautján ára er
hann kom til Íslands fyrir jól í
fyrra að sögn Davor Purusic, tals-
manns hans. Í mars hafi hann orðið
átján ára og staða hans gjörbreyst.
„Ef einstaklingur kemur til lands-
ins, þá á hann ekki að gjalda þess
að stjórnvöld taki langan tíma að
ákveða umsóknina hans.“ n
Varð fullorðinn
og missti rétt sinn
2 Fréttir 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ