Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2022, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 05.11.2022, Qupperneq 6
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var í brennidepli eftir að ákvörðun var tekin um að vísa fimmtán hælisleitendum úr landi. Brott- vísunin var gerð í skjóli nætur og reyndi lögregla að byrgja fjöl- miðlum sýn en Jón sagði eftir ríkis- stjórnarfund í gær að brottvísunin hefði verið eðlileg. Heather Millard kvikmynda- framleiðandi frumýndi kvik- myndina Band hér á landi í vik- unni. Leikstjór- inn breski kom til Íslands í eitt verkefni árið 2009 en heillaðist af landinu og er í dag í fyrirtækjarekstri. Hún segir rólegt lífið á Íslandi æðislegt og nýtur sín best með íslenska vatnið, ýmist við að drekka það eða í sundi. Birgir Ármannsson forseti Alþingis vakti athygli í vikunni er hann neitaði að afhenda Við- skiptablaðinu og fleiri greinar- gerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf., félags á vegum fjármálaráðuneytisins sem fór með eignir sem ríkið eignaðist eftir hrunið. Birgir sagði í samtali við Fréttablaðið að ástæða þess að hann afhendir ekki greinargerðina sé sú að athugasemdir hafi borist frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols. n n Þrjú í fréttum 15 hælisleit- endum var vísað úr landi í vikunni og voru fluttir til Grikklands. 160 prósenta fjölgun varð á starfsfólki Seðlabankans frá alda- mótum, úr 113 í 294. 42 hjörtu hafa Íslendingar gefið frá alda- mótum en 24 hafa fengið hjartaígræðslu. 5. árið í röð voru engin banaslys hjá sjómönnum á síðasta ári. 197 milljón- ir voru greiddar til þolenda ofbeldis hér á landi á síðasta ári. n Tölur vikunnar BJÓÐUM UPP Á 37”-40” BREYTINGAPAKKA EIGUM NOKKRA BÍLA TIL AFHENDINGAR Í NÓVEMBER ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM Mikið samband er milli ofbeldis, áfalla og fíknar. Fjöldi þolenda reynir sjálfs- víg. Bæta þarf í meðferðar- starf í fangelsum. bth@frettabladid.is OFBELDI Stígamót hafa þjónustað yfir 10.000 einstaklinga frá því að samtökin tóku til starfa, langmest konur. Í fyrra var metár hvað varðar fjölda brotaþola, að sögn verkefnis- stjóra sem flutti erindi á málstefnu SÁÁ í vikunni. Um 200 manns eru nú á biðlista hjá Stígamótum. Eygló Árnadóttir, verkefnis- stýra fræðslu og forvarna hjá Stíga- mótum, rakti á málstefnunni að baráttan gegn kynferðisof beldi væri í fullum gír. Algengustu brotin á skjólstæðingum væru nauðgun og sifjaspell væri í öðru sæti. 79,8 pró- sent þolenda kæra ekki ofbeldið til lögreglu af ýmsum ástæðum. Fram kom að algengar afleiðingar sem brotaþolar burðast með jafnvel áratugum saman eru kvíði, skömm, sektarkennd, brotin sjálfsmynd. „Þriðjungur okkar fólks hefur reynt að svipta sig lífi,“ sagði Eygló. 32,7 prósent nota áfengi sem flótta vegna afleiðinga ofbeldis. 70 prósent þolenda eru að reyna að vinna úr ofbeldi sem þau urðu fyrir 17 ára og yngri, sem er til marks um hve brot gegn börnum eru algeng hér á landi. Í f lestum tilvikum fengu börnin sem brotið var á enga aðstoð. Oft var farið gegnum barnavernd en sjaldnast rætt um kynferðisofbeldi, að sögn Eyglóar. Afleiðingar verða ýktari eftir því sem lengra líður án meðhöndlunar. „Því yngra sem fólk er við fyrsta kynferðisbrot, því alvarlegri verða af leiðingarnar,“ sagði Eygló. Tengsl áfalla og fíknisjúkdóma voru eitt af leiðandi stefum á mál- stefnunni. Kom fram sú ósk að í meðferðarstarfi hjá SÁÁ yrði í aukn- um mæli hugað að ábyrgð gerenda. Rætt var að takmörkuð meðferð- arúrræði stæðu til boða fyrir fanga á Íslandi. Aðeins er boðið upp á meðferðargang í einu fangelsi, fyrir karla á Litla-Hrauni. Engar konur í afplánun eiga þess kost að vera í virkri meðferð á vegum hins opin- bera. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýndi skort á stuðningi við meðferðarúrræði í fangelsum. Taldi hann að refsiharka einkenndi hug- myndfræði gagnvart föngum með fíkn, ólíkt áherslum á Norðurlönd- unum. Hjá sálfræðingi á vegum Fangelsismálastofnunar kom fram að það væri til vansa að geta ekki boðið upp á aðstöðu til að afeitra fólk. Megintilgangur málstefnunnar fólst í viðleitni til að auka sam- starf þess fjölda ólíkra stofnana og samtaka sem starfa að málum sem tengjast fíknisjúkdómum. Fram kom hjá Valgerði Rúnars- dóttur, yfirlækni SÁÁ, að margt gott hefði áunnist í merðferðarstarfi en aldrei mætti sofa á verðinum. Það sem vekur einna mestar áhyggjur undanfarið, að sögn Valgerðar, er hátt hlutfall notenda ópíóíða og tíð dauðsföll. Aldrei hafa f leiri í með- ferð á Vogi verið án atvinnu en nú, um 70 prósent. n Metár í fyrra hjá Stígamótum í fjölda brotaþola og tíðar sjálfsvígstilraunir Sláandi tölur voru birtar um samband áfalla og fíknar á málstefnu SÁÁ. MYND/GRÍMUR KOLBEINSSON Þriðjungur okkar fólks hefur reynt að svipta sig lífi. Eygló Árnadóttir, verkefnisstýra hjá Stígamótum 4 Fréttir 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.