Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 84

Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 84
Margir af helstu frum- kvöðlum heims eru með ADHD. Það þarf að vera fram- úrstefnu- legur í hugsun til að brydda upp á nýjungum. Þingkonan Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir er ein af fjöl- mörgum Íslendingum sem hafa greinst með ADHD. Hún segir að mikilvægt sé að tala ekki niður til þeirra sem glíma við ADHD. Þegar fólk heyrir mig tala um að ég sé með ADHD er fólk alltaf að tala um að það sjáist ekki á mér. Ef þú þekkir mig vel þá sérðu það,“ segir Hafdís Hrönn Hafsteins- dóttir, þingkona Framsóknar, létt í lund. Hún tók til máls á sérstakri ADHD-ráðstefnu sem var haldin á dögunum. Athyglisbrestur og ofvirkni, kallað ADHD í daglegu tali, er taugaþroskaröskun sem getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf. „Maður er búinn að læra inn á hvernig það má nýta þetta til góðs, og hvenær maður á að þekkja eigin mörk. Maður lærir hvernig það má stýra þessum styrkleikum til að nýt- ast manni,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé langtímaverkefni. „Þetta er langhlaup. Ég á það enn þá til að brjóta mig niður fyrir að vera ekki nógu góð í tímastjórnun.“ Flutti úr landi með dags fyrirvara Hafdís, sem fékk greiningu rétt eftir tvítugt, er fædd á Ísafirði en fluttist ung til Reykjavíkur. „Ég fékk greininguna 21 árs. Fram að því hafði ég átt erfitt með að festa hlutina og var svolítið sveimhuga. Skýrasta dæmið um það er þegar ég ákvað að f lytja til Noregs með sólarhrings fyrirvara. Mamma bjó úti og ég fékk þá hugdettu að það væri ótrúlega sniðugt að prófa að búa erlendis. Ég pakkaði í töskur og flutti degi síðar,“ segir Hafdís og bætir við að það hafi verið hárrétt ákvörðun á þeim tímapunkti. „Ég sé ekki eftir þessari ákvörð- un. Það er oft sem maður hugsar til baka: Ég hefði mátt hugsa þetta betur, en þetta er ekki ein af þeim. “ Hafdís kannast við stefið að ADHD hafi sett í strik í reikninginn í skólagöngu. „Þetta hafði mikil áhrif á skóla- ferilinn. Það komu tímar sem það tók á að reyna að halda sér við efnið, en um leið var maður góður í öðru. Tungumálakunnátta er eitthvað sem ég var fljót að tileinka mér, en hlutir sem kröfðust yfirlegu voru erfiðari.“ Úr lögfræði á þing Eftir að hafa fengið greiningu náði Hafdís betri tökum á skólaferlinum og var komin með meistaragráðu í lögfræði nokkrum árum síðar. „Ég fór strax á lyf sem tók eðli- lega smá tíma að stilla af og fann mikinn mun. Ég reyndi að sækja mér fræðslu samhliða um hvernig væri hægt að vinna með þetta og ná betri tökum og náði að samtvinna þetta,“ segir hún og minnist þess að í miðju háskólanámi hafi hún hætt á lyfjum þegar hún var barnshafandi og ekki misst úr slag. „Þetta var mikil keyrsla, og til við- bótar eignaðist ég barn á öðru ári í laganáminu. Þegar ég lít til baka þá skil ég ekki hvernig þetta hafðist allt saman. Þegar ég var ólétt fann ég að ég þurfti ekki á lyfjunum að halda því líkaminn var að framleiða hormónana sem heilann vantaði og námið gekk betur en nokkru sinni fyrr. Líkaminn sýndi þar hvers hann er megnugur.“ Talið berst að starfi Hafdísar. Þingfundir geta verið tímafrekir en ADHD getur verið styrkleiki Kristinn Páll Teitsson kristinnpall @frettabladid.is hún segist vera meðvituð um leiðir til að takast á við það. „Það eru alveg enn þá hlutir þarna, hvatvísi og ég verð utan við mig. Ég get átt erfitt með að sitja kyrr á löngum fundum, en maður lærir um leið inn á það og man að standa upp og hreyfa sig. Það virkar betur fyrir mig að einbeita mér þegar ég er á hreyfingu. Á löngum fundum á maður það til að fara að fikta í einhverju,“ segir hún kímin. „Þegar maður er í vinnu sem krefst einbeitingar getur heilinn haft ákveðin takmörk. Það er oft talað um að taka 50 mínútur af vinnu og tíu mínútur í hlé. Þá búir þú til aðstæður þar sem framleiðnin sé í hámarki.“ Ekki rétt að kalla þetta veikleika Á ráðstefnunni voru kynntar niður- stöður þar sem fjallað var um að ungar stúlkur ættu það til að vera greindar með kvíða frekar en ADHD. Strákar væru mun oftar greindir en hlutfallið ætti að vera jafnt. „Ég fann alltaf fyrir ákveðnum frammistöðukvíða. Það er hræðsla um að missa af einhverju eða bregðast einhverjum. Í mínu tilfelli er tímastjórnun afskaplega kvíða- valdandi, en á sama tíma getur þetta verið ofurkraftur ef þú nærð að beisla þetta og nýta í lífinu sem þinn helsta kost. Þá ertu með eitt- hvað í höndunum sem getur auðgað samfélagið. Margir af helstu frum- kvöðlum heims eru með ADHD. Það þarf að vera framúrstefnu- legur í hugsun til að brydda upp á nýjungum,“ segir Hafdís og heldur áfram: „Umræðan í samfélaginu er enn á þann hátt að fólk vill lítið ræða þetta og telur að þetta sé jafnvel veikleiki, sem það er alls ekki. Það eru fáir einstaklingar jafn útsjónar- samir og frjóir í hugsun og þeir sem eru að eiga við þessa áskoranir dag- lega. Þá þarf að leita annarra leiða til að láta hlutina ganga upp og skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Þess vegna er svo mikilvægt að horfa ekki á þetta frá neikvæðu sjónarhorni og taka fordómana úr þessu. Það er algengt grín að segja: Ertu með ADHD? Og hlæja. Ég hef gert þetta sjálf, en það er líka frá- bært stundum að svara játandi þegar spurningin kemur.“ Málefni sem stendur nærri Á ráðstefnunni var talað um dulinn kostnað þess að það séu fjölmargir í samfélaginu sem eigi eftir að fá greiningu. Áætlað var að um 30–60 þúsund einstaklingar séu með ADHD á Íslandi og að það væri erfitt að ná að sinna öllum. Hafdís sem hefur um árabil tekið þátt í stjórnmálum á ýmsan máta tók sæti á þingi í fyrsta sinn á síð- asta ári. Þar hefur hún ákveðinn grunn í að vinna í tengslum við málefnið sem hefur aukið vægi fyrir hana. „Þetta málefni stendur nálægt manni. Ég kalla þetta ofurkrafta og segi að ef þú beinir þessu í rétta átt og lærir að þekkja inn á þig þá ertu með eitthvað í höndunum sem eng- inn getur fest fingur á hvað er hægt að gera með,“ segir hún og talar um mikilvægi þess að nálgast málefnið rétt í tilfellum barna. „Það er alltaf talað um að mæta krökkunum okkar þar sem styrk- leikarnir þeirra og áhugasvið liggur til að reyna að nýta styrkleika þeirra til fulls. Það er kostnaður sem fylgir því, en það mun borga sig margfalt þegar búið að veita þeim aðstoð og mynda sterkari ein- staklinga,“ segir þingkonan, spurð um aðgerðir stjórnvalda í þessum málum. „Bannað að eyðileggja, bók Gunn- ars Helgasonar sem tekur sögur af ADHD og setur í barnabók. Hún er of boðslega mikilvæg fyrir krakka sem eru að eiga við ADHD til að geta speglað þessar upplifanir. Það er mjög mikilvægt fyrir krakkana að heyra jákvæðar sögur.“ n Hafdís var í þriðja sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurkjördæmi og er á sínu fyrsta kjör- tímabili sem þingmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI 38 Helgin 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.