Fréttablaðið - 05.11.2022, Qupperneq 34
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
var aðeins átta ára þegar
hún steig fyrst á svið í leik
húsi. Hún hefur síðan þá
leikið í fjölda leikverka og
kvikmynda ásamt því að
leikstýra í leikhúsi. Fyrsta
kvikmynd í hennar leik
stjórn, Band, er nú í kvik
myndahúsum landsins.
Ég var farin að suða um
það strax og ég byrjaði
að tala að fá að stíga á
svið,“ segir leikkonan,
handritshöfundurinn
og leikstjórinn Álfrún Helga Örn
ólfsdóttir. Hún kemur úr mikilli
leiklistarfjölskyldu og var aðeins
átta ára gömul þegar hún lék sitt
fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu.
„Ég var búin að fara með
mömmu og pabba á allar sýn
ingar í leikhúsinu, sama hvort
þær voru fyrir börn eða fullorðna
og ég fann strax að þarna leið mér
vel. Ég elskaði að fara baksviðs
og leiklistarbakterían helltist
snemma yfir mig,“ segir Álfrún.
„Draumurinn rættist svo þegar
ég var átta ára og fékk hlutverk í
Óvitunum. Ég þurfti alveg að
fara í prufur og allt svoleiðis en
ég vissi kannski frekar af þeim
en aðrir af því að mamma vann
í húsinu,“ segir hún, en móðir
Álfrúnar er leikkonan Helga
Jónsdóttir sem var fastráðin við
Þjóðleikhúsið í tuttugu ár.
Álfrún segist ekki hafa fundið
fyrir ótta þegar hún tók að sér
fyrsta hlutverkið svo ung að
árum.
„Mér leið bara ótrúlega vel í
eigin skinni og ég held að þetta
hafi verið gott fyrir mig. Ég var
mjög virkt barn og í staðinn fyrir
að ég væri ofvirk heima hjá mér
að hendast uppi á hurðum þá var
bara fínt að setja mig upp á svið
og leyfa mér að syngja og dansa.“
Snemma atvinnuleikkona
Álfrún varð snemma atvinnu
leikkona. Hún lék í fjölda leik
verka og k vikmynda þegar
hún var barn og
unglingur og
talaði inn á
Hinir krakkarnir skildu þetta ekki
Á þessum
tíma var
það bara
þannig,
það var
enginn að
tala um
einelti eða
neitt
svoleiðis.
Ég gerði
bara það
sem ég gat
til að lifa
þetta af.
fjöldann allan af teiknimyndum.
Meðal annars lék hún í Söngva
seiði, Fiðlaranum á þakinu, kvik
myndinni Svo á jörðu sem á himni
og Ráðagóðu stelpunni.
Spurð að því hvernig hafi gengið
að vinna svo mikið með grunn
skóla segir hún það ekki hafa verið
mikið mál í minningunni.
„Ég vildi alltaf hafa mikið að gera
og ef ég var ekki með eitthvað verk
efni fyrir framan mig var ég alveg
óþolandi,“ segir Álfrún.
„Mér fannst fínt að vera að vinna
mikið og svo bara lærði ég þegar ég
hafði tíma og það gekk allt mjög
vel. Eini ókosturinn var kannski sá
að þetta var mjög skrítið fyrir hina
krakkana og ég varð fyrir mikilli
höfnun á tímabili,“ útskýrir Álfrún,
sem ólst upp í Vesturbænum og fór
í Vesturbæjarskóla og Hagaskóla.
Enginn talaði um einelti
„Þegar ég mætti ekki í skólann í þrjá
mánuði og var svo kannski með
rautt hár og permanent þegar ég
kom til baka af því ég hafði verið að
leika í bíómynd var það erfitt fyrir
hina krakkana að skilja það. Þetta
var verst þegar ég var svona ellefu
ára en á þeim aldri geta krakkar
verið eins og villidýr,“ segir Álfrún.
„Þetta var mjög erfitt. Ég hafði
bara verið vinsæl og svo allt í einu
var vinahópurinn ekki opinn fyrir
mér, þetta var algjör viðsnúningur
og ég var útilokuð,“ segir hún.
Álfrún sagði engum frá því sem
var að gerast í skólanum heldur
reyndi að komast í gegnum það
sjálf.
„Á þessum tíma var það bara
þannig, það var enginn að tala um
einelti eða neitt svoleiðis. Ég
gerði bara það sem ég
gat til að lifa þetta af
og ég var of lítil til
að setja þetta í
samhengi. Lík
lega var þetta
einhverskonar
afbrýðisemi.“
Álfrún æfði ballett og þar átti
hún vini, eins í leikhúsinu. „Ég held
að það hafi bjargað mér, ég átti vini
og leið vel, bara ekki í skólanum.“
„Þetta hafði að sjálfsögðu áhrif
á mig og ég á til dæmis mjög erfitt
með að taka höfnun, sem er frekar
erfitt þegar maður er leikari og
er alltaf að koma sér í aðstæður
þar sem eru miklar líkur á því að
manni sé hafnað,“ segir Álfrún og
brosir. „En það er mitt lífstíðarverk
efni að vinna í því og læra á það.“
The PPBB
Undanfarin ár hefur Álfrún fært
sig meira yfir í handritaskrif og
leikstjórn. Hún leikstýrir verkinu
Bara smástund, sem nú er sýnt í
Borgarleikhúsinu og í gær var kvik
myndin Band í leikstjórn Álfrúnar
frumsýnd. Um er að ræða fyrstu
kvikmyndina sem hún leikstýrir
en myndin er heimildarmynd um
hljómsveit Álfrúnar, Sögu Sigurðar
dóttur og Hrefnu Lindar Lárus
dóttur, The Post Performance Blues
Band (The PPBB).
Hljómsveitina stofnuðu Álfrún,
Saga og Hrefna ásamt fleiri konum
þegar þær stunduðu saman meist
aranám í sviðslistum við Lista
háskóla Íslands.
„Við áttum okkur allar draum
um að vera í hljómsveit svo við
stofnuðum hana bara.“
Hljómsveitin var upphaf lega
gjörningur með það að markmiði
að rannsaka spennufall sem hug
tak. „Okkur langaði að rannsaka
spennufallið sem kemur þegar
maður er búinn að vera uppi á
sviði eða að gera eitthvað sem gefur
manni rosalega mikið adrenalín og
kikk, svo kemur maður niður og
þá fær maður allt í einu svona blús,
post performance blues,“ útskýrir
Álfrún.
Hálfgerð grínmynd
„Innblásturinn kemur frá öllu sem
er frekar erfitt og leiðinlegt en við
reynum að gera það skemmtilegt,
finnum kraft og húmor í því,“ segir
hún. Spurð að því hvort að um grín
mynd séð að ræða segir Álfrún að
vel megi líta á það þannig.
„Ef maður hugsar um gaman
myndir þá snúast þær oft um hvað
maður getur komið persónunni í
mikil vandræði, því meiri vand
ræði því fyndnara,“ segir hún.
„Bandinu okkar gekk ekki vel
og ég er fertug móðir með tvö
börn sem á fínan listferil að baki
og ég hugsaði með mér: Meika ég
að standa uppi á sviði með fimm
manns í salnum? Dey ég eða fæ ég
hláturskast?“ segir Álfrún hlæj
andi.
„Svo hugsaði ég með mér að ef
það væri myndavél þarna og þetta
væri sena í bíómynd þá væri þetta
sjúklega fyndið. Svo ég ákvað bara
að gera heimildarmynd."
Band hefur verið sýnd á kvik
myndahátíðum víðs vegar um
heiminn og fengið afar góðar við
tökur.
„Ég var mjög stressuð fyrir fyrstu
sýninguna og efaðist um allt á
meðan ég horfði og varð svaka
lega hissa þegar fólk fór að hrósa
myndinni og þakka mér fyrir eftir
á. Núna held ég að ég sé komin yfir
mesta sjokkið og er bara ótrú
lega spennt að sýna Íslend
ingum myndina,“ segir
Álfrún. n
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
Álfrún hefur
verið leik-
kona frá því
hún var átta
ára gömul.
Hún hefur
undanfarið
unnið meira
við hand-
ritaskrif og
leikstjórn en
segist njóta
þess til jafns
við að leika.
fréttablaðið/
ernir
Álfrún, Saga
og Hrefna
skipa The
Post Per-
formance
Blues Band.
Mynd/Saga
Sig.
Bandinu okkar gekk
ekki vel og ég er fertug
móðir með tvö börn
sem á fínan listferil að
baki og ég hugsaði
með mér: Meika ég að
standa uppi á sviði
með fimm manns í
salnum? Dey ég eða fæ
ég hláturskast?
32 Helgin 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið