Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 26

Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 26
Allt bendir til þess að íhalds- og afturhald- söflum vaxi enn fiskur um hrygg Þegar ég labbaði inn á Kex hostel á þriðju- daginn var bara æðis- leg orka og ég hef fundið þessa orku síðan. Hrefna Helgadóttir Pünk Veit inga st aðu r inn P ü nk v ið Hverfisgötu er einstaklega fallega hannaður og ekki er maturinn síðri. Við mælum sérstaklega með djúpsteikta Pünk kjúllanum sem gljáður er í chilli-hvítlaukssmjöri og borinn fram með hrásalati. Svo er um að gera að fá sér desert og þá mælum við með Krazy Kókonut sem bráðnar í munni. Jólabasar Hringsins Hinn víðfrægi Jólabasar Hringsins verður haldinn á Grand Hóteli sunnudaginn 3. nóvember klukk- an 13. Til sölu verða handgerðir munir, prjónavörur og bakkelsi og þá markar basarinn upphaf jóla- kortasölu Hringsins. Allt fé sem safnast rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins. n n Í vikulokin Ólafur Arnarson Við mælum með Við hin, þessi heppnu, fáum að vera hér. Njóta mannrétt- inda og öryggis. BIRNADROFN@FRETTABLADID.IS Kvikmyndir, bókmenntir, fjallgöngur og kosningar eru allt þættir sem fjallað er um í blaði helgarinnar. Allt eru þetta þættir sem við getum notið og minna okkur á þau réttindi sem við höfum. Við, fólkið sem reyndumst svo heppin að fæðast hér á Íslandi, eða fá að búa hér. Fréttir vikunnar hafa minnt okkur á að ekki eru allir svo heppnir. Fimmtán manns var vísað frá Íslandi til Grikklands þar sem ekkert bíður þeirra nema hryllingur og hætta. Við hin, þessi heppnu, fáum að vera hér. Njóta mannréttinda og öryggis, fara í fjallgöngur og bíó og lesa bækur. Á meðan eru þau á götunni í Grikklandi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist halda að hér hafi „bara verið framkvæmd brottvísun sem var fullkomlega eðlileg.“ Er það einhvern tíma þann- ig að brottvísun sé fullkomlega eðlileg? Sér í lagi þegar um ræðir börn eða fólk sem þarf á sérstakri aðstoð að halda? Dómsmálaráðherra virðist samviskulaust geta skýlt sér á bak við þessi rök sín, af umræðunni að dæma er þjóðin ekki sammála. Stöðvum brottvís- anir! n Í skugga brottvísana Hrefna segir Airwaves í ár svipa til hátíðarinnar eins og hún var í upphafi. MYND/SUNNA BEN Hrefna Helgadóttir er verk- efnastjóri markaðs- og kynn- ingarmála hjá Útón. Hún er mikill aðdáandi Airwaves- hátíðarinnar og veit fátt skemmtilegra en að fara á tónleika. ninarichter@frettabladid.is „Við hjá Útón erum samstarfsaðili Senu, sem rekur Airwaves,“ segir Hrefna Helgadóttir verkefnastjóri hjá Útón, sem hefur í mörg horn að líta þessa helgina. „Það eru 25 erlendir blaðamenn á landinu og 40 „speakerar“. Við höfum ekki upplýsingar um fjölda ferðamanna á landinu en stjórn- endur Senu ákváðu að setja hátíð- ina upp á nýtt þannig að hún gengi vel fyrir alla sem að henni koma,“ segir Hrefna. Hún útsk ý rir að með þeim hætti hafi hátíðin að vissu leyti verið hugsuð upp á nýtt til þess að tengjast rótum hátíðarinnar og menningunni sem þeim fylgdi. „Hátíðin er bara á þessum „ico- nic“ tónleikastöðum og mér finnst það skemmtileg ákvörðun. Þó að mér finnist Harpa æðisleg býr það til aðra stemningu að vera með þetta í bænum og labba á milli,“ segir Hrefna og vísar til þess þegar hátíðin fór fram í tónlistarhúsinu við höfnina. Hún kveðst gríðarlega ánægð með framkvæmdina í ár. „Þetta er Airwaves sem ég man eftir síðan ég var unglingur. Ég var í Fríkirkjunni í gær og ég heyrði gell- una við hliðina á mér segja: Það er betra að vera kalt að labba svo að maður sé ekki að kafna inni,“ segir Hrefna og skellihlær. „Ég var í einhverjum pínkulitlum jakka í gær hlaupandi á milli. Mér finnst þetta ógeðslega skemmtileg orka og við hjá Útón erum ótrúlega stolt af þessari vinnu,“ segir hún. Í fyrra var Airwaves af lýst með skömmum fyrirvara. „Þetta var bara mánuði fyrir hátíð. Allt þetta bransafólk sem við vorum búin að bóka, við hringdum í þau og sögð- um: Það er búið að aflýsa Airwaves. En þau sögðu bara: Nei, ég vil koma til Íslands,“ segir Hrefna og hlær. Því þurftu starfsmenn hátíðar- innar í samvinnu við Útón að leysa málið og það hratt. „Allt í einu þurftum við að vippa upp dagskrá en ekki með vörumerkið Iceland Airwaves. Við hentum í Bransa- veislu og leystum málið. Það sem var svo gaman er að þetta voru alþjóðlegir fagaðilar að koma í beinum tengslum við bransann á Íslandi,“ segir hún. „Þetta var í fyrsta sinn í fyrra. Það var ekki spurning að gera þetta aftur. Við vorum með vinnustofur og viðburði. Þegar ég labbaði inn Ánægð með Airwaves í ár á Kex hostel á þriðjudaginn var bara æðisleg orka og ég hef fundið þessa orku síðan. Allir eru faglegir og komnir til að fræðast. Allir eru opnir og til í að spjalla og auð- mjúkir,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hefur viðhorf hennar til tónleika breyst og ást hennar á forminu eflst. „Ég finn hvað ég hafði saknað þess að fara á tónleika. Ég er komin á þann stað að þetta er eigin- lega bara heilagt fyrir mér,“ segir Hrefna. „Allir að einbeita sér að sama punkti, en núna er ekki einu sinni hægt að fara í matarboð án þess að allir séu í símanum. Ég elsk- aði tónleika fyrir en núna er þetta bara eins og að fara í kirkju.“ n Á þriðjudaginn verða kosningar í Bandaríkjunum. Repúblikanar virð- ast ætla að ná meirihluta í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings og tvísýnt er með öldungadeildina. Joe Biden bar sigurorð af Donald Trump í forsetakosningunum fyrir tveimur árum og Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öld- ungadeildinni varð hnífjafnt, sem þýðir að atkvæði varaforseta Banda- ríkjanna er oddaatkvæðið sem tryggir Demókrötum meirihluta. Joe Biden er einn reynslumesti stjórnmálaskörungur Bandaríkj- anna. Hann verður áttræður eftir hálfan mánuð og engum dylst að farið er að hægja á kappanum. Hér á Íslandi væri jafn lúinn reynslubolti og Biden kominn í hvíld á dvalar- heimili eða, eftir atvikum, orðinn ritstjóri Morgunblaðsins. En, aftur að Bandaríkjunum. Völd Bidens verða mjög skert á síðari hluta kjörtímabilsins, gangi það eftir að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni, hvað þá ef öld- ungadeildin fellur þeim líka í skaut. Bandaríkin eru á krossgötum. Í tíð Donalds Trump afsöluðu þau sér forystuhlutverki meðal lýðræðis- þjóða. Biden hefur reynt að endur- heimta forystuhlutverkið en virðist tæplega hafa það afl sem til þarf. Verkefnið er ekki einfalt. Banda- rískir kjósendur virðast í stórum stíl afneita þeim frjálslyndu og umburðarlyndu viðhorfum sem annars staðar á Vesturlöndum eru talin táknmynd nútímaréttarríkis. Íhaldssamur meirihluti Hæsta- réttar Bandaríkjanna hefur þegar afnumið þau helgu réttindi kvenna að ráða yfir eigin líkama og margt bendir til þess að rétturinn muni Evrópsk lýðræðisríki verða að snúa bökum saman næst beita sér gegn sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðra og annars hinsegin fólks. Allt bendir til þess að íhalds- og afturhaldsöf lum vaxi enn fiskur um hrygg vestan hafs og á þessari stundu virðist nær víst að næsti forseti komi úr röðum íhaldsarms Repúblikanaflokksins. Þá mega minnihlutahópar í Bandaríkjunum aldeilis fara að vara sig. Þá er líka eins gott fyrir evrópskar lýðræðisþjóðir að snúa bökum saman. Þá verður Evrópa að standa á eigin fótum í öllu tilliti. n 24 Helgin 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 5. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.