Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 98

Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 98
Fyrir mér snýst myndlistin dálítið bara um það að hafa augun opin fyrir umhverf­ inu og inspírer­ andi efni­ viði. Auður Lóa Guðna­ dóttir er myndlistar­ maður sem leikur sér á landamærum hins hlutlæga og huglæga. tsh@frettabladid.is Myndlistarmaðurinn Auður Lóa Guðnadóttir opnar einkasýninguna Be Mine í gallerí Þulu í dag klukkan 16.00. Sýningin stendur frá 5. til 26. nóvember. Auður Lóa Guðnadóttir (f. 1993) er myndlistarmaður, sem leikur sér á landamærum hins hlutlæga og hug- læga, skúlptúrs og teikningar, listar og veruleika. Hún vinnur markvisst með hversdagsfyrirbæri, fígúratíft, og myndmál sem hún sækir í forna jafnt og nýliðna sögu. Auður Lóa útskrifaðist af mynd- listadeild Listaháskóla Íslands 2015. Síðan þá hefur hún starfað sjálfstætt og í samstarfi við aðra listamenn, og tekið þátt í sýningum eins og Leik- fimi í Safnasafninu, Djúpþrýstingi í Nýlistasafninu og Allt á sama tíma í Hafnarborg. Auður Lóa hlaut hvatningar- verðlaun Myndlistarráðs 2018 fyrir sýninguna Díana, að eilífu. Vorið 2021 opnaði hún sína fyrstu stóru einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur en hún bar titilinn Já / Nei og 2022 var einkasýning hennar í Listasafni Akureyrar opnuð undir yfirskriftinni Forvera. n Auður Lóa sýnir í Gallerí Þulu Auður Lóa útskrifaðist frá Lista­ háskóla Íslands 2015 og hefur verið virk í sýningahaldi undanfarin ár. MYND/AÐSEND Guðjón Ketilsson sýnir verk frá löngum og fjölbreyttum ferli sínum á yfirlitssýning- unni Jæja á Kjarvalsstöðum. Hann segist leita innblásturs fyrir verk sín í nærumhverfi. Um þessar mundir stendur yfir yfir- litssýning á verkum myndlistar- mannsins Guðjóns Ketilssonar í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvals- stöðum. Sýningin ber heitið Jæja og samanstendur af fjölbreyttum verkum sem spanna rúmlega fjöru- tíu ára feril Guðjóns. Guðjón sækir gjarnan innblástur og efnivið fyrir listaverk úr nærum- hverfi sínu en hann hefur verið búsettur í Norðurmýrinni nálægt Kjarvalsstöðum árum saman. „Fyrir mér snýst myndlistin dálít- ið bara um það að hafa augun opin fyrir umhverfinu og inspírerandi efniviði. Sem dæmi má nefna að ég hef notað húsgögn mikið og hluti sem ég finn bara á götunni sem ein- hverjar smásögur,“ segir hann. Tilbúin verkfæri Skúlptúrar spila stór hlutverk á sýningunni Jæja en á einum vegg sýningarsalarins á Kjarvalsstöðum hangir fjöldi verkfæra sem Guðjón hefur smíðað eftir sínu nefi. „Þetta er minn tilbúningur. Ég gerði mikið af svona litlum skúlp- túrum einhvern tíma fyrir aldamót. Ég hef alltaf haft áhuga á byggða- söfnum, skoðað gömul amboð og eitthvað svona sem ég hef kannski ekki hugmynd um hvaðan koma og get litið á sem óhlutbundna skúlp- túra,“ segir hann. Verkfærin hafa ekkert eiginlegt notagildi en að sögn Guðjóns geta áhorfendur ákveðið hver fyrir sig hvaða hlutverki verkfærin gegna. „Ég fór að gera þessi litlu verk sem hafa þann blæ yfir sér að vera marg- nota verkfæri og ýta í raun og veru undir ímyndunarafl áhorfandans, þannig að áhorfandinn geti í raun leyft verkfærinu að kenna sér á sig.“ Jæja áhugavert orð Í sama rými og verkfærin má sjá stóra stimpilrúllu sem prentar orðið Jæja aftur og aftur á sandrönd sem Guðjón hefur komið fyrir upp við vegg. „Maður getur ýmist notað það í sand eða snjó. Getur gengið með það ströndina og skilið eftir spurn- ingarmerki hjá vegfarendum,“ segir Guðjón. Stundum er talað um orðið Jæja sem ákveðinn þjóðarspegil Íslend- inga, því hægt er að grípa til þess við nánast öll tækifæri og breyta merkingu þess eftir því hvenær og hvernig það er sagt. „Þetta er áhugavert orð einfald- lega af því að þú getur sett það í sam- hengi við hvað sem er í daglegu tali. Það þýðir í raun og veru allt mögu- legt og um leið kannski ekki neitt. Á þann hátt passar það vel sem titill sýningarinnar,“ segir Guðjón. Staðgenglar mannslíkamans Hvernig fer maður að því að velja verk inn á svo stóra sýningu sem nær yfir svo breitt tímabil? „Ég hef nú verið svo heppinn að vera með mjög góðan sýningar- stjóra, Markús Þór Andrésson, og það er mjög gott að fá annað sjónarhorn á verkin og ferilinn, af því þetta er langur ferill, rúmlega fjörutíu ár, og ég hefði alveg getað fyllt báða salina hérna og meira til. En það þarf að velja og það er bara verkefni að stilla upp sýningunni þannig að verkin vinni vel saman.“ Einn þráður sem gengur í gegnum sýninguna er mannslíkaminn og framlenging hans í gegnum fatnað og verkfæri. Þar má til dæmis sjá hárnákvæmar teikningar Guðjóns af líkamspörtum og skúlptúra af fatnaði og skóm. „Mannslíkaminn er nálægur en ekki til staðar. Þetta eru í raun og veru allt staðgenglar fyrir manns- Hefur augun opin fyrir umhverfinu Guðjón Ketils­ son segir sýn­ inguna veita sér annað sjónar­ horn á verkin og ferilinn og kveðst hæglega hafa getað fyllt báða salina á Kjarvalsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Á sýningunni Jæja má meðal annars sjá ýmis tilbúin verkfæri sem Guðjón segir hafa ekkert eiginlegt notagildi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is líkamann. Við vorum að tala um verkfærin og verkfæri eru náttúrlega bara framlenging af líkamanum. Klæðin koma aftur og aftur við sögu og það er nú eitt af því sem er svo- lítið skemmtilegt þegar maður setur upp sýningu með gömlum verkum og nýjum að maður sér að sömu itemin koma upp aftur og aftur.“ Trúarlegar tilvísanir Þrátt fyrir að f lest viðfangsefnin í verkum Guðjóns séu veraldleg má finna trúarlegar vísanir í verkum hans, til dæmis skúlptúra sem eru byggðir á klæðaburði Maríu meyjar og Jesú Krists. „Ég lít á þetta sem hluta af mynd- listarsögunni og listasögunni. Ég er ekki þar með að afneita því að þetta eru vísanir í trúarleg verk, þetta eru brot úr frægum trúarlegum mál- verkum. Hér til dæmis er æviskeið Maríu guðsmóður úr ýmsum mál- verkum, barokk og endurreisnar- tímans. Maríumyndir eru jú eitt algengasta viðfangsefni listasög- unnar,“ segir Guðjón. Sýningin Jæja er hluti af sýninga- röð Listasafns Reykjavíkur á Kjar- valsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Spurður um hvernig tilfinningin sé að sjá verk sín í þessu samhengi segir Guðjón það fyrst og fremst vera skemmtilegt. „Frá því þetta byrjaði sem hug- mynd fyrir um það bil ári síðan, þá er þetta búið að vera mjög skemmti- legt ferli. Mig langar bara að hrósa Listasafni Reykjavíkur fyrir fag- mannlega og f lotta vinnu,“ segir hann. n 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. 52 Menning 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 5. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.