Fréttablaðið - 05.11.2022, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 05.11.2022, Blaðsíða 80
Andi Joes Biden svífur vissu- lega yfir vötnum í þessum kosn- ingum en það er ljóst að skuggi Donalds Trump liggur yfir öllu land- inu. Á þriðjudaginn, 8. nóvem- ber, ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu. Kosið verður um 35 þingsæti í öldunga- deildinni, 435 þingsæti í fulltrúadeildinni og 39 ríkisstjórastóla, þar af þrjá á sjálfstjórnarsvæðum, ásamt ýmsum öðrum embættum í einstökum ríkjum og sýslum. Allar líkur eru á því að Repúblikanaflokkurinn nái meirihluta í fulltrúa- deildinni. Meirihluti Demókrata í öldunga- deildinni hangir síðan á bláþræði en Demókratar eiga þá meiri möguleika á að halda öldungadeildinni. Meiri- hlutinn stendur og fellur með fjórum ríkjum fyrir Demókrata: Arizona, Georgíu, Pennsyl vaníu og Nevada. Öldungadeildin skiptist þvert á flokka í dag þar sem flokkarnir tveir eru með 50 þingmenn hvor. Varafor- seti Bandaríkjanna hefur kosninga- rétt í öldungadeildinni og því gefur Kamala Harris Demókrötum meiri- hluta eins og er. Ef Demókratar tapa þingmanni í Arizona, Georgíu eða Nevada þurfa þeir að sækja þing- mann í „rauðum“ ríkjum og ef þeir ætla að eiga möguleika á því verður það líklegast í Pennsylvaníu, Ohio eða Wisconsin. Með því að missa meirihluta í fulltrúadeildinni geta Repúblikanar auðveldlega hægt á stefnumálum Joes Biden Bandaríkjaforseta en það er þó meira áhyggjuefni fyrir Demókrata að fulltrúadeildin hefur nær óskorað vald til þess að setja á fót rannsóknarnefndir. Flokkarnir tveir hafa nýtt sér þetta óspart í pólitískum tilgangi. Sem dæmi má nefna réttarhöld Repúblikana yfir Hillary Clinton í tengslum við árás- ina á sendiráð Bandaríkjanna í Beng- hazi eða réttarhöld Demókrata yfir Trump í tengslum við aðkomu Rússa að kosningum 2016. Ef Demókratar tapa öldungadeild- inni hins vegar geta Repúblikanar stöðvað allar skipanir Bidens í emb- ætti svo sem til dómara við alríkis- dómstóla landsins. Áhyggjur af efnahagnum aukast Kjósendur í ár eru vissulega að velta fyrir sér hefðbundnum kosninga- málefnum, eins og áhyggjum af glæpa tíðni og innflytjendamálum, en hækkandi framfærslukostnaður á hug og hjörtu f lestra kjósenda samkvæmt könnunum í ár. Rúmlega þriðjungur allra kosn- ingabærra einstaklega setur efna- hagsmálin í fyrsta sæti. Repúbl- ikanar keppast hver af öðrum við að kenna Biden og Covid-aðgerðum Demókrata um verðbólguna í land- inu. Það eru vissulega blæbrigði í þe s su en s ög u leg a he f u r Repúblikana f lokknum gengið vel í kosningum ef kjósendur eru með hugann við efnahagsmálin. Fyrir nokkrum mánuðum leit út fyrir að Demókratar myndu ganga tvíefldir til kosninga eftir að kjós- endahópur þeirra vaknaði til lífsins er Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við dómafordæmi Roe gegn Wade sem tryggði konum stjórnarskrár- varinn rétt til þungunarrofs. Um stund virtist reiði kvenna yfir niðurstöðunni ætla að tryggja Demókrötum sigur í þingkosn- ingunum en það breyttist hratt er kjósendur fengu að finna fyrir verðbólgunni í veskinu á síðustu vikum. Nýleg skoðanakönnun The Wall Street Journal sýnir að Repúblikan- ar eru að fá mun meiri stuðning frá kvenkyns kjósendum en búist var við. Hvítar konur í úthverfum eru þar fremstar í f lokki en þær eru nær allar að færa sig frá Demókrötum yfir til Repúblikana. Þær mynda um 20 prósent allra kjósenda í kosningunum í ár og telja spek- ingar að þær séu lykilhópur til að fylgjast með hvorum megin pend- úllinn sveif last í öldungadeildinni. Efnahagsáhyggjur skipta þær mestu máli en í könnun WSJ kemur fram að um 74 prósent kvenna telja efnahag landsins vera að versna. Fyrir einungis tveimur mánuðum sögðu 59 prósent kvenna í sömu könnun að efnahagurinn væri á niðurleið. Meirihluti Demókrata hangir á bláþræði Hvítar konur í úthverfum Banda- ríkjanna áttu stóran þátt í sigri Demókrata í fulltrúadeildinni árið 2018 þar sem f lokkurinn sótti um 40 þingsæti. E f hv ít a r konu r y f i r ge f a Demókrata í röðum í ár mun Repúblikana flokkurinn vinna stór- sigur í fulltrúadeildinni. Í von um að snúa þessari þróun við skrifuðu fjórir landsþekktir kosningastjórar úr Demókrata- f lokknum leiðara í frjálslynda tímaritið American Prospect þar sem þeir hvöttu Demókrata á landsvísu til að breyta um stefnu og einblína á efnahagsmálin. Í h a ld s m iði l l i n n Wa sh i ng - ton Examiner gerði létt grín að nýfundnum áhyggjum Demókrata í leiðara blaðsins á fimmtudaginn með því að minna Demókrata á f leyg orð James Carville árið 1992: „It’s the economy, stupid.“ Biden, Trump og Obama Þingkosningar á miðju fyrsta kjör- tímabili nýs forseta eru alltaf ein- kunnaspjald fyrir störf hans en sögulega hefur flokkur sitjandi for- seta tapað þeim kosningum. Andi Joes Biden svífur vissulega yfir vötnum í þessum kosningum en það er ljóst að skuggi Donalds Trump liggur yfir öllu landinu. Forsetinn fyrrverandi hefur farið víða um land á síðustu dögum og stutt dyggilega við frambjóðendur Repúblikana en fjölmargir stuðn- ingsmenn hans gerðu vel í próf- kjörum flokksins. Biden er sögulega óvinsæll um þessar mundir og hefur hann því haldið sig í temmilegri fjarlægð. Demókratar hafa þess í stað leitað til Baracks Obama, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, sem hefur verið tíður gestur á kosningaviðburðum. Fátt segir meira um óvinsældir Bidens en að hann muni eyða kosn- ingakvöldinu sjálfu í Maryland sem er nokkuð öruggt vígi Demókrata. Einungis 42,4 prósent Bandaríkja- manna eru ánægð með störf for- setans um þessar mundir en til samanburðar var stuðningur við Trump um 47 prósent á þessu tíma- bili árið 2018. Þrátt fyrir að allt stefni í að Repúbl ikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni eru nokkur kjör- dæmi sem gætu gefið merki um hversu stór sá sigur yrði. Ef 2. eða 7. kjördæmi Virginíu-ríkis fellur í hlut Repúblikana eru Demókratar í vandræðum. Þetta ætti að verða ljóst snemma kvölds. Hins vegar verða augu allra á öld- ungadeildinni á kosningakvöldinu. Fótboltastjarna með fortíð Ef eitthvert ríki Bandaríkjanna er táknmynd „bláu bylgjunnar“ sem reið yfir landið árið 2020 er það Georgía. Biden vann þar óvænt árið 2020, en ríkið hefur sögulega verið í höndum Repúblikana. Demókratar unnu einnig bæði öldungadeildar- þingsæti ríkisins en annað þeirra vannst í sérstökum kosningum síðasta haust. Sigur Demókrata í þingkosning- unum markaðist að mestu leyti af leti í kjósendum Repúblikana- flokksins sem höfðu ekki fyrir því að mæta á kjörstað. Repúblikanaflokkurinn þurfti því að finna öflugan frambjóðanda Barack Obama, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, á kosn- ingaviðburði í Georgíu ásamt Stacey Abrams (t.v.) sem býður sig fram til ríkisstjóra og Raphael War- nock, þing- frambjóðanda Demókrata. Fréttablaðið/ Getty Hneykslismál hafa sett strik í reikninginn hjá framboði Herschel Walker. Magnús Heimir Jónasson mhj @frettabladid.is  34 Helgin 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttAblAðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.