Fréttablaðið - 05.11.2022, Blaðsíða 41
Verkefnið snýst
um að skapa gott
aðgengi að faglegum
upplýsingum, ráðgjöf,
fræðslu og stuðningi.
Krabbameinsfélagið Framför
og Félag þvagfæraskurð-
lækna hafa samþykkt að eiga
samstarf um sérsniðið upp-
lýsingaumhverfi fyrir karla
sem greinast með krabba-
mein í blöðruhálskirtli.
Krabbameinsfélag Íslands og
Ljósið eru með í þessu samstarfi.
Gert er ráð fyrir að vera með
þverfaglegt teymi aðila sem ráð-
gefandi um þetta umhverfi. Í fyrsta
skrefinu verður það Félag þvag-
færaskurðlækna.
Guðmundur G. Hauksson,
framkvæmdastjóri Framfarar,
segir markmiðið með verkefninu,
Þín leið, að setja upp miðlægt
upplýsingaumhverfi fyrir karla
við greiningu á krabbameini í
blöðruhálskirtli og aðgang að upp-
lýsingum í vali á meðferð.
„Hver aðili getur valið sína per-
sónulegu leið og sett saman þau
námskeið, vinnustofur, fræðslu,
stuðning, ráðgjöf og stuðnings-
hópa sem hentar. Stefnt er að því
að þetta umhverfi verði fastur
hluti af heildarmeðferðarumhverfi
heilbrigðiskerfisins fyrir karla sem
greinast með krabbamein í blöðru-
hálskirtli,“ segir hann.
„Verkefnið snýst um að skapa
gott aðgengi að faglegum upplýs-
ingum, ráðgjöf, fræðslu og stuðn-
ingi í greiningarferli varðandi
krabbamein í blöðruhálskirtli og
aðgang að upplýsingum varðandi
ákvarðanatöku um val á meðferð.“
Upplýsingaferli við greiningu á
krabbameini í blöðruhálskirtli:
Afhenda í greiningarviðtali
bækling með spurningum sem
sá sem greinist getur notað og í
þennan bækling mun læknir skrifa
niður læknisfræðilegar niður-
stöður varðandi greiningu. Öllum
sem greinast er ráðlagt að fara í
kynningarviðtal hjá Framför til
að fá upplýsingar um ráðgjöf og
stuðning sem stendur til boða hjá
þeim og samstarfsaðilum. Í lok
greiningarviðtals væri afhentur
bæklingur um næstu skref á eftir
greiningu með upplýsingum
og leiðbeiningum um hvernig
á að upplýsa fjölskyldu, vini og
samstarfsfólk um stöðuna. Í
greiningarviðtali fengju karlar
Gott aðgengi að upplýsingum og fræðslu
Guðmundur G.
Hauksson er
framkvæmda-
stjóri hjá
Krabbameinsfé-
laginu Framför
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
upplýsingar um vefsíðuna www.
framforiheilsu.is með faglegum
upplýsingum sem samþykktar
væru af Félagi þvagfæraskurð-
lækna. Allir sem greinast fái tengi-
lið til að ræða við – (er í viðræðu-
ferli við heilbrigðisyfirvöld).
Fjölbreytt þjónusta
Guðmundur segir heilbrigðis-
kerfið, Framför, Krabbameinsfé-
lagið og Ljósið vera með fjölbreytta
þjónustu við þennan hóp.
„Með verkefninu Þín leið er
markmiðið að samræma það allt
í eitt aðgengilegt upplýsingaum-
hverfi á vefsíðunni www.framfor-
iheilsu.is. Gerð væri síðan regluleg
þarfagreining á því sem þyrfti að
bæta við í samstarfi við þverfag-
legt teymi á hverjum tíma.“
Aðspurður hvert sé næsta skref í
verkefninu Þín leið svarar Guð-
mundur:
„Að þessu fyrsta skrefi loknu
væri farið í að setja saman sam-
bærilega upplýsinga- og stuðnings-
ferla fyrir karla með krabbamein í
blöðruhálskirtli sem eru að ljúka
meðferð.“ n
Fræðsla og stuðningur
Eftirfarandi námskeið, fræðsla, stuðn-
ingur og ráðgjöf standa til boða eða eru í
vinnslu:
Krabbameinsfélagið
og Framför
n Minnisnámskeið
n Svefnnámskeið
n Þreytunámskeið
n Núvitundarnámskeið
n Jóga Nidra-námskeið
n Kvíðanámskeið (í vinnslu)
n Aðstandendur (í vinnslu)
n Syrgjendur (í vinnslu)
n Mannamál, námskeið fyrir karla sem
greinast með krabbamein
n HAM námskeið, námskeið fyrir karla
sem hafa lokið meðferð
n Stuðningshópar, Blöðruhálsar/Góðir
hálsar, Frískir menn og Traustir makar
n Markþjálfun fyrir karla sem hafa farið í
meðferð
Ljósið, endurhæfingamiðstöð
n Fræðsluröð um breytingar fyrir þá sem
eru að hefja endurhæfingarferli
n Fræðsluröð um uppbyggingu fyrir þá
sem eru að hefja endurhæfingu og þá
sem eru lengra komnir í ferlinu
n Karlar og krabbamein. Matti Ósvald
fjallar um hvað er krabbamein
n Að greinast í annað sinn, fræðslunám-
skeið fyrir þá sem eru að greinast í
annað sinn
n Fólk með langvinnt krabbamein
n Para/hjónanámskeið, þar sem annar
aðilinn (eða báðir) hefur/hafa greinst
með krabbamein
n Aðstandendur – Fullorðnir og börn,
námskeið fyrir aðstandendur til að
hittast og ræða um reynslu sína,
áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að
eiga náinn ástvin sem greinist með
alvarlegan sjúkdóm
n Tímamót – ný hlutverk. Fyrir fólk sem
hefur greinst með krabbamein og er að
hætta á vinnumarkaði
n Aftur til vinnu eða náms. Fyrir fólk sem
hefur greinst með krabbamein og er á
leið til vinnu eða náms á ný
n Strákamatur. Strákarnir í Ljósinu hittast
alla föstudaga kl. 12.00 og borða saman
n Stuðningshópur í samstarfi við Fram-
för, Blöðruhálsar/Góðir hálsar
Blái
trefillinn
Þú gengur
aldrei einn
3LAUGARDAGUR 5. nóvember 2022 blái trefillinn