Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 14
Þetta félag hefur verið
mjög vel rekið undan-
farna áratugi og okkur
fannst þetta spennandi.
Guðmundur
Kristjánsson,
forstjóri Brims
Íbúum í Reykjavík fjölgaði
um tæp þrjú þúsund árið
2021 sem er mesta fjölgun á
einu ári í sögu borgarinnar.
Á sama tíma fjölgaði íbúðum
í Reykjavík um 1.252 og það
stefnir í ámóta aukningu í ár.
helgisteinar@frettabladid.is
S K I PU L AG S M Á L Á k y nninga r-
fundi um uppbyggingu íbúða sem
haldinn var í Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur í gær kynnti borgar-
stjóri Reykjavíkur, Dagur B. Egg-
ertsson, áform um framtíðarbygg-
ingarsvæði og áherslur varðandi
borgarhönnunarstefnu.
Í fyrra fjölgaði Reykvíkingum
um tæplega þrjú þúsund sem er
mesta fjölgun á einu ári í sögu
borgarinnar.
Rætt var um að skapa f jöl-
breyttan og sveigjanlegan hús-
næðismarkað sem myndi tryggja
öllum íbúum borgarinnar þak yfir
höfuðið á viðráðanlegu verði og var
áhersla lögð á þéttingu byggðar.
Dagur B. Eggertsson sagði hins
vegar að það væru vaxtaákvarð-
anir Seðlabankans sem skiptu öllu
máli og skýrðu alla þessa þenslu
og kólnun sem sést á fasteigna-
markaði. Á sama tíma þyrfti að
leita að stefnu í húsnæðismálum
sem skýrðist meira af jafnvægi
frekar en sveiflum. „Við getum ekki
alltaf verið að stíga svona rosalega
á bensíngjöfina og svo rosalega á
bremsuna,“ sagði Dagur.
Jan Vapaavuori, fyrrverandi
borgarstjóri Helsinki og húsnæðis-
málaráðherra Finnlands, var einn
af ræðumönnum fundarins og
kynnti í stuttu máli húsnæðis-
stefnu Finna. Jan sagði Helsinki
vera gott dæmi um jafnvægi þegar
kæmi að húsnæðismálum og benti
á nauðsyn þess að viðhalda stöðug-
leika þegar kæmi að bæði markaðs-
frjálshyggju og reglugerð stjórn-
valda.
„Ef eftirspurn eykst umfram
framboð er tilhneiging hjá mark-
aðnum til að hagnast á því ástandi
og í Helsinki voru áætlanir um það
að byggja mikið af litlum íbúðum
til að mæta þeirri eftirspurn. Aftur
á móti vildum við ekki að mið-
bærinn myndi einungis bjóða upp
á smærri íbúðir og gripu stjórnvöld
þar með inn í,“ sagði Jan.
Hann bætti við að til að sporna
við aðskilnaði á húsnæðismark-
aðnum samþykkti borgarstjórn
Helsinki reglugerð sem tryggði að
25 prósent af öllum nýjum íbúðum
í hverju einasta hverfi borgarinnar
skyldu vera tileinkuð félagslegum
íbúðum.
Guðmundur Hrafn Arngríms-
son, formaður Samtaka leigjenda,
spurði, í tengslum við stefnu
Reykjavíkurborgar um fjölbreyti-
leika, fyrir hvern væri verið að
byggja.
„Á þessu ári hefur rúmlega helm-
ingur allra íbúða farið til fjárfesta
og þeirra sem eiga íbúðir fyrir, það
þýðir að einungis minnihlutinn er
að ná að kaupa þetta húsnæði sem
heimili. Það er ljóst að verktakar
og fjárfestar eru að maka krókinn í
meira mæli en áður þekktist og allt
undir formerkjum meirihlutans
um að útvega hagkvæmt og ódýrt
húsnæði fyrir viðkvæma hópa
borgarinnar,“ sagði Guðmundur. n
Reykvíkingum hefur aldrei
fjölgað jafn mikið og í ár
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að húsnæðisstefna borgarinnar einkennist frekar af jafnvægi en sveiflum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Guðmundur
Hrafn Arn-
grímsson, for-
maður Samtaka
leigjenda
bth@frettabladid.is
FASTEIGNIR Fasteignasali á höfuð-
borgarsvæðinu, Páll Pálsson, segir
að von sé á 20.000 nýjum íbúðum
inn á markaðinn á næstu sextíu
mánuðum.
Páll segir 200–300 nýbygginga-
íbúðir þessa dagana auglýstar til
sölu á netinu. Algengt verð sé á bil-
inu 800.000–850.000 á fermetrann.
„Af þeim eignum í nýbyggingum
sem seldar hafa verið á árinu er
meðalfermetraverð nú um 730.000
krónur,“ segir Páll.
Hann segir að samkvæmt taln-
ingu Samtaka iðnaðarins og Hús-
næðis- og mannvirkjastofnunar
séu 8.113 eignir í byggingu en á mis-
munandi byggingarstigum. Búist sé
við um 1.200 nýjum eignum á mark-
aðinn á þessu ári, 3.200 á næsta ári
og 3.200 árið 2024. „Þá er stefnt að
því að reisa 20.000 íbúðir á næstu
fimmárum,“ segir Páll.
Ríflega 75 prósent íbúða í bygg-
ingu eru á höfuðborgarsvæðinu,
innan Reykjavíkur og Kópavogs
eru um 4.400 í byggingu, 1.370 í
Hafnarfirði, 1.500 í Árborg og 980 á
Akureyri. n
Tveir tugir þúsunda íbúða í pípunum
kristinnhaukur@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGUR Útgerðarfélagið
Brim fjárfesti nýlega í hlutabréfum í
danska félaginu Polar Seafood Den-
mark, fyrir 12 milljarða króna. Eign-
ast Brim þar með helming í félaginu.
„Þetta félag hefur verið mjög vel
rekið undanfarna áratugi og okkur
fannst þetta spennandi,“ segir
Guðmundur Kristjánsson forstjóri
Brims. Fyrirtækið var stofnað árið
1984 en nýlega urðu kynslóðaskipti
þegar tveir af eigendunum ákváðu
að selja sína hluti.
Polar Seafood Denmark er sölu-
og dreifingarfyrirtæki með vinnslu
fyrir neytendapakkningar í Dan-
mörku. Þar hafa aðallega verið
unnar sjávarafurðir frá Græn-
landsmiðum af ýmsum toga og hjá
fyrirtækinu starfa nú í kringum 500
manns. Guðmundur bendir á að
fyrirtækið sé mjög umsvifamikið í
kaldsjávarrækju á heimsmarkaði.
„Okkur hefur alltaf fundist Danir
góðir í að selja, hanna og kynna
vörur. Það er mikil hefð fyrir því í
Danmörku, svo sem ýmis húsgögn
og Lego,“ segir hann.
Þá sé heimurinn sífellt að gera
meiri kröfur um að milliliðum
sé fækkað í framleiðslukeðjunni.
„Brim er veiði- og framleiðslufyrir-
tæki en við viljum komast nær neyt-
andanum,“ segir Guðmundur. n
Keyptu helming í dönsku félagi á tólf milljarða króna
sigurjon@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Ungir umhverfis-
sinnar sækja Loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna, COP27, í
annað sinn, en hún er haldin í
Egyptalandi í ár. Tinna Hallgríms-
dóttir, forseti Ungra umhverfis-
sinna, segist spennt fyrir ráðstefn-
unni og að það þýði ekkert annað
en að mæta með bjartsýnina að
leiðarljósi.
Ráðstefnan er haldin árlega, en
Tinna segir hana vera til þess að
hægt sé að komast að samkomu-
lagi um hvernig eigi að að útfæra
og raungera þau loftslagsmarkmið
og aðgerðir sem aðildarríkin hafa
komið sér saman um.
„Það er mjög mikilvægt að hafa
þennan vettvang á hverju ári,“ segir
Tinna. „Við höfum fundað með
sendinefnd Íslands fyrir ráðstefn-
una og munum halda því áfram á
meðan á henni stendur. Við reynum
að hafa áhrif og koma okkar sjónar-
miðum á framfæri, sem vonandi
smitast inn í samningaviðræður.
Það sem við sáum fyrir ráðstefn-
una var að skýrsla Umhverfisstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna sýndi
að við eigum mjög langt í land með
að ná markmiði Parísarsáttmálans
um tvær gráður, hvað þá eina og
hálfa gráðu,“ segir Tinna og vísar í
markmið ríkja sem skrifuðu undir
Parísarsáttmálann, um að meðal-
hitastig jarðar hækki ekki meira en
tvær gráður.
„Núverandi markmið ríkja stefna
okkur í 2,8 gráður, þannig að við
verðum að þrýsta á fullnægjandi
loftslagsmarkmið og loftslags-
stefnu,“ segir Tinna og bætir við að
þetta sé kjörinn vettvangur til þess.
„Svo verðum við líka að muna að
COP er ekki bara það sem gerist á
COP, heldur verða ríki að innleiða
það sem þau segjast ætla að gera
þegar heim er komið,“ segir Tinna. n
Fara bjartsýn á loftslagsráðstefnuna
75 prósent íbúða í byggingu eru á
höfuðborgarsvæðinu.
Tinna Hallgríms-
dóttir, forseti Ungra
umhverfissinna
Við getum ekki alltaf
verið að stíga svona
rosalega á bensíngjöf-
ina og svo rosalega á
bremsuna.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
12 Fréttir 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ