Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2022, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 05.11.2022, Qupperneq 41
Verkefnið snýst um að skapa gott aðgengi að faglegum upplýsingum, ráðgjöf, fræðslu og stuðningi. Krabbameinsfélagið Framför og Félag þvagfæraskurð- lækna hafa samþykkt að eiga samstarf um sérsniðið upp- lýsingaumhverfi fyrir karla sem greinast með krabba- mein í blöðruhálskirtli. Krabbameinsfélag Íslands og Ljósið eru með í þessu samstarfi. Gert er ráð fyrir að vera með þverfaglegt teymi aðila sem ráð- gefandi um þetta umhverfi. Í fyrsta skrefinu verður það Félag þvag- færaskurðlækna. Guðmundur G. Hauksson, framkvæmdastjóri Framfarar, segir markmiðið með verkefninu, Þín leið, að setja upp miðlægt upplýsingaumhverfi fyrir karla við greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli og aðgang að upp- lýsingum í vali á meðferð. „Hver aðili getur valið sína per- sónulegu leið og sett saman þau námskeið, vinnustofur, fræðslu, stuðning, ráðgjöf og stuðnings- hópa sem hentar. Stefnt er að því að þetta umhverfi verði fastur hluti af heildarmeðferðarumhverfi heilbrigðiskerfisins fyrir karla sem greinast með krabbamein í blöðru- hálskirtli,“ segir hann. „Verkefnið snýst um að skapa gott aðgengi að faglegum upplýs- ingum, ráðgjöf, fræðslu og stuðn- ingi í greiningarferli varðandi krabbamein í blöðruhálskirtli og aðgang að upplýsingum varðandi ákvarðanatöku um val á meðferð.“ Upplýsingaferli við greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli: Afhenda í greiningarviðtali bækling með spurningum sem sá sem greinist getur notað og í þennan bækling mun læknir skrifa niður læknisfræðilegar niður- stöður varðandi greiningu. Öllum sem greinast er ráðlagt að fara í kynningarviðtal hjá Framför til að fá upplýsingar um ráðgjöf og stuðning sem stendur til boða hjá þeim og samstarfsaðilum. Í lok greiningarviðtals væri afhentur bæklingur um næstu skref á eftir greiningu með upplýsingum og leiðbeiningum um hvernig á að upplýsa fjölskyldu, vini og samstarfsfólk um stöðuna. Í greiningarviðtali fengju karlar Gott aðgengi að upplýsingum og fræðslu Guðmundur G. Hauksson er framkvæmda- stjóri hjá Krabbameinsfé- laginu Framför FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK upplýsingar um vefsíðuna www. framforiheilsu.is með faglegum upplýsingum sem samþykktar væru af Félagi þvagfæraskurð- lækna. Allir sem greinast fái tengi- lið til að ræða við – (er í viðræðu- ferli við heilbrigðisyfirvöld). Fjölbreytt þjónusta Guðmundur segir heilbrigðis- kerfið, Framför, Krabbameinsfé- lagið og Ljósið vera með fjölbreytta þjónustu við þennan hóp. „Með verkefninu Þín leið er markmiðið að samræma það allt í eitt aðgengilegt upplýsingaum- hverfi á vefsíðunni www.framfor- iheilsu.is. Gerð væri síðan regluleg þarfagreining á því sem þyrfti að bæta við í samstarfi við þverfag- legt teymi á hverjum tíma.“ Aðspurður hvert sé næsta skref í verkefninu Þín leið svarar Guð- mundur: „Að þessu fyrsta skrefi loknu væri farið í að setja saman sam- bærilega upplýsinga- og stuðnings- ferla fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli sem eru að ljúka meðferð.“ n Fræðsla og stuðningur Eftirfarandi námskeið, fræðsla, stuðn- ingur og ráðgjöf standa til boða eða eru í vinnslu: Krabbameinsfélagið og Framför n Minnisnámskeið n Svefnnámskeið n Þreytunámskeið n Núvitundarnámskeið n Jóga Nidra-námskeið n Kvíðanámskeið (í vinnslu) n Aðstandendur (í vinnslu) n Syrgjendur (í vinnslu) n Mannamál, námskeið fyrir karla sem greinast með krabbamein n HAM námskeið, námskeið fyrir karla sem hafa lokið meðferð n Stuðningshópar, Blöðruhálsar/Góðir hálsar, Frískir menn og Traustir makar n Markþjálfun fyrir karla sem hafa farið í meðferð Ljósið, endurhæfingamiðstöð n Fræðsluröð um breytingar fyrir þá sem eru að hefja endurhæfingarferli n Fræðsluröð um uppbyggingu fyrir þá sem eru að hefja endurhæfingu og þá sem eru lengra komnir í ferlinu n Karlar og krabbamein. Matti Ósvald fjallar um hvað er krabbamein n Að greinast í annað sinn, fræðslunám- skeið fyrir þá sem eru að greinast í annað sinn n Fólk með langvinnt krabbamein n Para/hjónanámskeið, þar sem annar aðilinn (eða báðir) hefur/hafa greinst með krabbamein n Aðstandendur – Fullorðnir og börn, námskeið fyrir aðstandendur til að hittast og ræða um reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm n Tímamót – ný hlutverk. Fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er að hætta á vinnumarkaði n Aftur til vinnu eða náms. Fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er á leið til vinnu eða náms á ný n Strákamatur. Strákarnir í Ljósinu hittast alla föstudaga kl. 12.00 og borða saman n Stuðningshópur í samstarfi við Fram- för, Blöðruhálsar/Góðir hálsar Blái trefillinn Þú gengur aldrei einn 3LAUGARDAGUR 5. nóvember 2022 blái trefillinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.