Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 38

Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 38
Ég fann líka að vatnslitirnir hent- uðu vel til að mála lands- lagsmyndir og hafið í allri sinni fjölbreytni. Vatnslitamyndir móta sig gjarnan sjálfar og öðlast eigið líf í höndum málarans. Nú stendur yfir fjórða samsýn- ing Vatnslitafélags Íslands í Gallerí Göngum við Háteigs- kirkju íi Reykjavík. starri@frettabladid.is Fjórða samsýning Vatnslitafélags Íslands hófst 20. október í Galleríi Göngum við Háteigskirkju í Reykja- vík og stendur til sunnudagsins 20. nóvember. Eins og á fyrri sam- sýningum félagsins eru fjölbreytt verk til sýnis en að þessu sinni sýna 45 listamenn samtals 58 verk. „Sýningarnefndin auglýsti í lok maí eftir myndum meðal félagsmanna. Alls bárust 176 myndir frá 63 félags- mönnum sem þýðir að flestir sem sendu inn myndir sendu þrjú verk,“ segir Derek Mundell, formaður Vatnslitafélags Íslands. Sýningarnefnd skipaði þriggja manna dómnefnd fagmanna utan félagsins, en með reynslu af vatnslitamálun og kennslu í faginu, til að velja inn myndir á sýninguna. Í þetta skipti skipuðu dómnefndina Louise Harris, Sigga Björg Sigurðardóttir og Vicente Garcia Fuente frá Spáni. „Dóm- nefndin fékk myndirnar sendar án höfundarnafna og þeim var raðað af handahófi. Sýningarnefndin fól þeim að velja verkin með það að markmiði að verkin mynduðu góða heild og að þau sýndu vel þá fjölbreytni sem vatnsleysanleg efni á pappír geta kallað fram.“ Vinsældir vatnslitunar aukist Derek segir margt heillandi við Ófyrirsjáanlegir litir sem fanga best andartökin 45 listamenn sýna 58 verk á samsýning- unni í Galleríi Göngum. MYND/ AÐSEND Ég tel vatnsliti vera besta mið- ilinn til að fanga andartök, segir Derek Mun- dell, formaður Vatnslitafélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK vatnslitun. Vinsældir hennar hafi einnig aukist mikið hér á landi undanfarin ár og telur hann að félagið hafi spilað stórt hlutverk þar. „Ég tel vatnsliti vera besta miðilinn til að fanga andartök og þá uppgötvun gerði ég þegar ég var að fást við módelmálun. En ég fann líka að vatnslitirnir hentuðu vel til að mála landslagsmyndir og hafið í allri sinni fjölbreytni, þegar birtuskilyrðin eru sífellt að breytast.“ Þá er frumlitunum leyft að renna og blandast í vatnsfilmunni á pappírnum. „Allar tilraunir til að hafa fulla stjórn á litaflæðinu og stýra hverjum pensildrætti geta eyðilagt myndina. Í mínum huga felst listin í viðkvæmu jafn- vægi þess að stjórna litunum í vatninu á pappírnum og að vinna með vatninu.“ Af því leiðir svo að vatnslitir eru að nokkru leyti ófyrirsjáanlegir, myndirnar móta sig sjálfar og öðl- ast eigið líf í höndum málarans, að sögn Dereks. „Stöku sinnum tekst svo vel til að vatnið, litirnir og pappírinn blandast með þeim undrum sem aðeins vatnslita- verk geta kallað fram og þá getur listamaðurinn verið ánægður með verk sitt.“ Fjölbreytt starfsemi Vatnslitafélag Íslands var stofnað í febrúar 2019 og í því eru um 230 félagsmenn. Félagið er frjálst félag vatnslitamálara og áhuga- fólks um vatnslitamálun á Íslandi. „Tilgangur þess er að efla stöðu vatnslitamálunar og stuðla að samvinnu félagsmanna á því sviði. Félagsstarfið felst meðal annars í vikulegum málunarstundum sem öllum félagsmönnum er frjálst að sækja, helgarnámskeiðum með innlendum og erlendum meist- urum, fræðslufundum um list, og árlegri samsýningu félagsins.“ Fram undan er áframhaldandi starf við að efla félagið og hvetja um leið vatnslitamálara til að koma saman reglulega til að skapa og skiptast á hugmyndum og tækni. „Í vetur fáum við list- fræðinga og listamenn til að fræða okkur og það verður haldið grunnnámskeið fyrir félaga með íslenskum kennara. Við erum einnig að undirbúa heimsókn tveggja erlendra vatnslitamálara sem munu kenna þrjú helgarnám- skeið næsta sumar. Hægt er að fylgjast með starfsemi félagsins og skoðað verk eftir um 60 félaga á vefsíðu félagsins, vatnslitafelag.is.“ Sýningin er í Galleríi Göngum í Háteigskirkju og er opin virka daga frá kl. 10-16 en frá kl. 13-15 um helgar. n Nánari upplýsingar á vatnslita- felag.is og á Facebook-síðu Vatns- litafélags Íslands. Berglind Gerða Sigurðar- dóttir er sölustjóri hjá KAVITA og hefur starfað í heilsugeiranum í fjöldamörg ár. Berglind býr í Grafarvogi og á þrjú börn. Hún hefur mikinn áhuga á almennri heilsu, mataræði, hreyfingu og fæðubótarefnum. sandra@frettabladid.is Berglind hefur stúderað fæðu- bótarefni, steinefni og allt sem tengist slíkum efnum í mörg ár. Hún segir mikið leitað til sín til að fá ráð varðandi slíkt. „Þegar vinkonur mínar standa í heilsurekkanum í búðinni og vita ekki hvað þær eiga að velja hringja þær í mig til að fá ráðgjöf,“ segir Berglind. „Það skiptir líka máli hvenær dags á að taka inn fæðubótarefni og það er umræða sem ég hef mikinn áhuga á og er alltaf til í að ræða.“ „Ég hef tekið vítamín í mörg ár og er líklega búin að prófa meira en flestir. Ég hef tekið mikið af bætiefnum en einhverra hluta vegna er C-vítamínið alltaf mitt uppáhaldsefni. Mér finnst margir gleyma C-vítamíninu, en það er ótrúlega mikilvægt að muna eftir þessu lykilvítamíni bæði út af andoxunarefnum sem eru frábær fyrir húðina og fyrir góðan svefn. Ég legg til dæmis mikla áherslu á að benda vinkonum mínum á að taka C-vítamínið á kvöldin, þann- ig virkar það langbest. Mér finnst eins og sumir á mínum aldri haldi að C-vítamín sé bara eitthvað sem var trend í gamla daga og fólk jafn- vel ekkert að spá í það, en þetta má ekki gleymast.“ Hefur ofurtrú á C-vítamíni Berglind segir að C-vítamín sé mikilvægt næringarefni sem gegnir hlutverki í viðhaldi vefja og framleiðslu á tilteknum taugaboð- efnum. Berglind notar C-vítamín frá GOOD ROUTINE á hverjum degi og hefur alla tíð haft ofurtrú á C- vítamíni. „Munurinn á þessu C-vítamíni og öðru C-vítamíni er bromelain. Það er efni sem finnst í ananas og hjálpar til við bólgur og styrkir ónæmiskerfið. Það hefur líka reynst vel fyrir tennur og tann- hold.“ Berglind hefur alla tíð stund- að mikla hreyfingu og hugað vel að mataræði og almennri heilsu. Berglind er sannfærð um að sá lífsstíll stuðli að mun sterkari andlegri heilsu og komi í veg fyrir lífsstílssjúkdóma. Berglind var því miður ein af þeim sem lenti illa í Covid, varð mjög lasin og lengi að eiga við leiðinda eftirköst. „Í bataferlinu áttaði ég mig á því hvað það var mikilvægt að fá heilsuna til baka. Þá kom skýrt í ljós hvað það skiptir miklu máli að velja réttan mat og fæðubótarefni til að ná heilsu á ný,“ segir hún. „Það sem mér finnst áhuga- verðast við C-vítamínið er að ég er alveg laus við alla fótaóeirð og almenna óeirð í líkamanum þegar ég er dugleg að taka C-vítamín. Þar af leiðandi verður svefninn miklu betri. C-vítamínið eykur líka upptöku járns í líkamanum. Þegar við erum undir miklu álagi andlega eða líkamlega er mikil- vægt að líkaminn fái C-vítamín. Ég er ekki hrædd við að taka of mikið af C-vítamíni því það er þannig vítamín að líkaminn losar sig við það ef maður tekur of mikið“ Framleiðum ekki C-vítamín Þetta C-vítamín sem ég er að taka er einstök vara sem veitir öfluga vörn fyrir bæði ónæmiskerfið, öndunarfærin og taugakerfið. „Þetta er því tilvalin fæðubót fyrir þá sem vilja verjast árstíða- bundnum kvefpestum, bæta C-vítamíni í daglegt mataræði og taka inn góð andoxunarefni,“ útskýrir Berglind. „Líkaminn getur ekki framleitt C-vítamín sjálfur svo hann þarf að fá það úr fæðu eða með fæðubót. C- vítamínið í C-YOUR-IMMUNITY® er í sínu náttúrulega formi sem gerir það að verkum að upptakan verður mun betri í líkamanum.“ Berglind upplýsir að Quercetin og hesperidin séu náttúruleg efni sem virka einstaklega vel saman við að draga úr kvef- eða ofnæmis- einkennum, styðja við bólgusvar líkamans og draga úr virkni skað- legra efnasambanda í líkamanum. Eins og Berglind minntist á áður, inniheldur varan einnig bromela- in. Það tegund ensíms sem kemur úr ananas og hefur eiginleika til þess að styðja við ónæmiskerfið og öndunarfærin. n Vörurnar frá Good Routine fást í Krónunni, Hagkaup, Fjarðakaup, Lyf og heilsu, Apótekaranum og á www.goodroutine.is Mitt allra mest uppáhalds C-vítamín Berglind Gerða Sigurðardóttir er sölustjóri hjá KAVITA og hefur starfað  í heilsugeiranum í fjöldamörg ár. MYNDIR/AÐSENDAR C-vítamínið í C-YOUR-IMMUN- ITY® er í sínu nátt- úrulega formi. Munurinn á þessu C-vítamíni og öðru C-vítamíni er bromelain. Það er efni sem finnst í ananas og hjálpar til við bólgur og styrkir ónæm- iskerfið. 4 kynningarblað A L LT 5. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.