Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 82

Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 82
Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð ve rð ge tu r b re ys t á n fyr irv ar a. 595 1000 www.heimsferdir.is Tenerife Flug aðra leið til 19.950 Flug aðra leið frá Flugsæti 16. nóvember Heimild: RealClearPolitics, Reuters Myndir: Getty © GRAPHIC NEWS Arizona: Mark Kelly, þingmaður Demókrata okksins, leiðir naumlega gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana okksins. Georgía: Þingmaðurinn Raphael Warnock berst við NFL- stjörnuna Herschel Walker um að halda þingsæti sínu. Nevada: Fyrrverandi dómsmálaráðherra ríkisins sækir hart að sitjandi þingmanni demókrata Catherine Cortez Masto. Ohio: Demókratinn Tim Ryan heldur naumri forystu gegn JD Vance í baráttunni um laust þingsæti sem áður var í höndum repúblikana. Pennsylvanía: Stjörnulæknirinn Mehmet Oz og vararíkisstjóri Pennsylvaníu, John Fetterman, eru í hörðum slag um laust þingsæti. Wisconsin: Vararíkisstjóri Wisconsin, Mandela Barnes, leitast e™ir að fella sitjandi þingmann repúblikana, Ron Johnson. Lykilríki í baráttunni um öldungadeildina Repúblikanar þurfa aðeins að vinna eitt þingsæti til að ná meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings Kosið er um 35 þingsæti í ár. Alls eru 14 sæti demókrata laus og 21 þingsæti repúblikana. Demókratar Repúblikanar Örugg Líklegt Hallast að Jafnar líkur Hallast að Líklegt Örugg Líklegar niðurstöður AK AR LA AZ CO IL WI NC PA NY KYKS SC GA OH OK* AL ID UT NV OR CA WA SD ND IA IN MO FL CT NH MD VT HI fyrir komandi þingkosningar. Slíkur frambjóðandi fannst í Herschel Walker sem er nokkurs konar þjóðhetja í Georgíu vegna ferils síns í ameríska háskólafótbolt­ anum en hann spilaði fyrir Háskól­ ann í Georgíu. Walker tilkynnti framboð sitt í ágúst 2020 undir formerkjum þess að vera bara „lítill strákur frá litlum bæ í Georgíu sem hefur fengið að upplifa ameríska drauminn“. Repúblikanar flykktust að honum vegna frægðar hans en flokkurinn hefði betur varið örlitlum tíma í að skoða fortíð hans. Snemma í framboðinu kom í ljós að Walker beitti fyrrverandi eigin­ konu sína, Cindy Grossman, miklu ofbeldi og beindi meðal annars skot­ vopn að gagnauga hennar og hótaði að myrða hana. Þrátt fyrir að tala opinberlega gegn þungunarrofi hefur hann verið sak­ aður um að borga fyrir þungunar­ rofsaðgerðir hjá tveimur fyrrverandi ástkonum sínum. Walker nýtti síðan sviðsljósið til að tala um mikilvægi kjarnafjöl­ skyldunnar og sagði svarta feður þurfa að stíga upp í föðurhlutverk­ inu. Það féll hratt um sjálft sig er í ljós kom að hann á þrjú börn sem hann neitar að gangast við, tvo syni og eina dóttur. Móðir annars drengsins þurfti að fara í dómsmál til að fá viður­ kenningu á faðerninu og meðlags­ greiðslur. Slík hneykslismál væru endalok flestra framboða en frægð Walkers heldur honum á f loti. Þar skiptir stuðningur Donalds Trump einnig miklu máli en Walker og Trump eru vinir til margra ára og stendur sá síðarnefndi fast við bakið á sínum manni. Walker sækir að Raphael Warnock, sitjandi öldungadeildarþingmanni ríkisins, eftir að hafa unnið óvæntan sigur í sérstakri kosningu í fyrra. Warnock reynir sitt besta til að halda fjarlægð frá Biden, sem er ekkert sérlega vinsæll í ríkinu. Hann minnir kjósendur reglulega á að hann vinni jafnt með Demó­ krötum og Repúblikönum og nefnir ítrekað að hann og Ted Cruz, þing­ maður Repúblikana, hafi tryggt fjár­ magn í nýja hraðbraut milli Texas og Georgíu. Þá er vert að taka fram að Chase Oliver, frambjóðandi frjálshyggju­ flokksins í Georgíu, er að mælast með 3 prósenta fylgi. Frambjóð­ endur þurfa að ná 50 prósenta meirihluta til að sigra í ríkinu og eru því allar líkur á að þörf verði á sérstakri kosningu milli Warnocks og Walkers. Slík kosning færi fram 6. desember. Afneitunarsinnar í Arizona Geimfarinn fyrrverandi og þing­ maðurinn Mark Kelly sækist eftir endurkjöri í Arizona en ríkið hefur óvænt orðið sveif luríki á síðustu árum. Í pólitík er Kelly þekktastur fyrir að vera eiginmaður Gabrielle Giffords sem var skotin í höfuðið árið 2011 er hún var sitjandi þing­ maður. Giffords lifði af en þurfti að segja af sér þingmennsku og hefur Kelly talað opinberlega (og kosið) gegn vopnaburði almennings . Áhættufjárfestirinn Blake Mast­ ers sækist eftir þingsæti Kellys en Masters er sagður vera lærisveinn auðjöfursins Peters Thiel, sem var einn af fyrstu fjárfestum Facebook. Thiel hefur árum saman styrkt f rambjóðendu r Repúblikana­ f lokksins með fjárframlögum en hann blandar sér meira í baráttuna í ár. Thiel er þekktur fyrir vægast sagt sérstakar skoðanir og fylgir Mast­ ers honum fast á eftir. Sem dæmi er hann sannfærður um að tækniris­ arnir í Kaliforníu og alríkislögregla Bandaríkjanna hafi lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að stela kosning­ unum af Trump árið 2020. Masters fylgir þar eftir fjölmörgum Repúbli­ könum sem sækjast eftir embætti í Arizona og neita að viðurkenna kosningaúrslit ársins 2020. Stjörnulæknir og heilablóðfall Ef Demókratar tapa þingsæti eiga þeir möguleika á að sækja sæti í Pennsylvaníu. Demókratinn John Fetterman, aðstoðarríkisstjóri, er þar harðri baráttu við sjónvarps­ lækninn Mehmet Oz, betur þekktan sem Dr. Oz. Fetterman er eins frjálslyndur og þeir verða og styður rétt kvenna til þungunarrofs og lögleiðingu kanna­ bis. Hann fékk hins vegar heilablóð­ fall fyrir nokkrum mánuðum og er enn að glíma við eftirköst þess. Kjósendur sáu skýrt að hann væri ekki alveg heill heilsu í sjónvarps­ kappræðum við Dr. Oz í vikunni. Það er erfitt að lýsa Dr. Oz öðru­ vísi en sem snákaolíusölumanni en hann viðurkenndi opinberlega á opnum nefndarfundi í þinginu fyrir átta árum að nær allar „töfra­ vörurnar“ sem hann auglýsti í þætti sínum væru alls ekki að skila lof­ uðum árangri. Málefnalega hefur hann hengt sig á Donald Trump. Fetterman leiðir, með 49 prósent­ um á móti 44, samkvæmt nýjustu könnun The New York Times en tveir þriðju svarenda svöruðu áður en Fetterman mætti, ólíkur sjálfum sér, í sjónvarpskappræðurnar. Allra augu og allt fé f lokkanna verður í Pennsylvanínu um helgina en í dag mæta bæði Joe Biden og Barack Obama til að styðja við bakið á Fet­ terman. Á sama tíma verður Trump á kosningaviðburði fyrir Dr. Oz. Handvalinn eftirmaður í hættu Síðasta ríkið sem vert er að fylgjast með er Nevada en það er einungis vegna þess að vonarstjarna Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demó­ krataflokksins í öldungadeildinni, berst þar fyrir pólitísku lífi sínu. Fáir, ef einhverjir, höfðu jafnmikil tök á heimaríki sínu og Reid hafði á árum áður. Þegar kom að próf kjöri Demó­ krataflokksins í Nevada árið 2016 neitaði Reid að styðja Hillary Clinton eða Bernie Sanders opin­ berlega, í von um að átökin þeirra á milli myndu leiða til mikillar nýskráningar í f lokkinn. Reid gerði þetta í von um f leiri f lokksmenn myndu skila Cath­ erine Cortez Masto á þing og gekk það upp. Cortez Masto varð fyrsta og eina þingkonan í sögu Banda­ ríkjanna af rómönskum uppruna. Demókrataf lokkurinn hefur hins vegar sundrast í ríkinu eftir brotthvarf Reids og hafa vinstri­ sinnaðri öfl f lokksins togað f lokks­ menn í ýmsar áttir. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Nevada, Adam Laxalt, sækir nú hart að Masto og hafa báðir f lokkar f leygt peningum í kosningabarátt­ una. Laxalt er barnabarn fyrr­ verandi ríkisstjóra Nevada, Paul Laxalt, sem var góðvinur Ronalds Reagan fyrrverandi Bandaríkjafor­ seta. Laxalt yngri er þó afar ólíkur afa sínum þegar kemur að mál­ efnum og hefur hengt sig á stefnu Trumps. Hann neitar að viður­ kenna kosningaúrslitin 2020 og talar reglulega gegn frjálslyndum hugsjónum og „woke­isma“. Sam­ kvæmt könnunum hefur Laxalt örlítið forskot á Masto og gæti því áratugalöng vinna Reids í Nevada orðið að engu, en slíkt skýrist ekki fyrr en á þriðjudaginn. n Donad Trump, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, á kosningavið- burði með sjón- varpslækninum Mehmet Oz, betur þekktum sem Dr. Oz. Fetterman leiðir með 49% á móti 44% sam- kvæmt nýjustu könnun The New York Times.  36 Helgin 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.