Fréttablaðið - 05.11.2022, Side 86

Fréttablaðið - 05.11.2022, Side 86
Það var eins og fjallið væri að öskra á mig að fara niður. Ég er þakklát fyrir að ég er enn hér því ég er alveg viss um að ef ég hefði farið með þeim þá væri ég ekki hér. Ég vildi ekki eyðileggja fyrir þeim en á sama tíma þekkti ég fjallið og aðstæðurnar og vissi að þeir gætu aldrei lifað af allan þennan tíma þarna uppi. Tamara er reynd fjallgöngukona, en hún hefur varið stórum hluta af lífi sínu á fjalli. Á myndinni frá vinstri eru Alex Gavan, Tamara, Ali og svo John. Á myndinni eru Sergi, Juan Pablo, Alex Gavan og Tamara. MYNDIR/AÐSENDAR Tamara Lunger kleif K2 2014 og ætlaði sér að reyna það aftur 2021. Ferðalagið upp var það erfiðasta sem hún hefur upplifað en á leið sinni hitti hún þá John Snorra, Juan Pablo Morh og Ali Sadpara sem allir fórust í þessari ferð. Tamara Lunger er ítölsk fjallaskíðakona og hefur varið stórum hluta lífs síns á fjalli. Hún er önnur ítalska konan sem hefur náð að klífa Himalajafjallið K2 og gerði það árið 2014. Það gerði hún án þess að nota aukasúrefni og án þess að vera með burðarmann. Tamara var á K2 í janúar í fyrra þegar John Snorri og f leiri reyndu að klífa fjallið að vetrarlagi. Ferða- lag þeirra endaði ekki vel en John Snorri og tveir ferðafélagar hans fórust á fjallinu. Talið er að þeir hafi náð að klífa á toppinn en hafi farist á leið niður. Tamara var með þeim John og félögum í för en ákvað á síðustu stundu að snúa aftur heim. Bæði vegna líkamlegs ástand en einnig vegna einhvers konar hug- boðs sem sagði henni að leggja ekki í ferðalagið. Tamara kemur til Íslands á mánu- dag og mun með Vilborgu Örnu Gissurardóttur halda fyrirlestur um ferðalagið á K2 og líf sitt á fjöllum. „Ég hef fundið til tengsla við Ísland en hef aldrei hitt fjölskyldu Johns og aldrei talað við þau. Þessi lífsreynsla var það erfiðasta sem ég hef upplifað, bæði á meðan á því stóð og eftir að ég kom heim,“ segir Tamara, og að hún hafi því tekið því vel þegar Vilborg bað hana að koma til landsins til að halda fyrirlestur og til að hitta fjölskyldu Johns. Missti ferðafélagann Tamara segir að þessi ferð á K2 hafi verið það erfiðasta sem hún hafi upplifað. Hún hafði áður klifið fjallið 2014 og ætlaði sér að reyna það þarna aftur, að vetrarlagi, án súrefnis, eins og hún gerði í fyrra skiptið. Hún var á fjallinu með félaga sínum Alex Gavan, en hitti og talaði við þá John Snorra, Juan Pablo Mohr og Ali Sadp- ara reglulega. „Ég kynntist JP 2012 og átti við hann gott samband. Við vorum vinir. Svo við töluðum reglulega saman á meðan við vorum þarna,“ segir Tamara, en á leiðinni upp hætti Alex hennar við og ákvað að fara heim. Hún stóð því ein eftir og eftir umhugsun ákvað hún að halda áfram. „Ég var komin þangað og ákvað að vera. Til að ná sáttum við fjallið,“ segir Tamara, og að þá hafi hún sleg- ist í hóp með Juan Pablo, Ali og John. Þetta var í byrjun febrúar og var veðurspáin orðin slæm. Þau ákváðu að bíða hana af sér og halda svo upp á topp þegar vind væri farið að lægja. „Ég hafði verið í vandræðum með magann á mér og leið ekki vel. Ég vildi auðvitað gera mitt besta en innsæi mitt var að segja mér að skoða málið betur. Ég hélt því áfram og tók stöðuna á líkama mínum og græjum á hverjum degi en ákvað á endanum að fara ekki upp.“ Væri ekki hér hefði hún farið alla leið upp Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Hugsar aðeins um að lifa af Hún segir að fólk kannski geri sér ekki grein fyrir því hvernig er að vera stödd í svona aðstæðum. Það er svo mikill kuldi og það eina sem fólk er að hugsa um er að komast lífs af. „Þú ferð að haga þér eins og dýr. Þú hættir að tala við aðra. Þegar þú er komin svona hátt upp þá ertu bara þarna fyrir þig og ferð inn í einhverja aðra vídd. Þú þarft að vera viss um að þú drekkir nóg, borðir nóg, að fötin séu ekki blaut og að þér sé hlýtt,“ segir Tamara og að þegar hún hafi verið búin að taka ákvörðun um að fara niður hafi fjór- mennningarnir, sem þá voru John, Juan Pablo, Ali Sadpara og sonur hans Sajid, verið lagðir af stað upp. „Sajid kom svo aftur niður því hann var í vandræðum með súrefn- isgrímuna sína,“ segir Tamara og að hún hafi heyrt að hann hafi síðast séð þremenningana við flöskuháls- inn á leið upp. Eftir þetta versnaði veðrið en hún segir að hana hafi í raun aldrei órað fyrir því að þeir væru í vandræðum. Hún sendi Juan Pablo skilaboð og sagði honum að hún myndi hitta hann neðar í fjallinu og þegar hún fékk ekki svar skrifaði hún það á staðsetningu hans og ástandið í fjallinu. „Ég vissi hversu erfitt er að klífa þetta að sumri og gat alveg ímyndað mér hversu erfitt það væri að vetri,“ segir Tamara og að hún hafi því ákveðið að hefja gönguna niður. Það væri varla hægt að bíða lengur því að veðrið væri orðið svo slæmt. Gekk niður í myrkri „Það var eins og fjallið væri að öskra á mig að fara niður,“ segir hún og að ferðin niður hafi verið hræðileg. Bæði var veðrið mjög slæmt en svo ofan á það týndi hún og eyðilagði höfuðljósin sín og gekk því niður án þess. „Ég hitti írskan fjallgöngu- mann sem var með eitt höfuðljós en það var svo veikt að það var eins og kerti,“ segir hún og að þau hafi týnst á leiðinni niður en náðu að lokum í grunnbúðirnar. „Strax við komu þangað byrjaði fólk að spyrja hvort ég vissi eitthvað um mennina þrjá. Ég sagðist ekkert vita því ég var ekki með talstöð og að JP hefði ekki enn svarað mér,“ segir hún. Hún heyrði svo að Sajid hefði verið á niðurleið og ákvað að bíða eftir honum í grunnbúðunum. „Hann spurði mig strax: „Er nokk- ur möguleiki enn?“,“ segir Tamara og heldur áfram: „Ég var þarna með syni eins mannsins sem var týndur. Þetta mölbraut í mér hjartað en ég vildi ekki gefast upp og svaraði því að mögulega ættu þeir ekki batterí og gætu ekki átt samskipti við neinn. Það gæti allt gerst,“ segir Tamara og að þegar hún hafi farið að sofa hafi hún enn haft örlitla von um að þeir myndu finnast á lífi. Fjölskyldur og herinn við leit „Á þessum tímapunkti var þetta allt orðið að hálfgerðu brjálæði. Allur heimurinn vissi þá að það væri eitt- hvað að og fylgdist með,“ segir Tam- ara og að þrátt fyrir að hafa von þá hafi hún á endanum gert sér grein fyrir því að þeir myndu ekki koma niður lifandi. „Ég bara grét og grét en á sama tíma svaraði ég símtölum frá fjöl- skyldu JP og frá hernum sem voru að leita. Ég vildi ekki eyðileggja fyrir þeim en á sama tíma þekkti ég fjall- ið og aðstæðurnar og vissi að þeir gætu aldrei lifað af allan þennan tíma þarna uppi.“ Tamara fór að lokum aftur heim til Ítalíu 8. mars og segir að þetta hafi haft mikil áhrif á hana. „Ég vildi ekki sjá fjöll eða fara upp þau. Ég vildi ekki þjást meira og vildi ekki upp- lifa kulda. Líkaminn minn brást við með því að kalla á mat og ég þyngd- ist um tíu kíló eftir að ég kom heim. Ég vildi bara að mér liði vel.“ Hún segir að þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt þá sé hún þakklát í dag fyrir að hafa hitt þá þarna uppi og náð að verja tíma með þeim síð- ustu vikuna sem þeir voru á lífi. „Ég er þakklát fyrir að ég er enn hér því ég er alveg viss um að ef ég hefði farið með þeim þá væri ég ekki hér.“ n 40 Helgin 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.