Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 22
20 Íþróttir 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 5. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Lionel Messi
Fólkið í Argentínu á sér þann draum að Messi
komi með Heimsmeistaratitilinn til Argentínu.
Þá fer hann í hóp með Diego Maradona sem er
goðsögn í augum allra í Argentínu. Messi er í
hópi bestu leikmanna sögunnar og ferill hans
fær kirsuberið ofan á ísinn takist honum að
leiða Argentínu til sigurs í Katar. Messi verður 39
ára á næsta HM-móti og er því líklega að kveðja.
15
HM KARLA
Í FÓTBOLTA
DAGAR Í
Heimsmeistaramótið í Katar fer af stað eftir 15
daga. Mótið verður spennandi og mörg lið gera til-
kall til þess að vinna þetta stærsta mót fótboltans.
Margar af hetjum fótboltans síðustu ár eru hins
vegar að kveðja sviðið og margir þeirra eiga mögu-
leika á að enda HM-feril sinn með titilinn eftirsótta
í höndunum.
hoddi@frettabladid.is
Robert Lewandowski
Framherjinn hefur verið í
fremstu röð um langt skeið,
eftir að hafa raðað inn
mörkum í Þýskalandi með
Dortmund og FC Bayern.
Nú er hann mættur til
Barcelona þar sem hann
heldur áfram að skora.
Pólverjar geta ekki
bókað miða á HM
og líklegt er talið að
þessi 34 ára fram-
herji sé að fara inn
á sitt síðasta Heims-
meistaramót.
Luis Suarez
Endalokin á ferli Suarez
nálgast. Hann hefur undan-
farið spilað í heimaland-
inu en Úrúgvæ er með
skemmtilegt lið þar sem
Suarez leiðir línuna með
Edinson Cavani sem einnig
fer inn á sitt síðasta
Heimsmeistaramót.
Suarez hefur bitið
andstæðinga sína
á HM og varið á línu
með hendi, litríkur
karakter.
Karim Benzema
Besti knattspyrnumaður
í heimi í dag fagnar 35 ára
afmæli sínu degi eftir að
Heimsmeistaramótinu lýkur.
Hann er því að öllum líkindum
að stíga inn á stærsta sviðið
í síðasta sinn. Benzema var
ekki í HM hópi Frakklands
fyrir fjórum árum þegar liðið
varð Heimsmeistari og mætir
því hungraður til Katar.
Luka Modric
Þessi magnaði miðju-
maður verður 41 árs
gamall þegar HM fer fram
í Bandaríkjunum, Mexíkó
og Kanada árið 2026. Hans
síðasti dans á stóra sviðinu
er því að eiga sér stað.
Modric hefur átt ótrú-
legan feril bæði með
landsliði og félagsliði.
Króatar fóru í úrslitin
í Rússlandi en ekki er
talið líklegt að liðið
nái álíka árangri í ár.
Cristiano Ronaldo
Einn sá besti í sögunni er líklega
að kveðja HM-sviðið. Það er þó
ekki útilokað að Ronaldo
reyni við mótið eftir
fjögur ár en þá verður
hann 41 árs, hann hefur
talað þannig. Ronaldo
vann Evrópumótið með
Portúgal árið 2016 og
gæti fullkomnað magn-
aðan feril með sigri í
Katar. Portúgal er með
gott lið og er líklegt til
afreka á mótinu.
Stjörnurnar
kveðja sviðið
Manuel Neuer
Fer líklega í sögubækurnar sem einn besti
markvörður sögunnar en hann er nú 36 ára
gamall. Það er jafnvel talið líklegt að Neuer
hætti í þýska landsliðinu eftir mótið í Katar. Neuer hefur séð
allar hliðar fótboltans á HM. Hann varð Heimsmeistari með
Þýskalandi árið 2014 en upplifði líka erfiða tíma í Rússlandi þar
sem Þjóðverjar komust ekki upp úr riðlakeppni.
NÍSTANDI SÁR SAGA
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Virka daga 10–18 | Lau 11–17 | Sun 12–16 | www.forlagid.is
Ólafur Ragnar ritar inngangskafla og
milliþætti sem tengja bréfin saman.
Í Bréfunum hennar mömmu opnar Ólafur Ragnar
Grímsson bréfasafn fjölskyldu sinnar sem veitir
einstæða innsýn í glímuna við berklaveikina.