Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 30
einhverju í mínu lífi, hvort sem
það er tilfinningalíf eða ytra líf, og
byrja þar. En mjög fljótlega þegar ég
byrja að skrifa þá tekur það skjótum
og örum breytingum.“
Að því leyti segir Jón Kalman að
allar bækur hans séu mjög persónu
legar, hvort sem þær fjalla um Vest
firði á 19. öld eða Reykjavík á 21. öld.
Jón Kalman: „Það hefur kannski
að einhverju leyti hjálpað mér að
ég er með mjög gloppótt minni. Ég
gæti aldrei skrifað sjálfsævisögu
eða sjálfsævisögulegt verk, þannig
að ég er alltaf á valdi skáldskaparins.
Það eru stundum innri átök þegar
maður skrifar, og mikill efi, en líka
gleði, ekki síst vegna þess að það er
stöðugt að koma eitthvað upp úr
djúpunum sem mann óraði ekki
fyrir að byggi innra með manni.
Stundum veit maður ekkert hvaðan
allt þetta kemur, allar þessar per
sónur og öll þessi atvik.“
Gaf sögunni þrjár vikur
Guli kaf báturinn fjallar um mið
aldra rithöfund sem ferðast til
Lundúna með brýnt erindi við Paul
McCartney. Jón Kalman kveðst
sjálfur vera mikill Bítlamaður og
hefur áður skrifað um þá goðsagna
kenndu hljómsveit í bókum sínum,
meðal annars í Ýmislegt um risa
furur og tímann.
Jón Kalman: „Ég var byrjaður á
annarri bók þegar þessi þröngvaði
sér fram. Það hefur aldrei gerst áður,
yfirleitt þegar ég er að skrifa bók þá
kemst ekkert annað að. Framan af
reyndi ég að ýta henni burt, vegna
þess að mér fannst ég hafa skrifað
um þetta áður. En þetta var það
ákafur þrýstingur sem kom að
innan að á endanum ákvað ég að
gefa þessu tækifæri. Ég sagði við
söguna: Ég gef þér þrjár vikur.“
Að þremur vikum liðnum fann
Jón Kalman að hann var með eitt
hvað alveg nýtt í höndunum og
ákvað því að leggja hina söguna til
hliðar og demba sér á kaf með Gula
kafbátnum.
Sigríður: „Það var mjög skemmti
legt að verða vitni að þessum innri
átökum þínum þegar þú varst að
reyna að einbeita þér að hinni
sögunni og svo skaut þessari alltaf
upp. Þú bölvaðir hástöfum þegar
kafbáturinn tróð sér inn í vinnuna.“
Jón Kalman: „Þetta er eitt af
þessum dásamlegu dæmum um það
hversu litlu við ráðum stundum sem
höfundar yfir því sem við skrifum.“
Bækur vita meira en höfundar
Sigríður, þú ert nú kannski ekki beint
að skrifa um sjálfa þig en það hefur
svolítið verið gantast með það að
þínar bækur eigi það til að raun-
gerast.
Sigríður: „Ég held að maður sé
alltaf að einhverju leyti að skrifa
um sjálfan sig, raddirnar rísa upp
úr djúpunum og hljóta að vera hluti
af manni sjálfum, hvort sem það
var planið eða ekki. Fólk spyr mig
stundum svolítið skelkað hvað ég
sé að skrifa um núna og ég svara því
til að ég sé að skrifa um svartadauða
og afleiðingar hans. En þetta eru allt
saman löngu liðnir atburðir þannig
að það er ekkert að óttast.“
Jón Kalman: „Ja, liðnir atburðir
geta gerst á ný.“
Sigríður: „Já, það er vissulega
rétt,“ segir hún og hlær. „En ég hef
nú bara svarað því til að bækur viti
meira heldur en fólkið sem skrifar
þær. Ég held að eiginlega allar bæk
urnar mínar, nema kannski þessi,
séu sprottnar upp úr málum sem ég
hef verið að vinna sem fréttamaður.
Staðreyndirnar duga ekki alltaf til
og þá getur skáldskapurinn verið
svo of boðslega magnað tæki til að
rannsaka heiminn og möguleikana
sem eru fólgnir í samtímanum.“
Nærist á fréttamennskunni
Nú spyr ég bara sem blaðamaður
sjálfur, hvernig hefurðu tíma til að
skrifa skáldsögur?
Sigríður: „Maður vinnur ekki
fulla vinnu sem fjölmiðlamaður
og skrifar skáldsögu líka, það er
mjög erfitt. Þegar ég skrifaði fyrstu
bókina mína þá tók ég mér þriggja
mánaða frí til að skrifa hana. Hún
átti upphaflega bara að vera tilraun
til að sjá hvort ég gæti það því frétta
mannsstarfinu fylgir svo mikill
athyglisbrestur. Ég bara hafði ekki
hugmynd um hvort ég gæti yfirleitt
setið við svona langtímaverkefni.
En síðan hef ég tekið mér frí frá
störfum til þess að skrifa og hef að
mestu leyti verið í hlutastarfi hjá
RÚV undanfarin ár. Yfirmenn mínir
hafa sýnt mér mikinn skilning og
þolinmæði.“
Sigríður hefur starfað sem frétta
maður frá árinu 1999 og segist ekki
vera viss um að hún gæti hreinlega
lifað án blaðamennskunnar.
Sigríður: „Það eru svo mikil for
réttindi að fá að vinna á svona
stórum og skapandi vinnustað
með gáfuðu og skemmtilegu fólki.
Ég nærist mikið á því. Það er líka
gaman að fá að fjalla um atburði
líðandi stundar en stundum rekur
maður sig á að málin ná út fyrir
veruleikann og fréttastofuna, og þá
er gott að hafa annan vettvang til
að vinna með þau. Staðreyndirnar
einar duga ekki til þess að skilja
heiminn. Ég held að maður þurfi
alltaf að leita út fyrir þær og í skáld
skapinn til þess að skilja heiminn og
sjálfan sig.“
Barátta við dauðann
Dauðinn er gegnumgangandi þema
í Gula kafbátnum eins og í mörgum
bókum Jóns Kalmans. Spurður um
hvaðan öll þessi feigð stafi segir Jón
Kalman dauðann vera staðreynd
sem bíði allra.
Jón Kalman: „Dauðinn hefur
alltaf verið mér hugleikinn frá barn
æsku, sjálfsagt út af því að ég missti
móður mína ungur. Þannig að ég
hef alltaf verið að glíma við hann.
Framan af sem barn með ímyndun
araflinu og draumum en síðan með
skáldskapnum. Sumpart þá nota
ég skáldskapinn sem vopn til þess
að berjast við dauðann. Bæði til að
sigra hann, þó ég viti að það er ekki
hægt, en með því að berjast þá er
maður á lífi, en líka til að átta mig á
því hvað þetta þýðir. Hvað dauðinn
þýðir fyrir okkur sem manneskjur
og fyrir heiminn.“
Bókin er tileinkuð Eiríki Guð-
mundssyni sem lést í sumar langt
fyrir aldur fram, voruð þið nánir?
Jón Kalman: „Já, við vorum mjög
nánir. Við höfðum þekkst alveg
síðan hann byrjaði í Háskólanum.
Þá var ég búinn að vera þar í ein
hvern tíma, ég er sex árum eldri.
Við mynduðum strax mjög sterkan
vinahóp sem hefur haldið saman
síðan og gengið í gegnum margt.
Smám saman urðum við Eiríkur
afar nánir, ekki síst í gegnum skáld
skap og tónlist. Það leið ekki sá
dagur að við skrifuðumst ekki á um
skáldskap, pólitík, lífið og dauðann.
Við vorum sálufélagar.“
Dönsuðu fyrir Eirík
Jón Kalman og Sigríður giftu sig
síðla sumars við einfalda og fal
lega athöfn. Þau slógu síðan upp
heljarinnar balli í Iðnó en veislan
var haldin í skugga sorgarinnar,
daginn eftir að vinur þeirra Eiríkur
Guðmundsson var borinn til grafar.
Sigríður: „Þetta var sérkennilegur
tími.“
Jón Kalman: „Mörg okkar sem
vorum þarna í veislunni vorum
líka í kirkjunni daginn áður. Vinir
sem syrgðu hann mjög og ég held
að við höfum öll dansað fyrir Eirík.
Það eru sumir, meðal annars ég, sem
hafa kannski aldrei dansað svona
mikið. Þetta var svona hreinsun
arathöfn. Gríðarleg gleði en inni í
henni var harmur.“
Sigríður: „Það er svona með
dauðann og gleðina, hún er eigin
lega eina leiðin til þess að takast á
við hann.“
Listin er langhlaup
Hjónin hafa komið sér upp fallegu
heimili á Bjarkargötu ásamt börn
um sínum frá fyrri hjónaböndum
og köttunum Tómasi Hagalín og
Snældu Kalman. Sigríður lýsir þessu
sem hálfgerðu listamannakollekt
ífi en sonur Jóns Kalmans, Bekan
Kalmansson, er tónlistarmaður
og sendi nýlega frá sér „mixteipið“
Lykilinn á Soundcloud.
Sigríður: „Þannig að afurðirnar
eru eiginlega þrjár á þessu hausti.“
Verður keppni á heimilinu um
hver er efstur á metsölulista?
Jón Kalman: „Ég held það sé
alveg óhætt að segja að það sé engin
keppni á milli okkar. Eina keppnin
hjá mér er að ég vonast til að Sigga
seljist helmingi meira en ég og fái
helmingi betri dóma.“
Sigríður: „Þetta eru náttúrulega
frábær bókajól fram undan og ég
veit að Guli kafbáturinn ber af.“
Jón Kalman: „Það er í þessu eins
og öðru í lífinu að þetta er langhlaup.
Það er auðvitað frábært ef viðtökurn
ar eru jákvæðar þegar bókin kemur
út. Það er bara virkilega gaman. En
eftir eitt ár, hvað þá tíu ár, þá skiptir
það ekki höfuðmáli. Það skiptir máli
hvort það sem þú hefur fram að færa
hafi eitthvað í sér sem talar við tím
ana.“ n
Jón Kalman og Sigríður Hagalín giftu sig síðla sumars við einfalda og fallega athöfn. Veislan var þó haldin í skugga
sorgarinnar, daginn eftir að vinur þeirra Eiríkur Guðmundsson var borinn til grafar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fólk spyr mig stundum
svolítið skelkað hvað
ég sé að skrifa um núna
og ég svara því til að ég
sé að skrifa um svarta-
dauða og afleiðingar
hans.
Sigríður Hagalín
Dauðinn hefur alltaf
verið mér hugleikinn
frá barnæsku, sjálfsagt
út af því að ég missti
móður mína ungur.
Jón Kalman
28 Helgin 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ