Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 102
Bæjarlind 4 / Sími: 510 7900 / www.fastlind.is
FRUMSÝNING
Laugardaginn
5. nóvember kl. 13 - 16
ALLAR UPPLÝSINGAR VEITA
NÝTT!
NÝ STIGAHÚS Á SKRÁ
201 KÓPAVOGUR
SILFURSMÁRI 4 - 6
Hrafn
Löggiltur fasteignasali
845 9888
hrafn@fastlind.is
Lára
Löggiltur fasteignasali
899 3355
lara@fastlind.is
Erla
Löggiltur fasteignasali
692 0149
erla@fastlind.is
Diðrik
Löggiltur fasteignasali
647 8052
diddi@fastlind.is
Kristján
Löggiltur fasteignasali
696 1122
kristjan@fastlind.is
Fullbúnar íbúðir með parketi
Innbyggður ísskápur og uppþvottavél
Vandaðar innréttingar frá AXIS
Gólfhiti á baðherbergjum
Lokuð bílageymsla
Margar íbúðir með gestasalernum
Nokkrar íbúðir með svalalokun
Hleðslustöðvar á völdum útistæðum lóðar
Úrval íbúða á 6 - 7 hæð með þaksvölum
Verð frá 51,9m
864
Lag Elísabetar Ormslev,
Heart Beats, heyrist í nýjustu
seríunni af Love is Blind sem
sýnd er á Netflix. Hún segist
í skýjunum og að um stórt
tækifæri sé að ræða. Elísabet
stefnir á að gefa út nýja plötu
á næsta ári.
birnadrofn@frettabladid.is
„Þetta er ótrúlega mikil hvatning og
ég er í skýjunum með þetta,“ segir
Elísabet Ormslev tónlistarkona,
en lag hennar Heart Beats heyrist
í nýjustu þáttaröðinni af Love is
Blind sem sýnd er á Netflix.
„Þetta lag fékk ekkert neinn sturl-
aðan meðbyr þegar það kom út, var
ekki á neinum vinsældalistum eða
neitt en allt í einu kom þessi beiðni
að utan og það er bara geggjað,“
segir Elísabet.
Love is Blind er raunveruleika-
stefnumótaþáttur þar sem fimm-
tán konur og fimmtán karlar fara
á blind stefnumót í tíu daga. Þau
tala saman en sjá ekki hvert annað.
Markmiðið með stefnumótunum er
að þátttakendur verði ástfangnir og
giftist. Ef borið er upp bónorð þá fá
þau að hittast.
Þættirnir hafa notið mikilla vin-
sælda víðs vegar um heim og eru
meðal vinsælustu þátta Netf lix.
Ein og hálf milljón manna horfði
á fyrstu fimm þætti fyrstu seríu
í vikunni sem hún kom út og 1,3
milljónir horfðu á næstu fjóra þætti.
Í gær hafði verið horft 1,9 millj-
ón sinnum á þátt um endurfundi
keppenda í fyrstu seríu á YouTube
og í apríl 2020 greindi Netflix frá
Hjartsláttur Elísabetar í
Love is Blind
Elísabet vinnur nú að nýrri plötu sem stefnt er á að komi út á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
því að horft hefði verið á þættina á
30 milljónum heimila.
Ljóst er því að fjöldi fólks mun
heyra lag Elísabetar í Love is Blind.
Hún segir að um stórt og mikið
tækifæri sé að ræða. „Maður veit
auðvitað ekkert hvað gerist en þetta
opnar kannski á þann möguleika
að koma tónlistinni í frekara sjón-
varpsefni,“ segir hún.
„Í þessum þáttum og öðrum
svipuðum þáttum er svo mikið af
tónlist, það er alltaf eitthvert lag að
rúlla og þetta er stærsti þátturinn á
Netflix svo þetta er bara frábært,“
bætir hún við.
Spurð að því hvað sé fram undan
segist Elísabet vera að vinna að
nýrri plötu. „Þetta er efni sem ég er
að semja sjálf og allt er á íslensku,“
segir hún. „Ég er búin að semja fullt
og er að taka upp, stefni á að gefa út
plötu á næsta ári.“ n
ninarichter@frettabladid.is
Jana Maren Óskarsdóttir er annar
eigandi verslunarinnar Hringekj-
unnar, þar sem viðskiptavinir geta
selt notuð föt í fallegu umhverfi.
Auk þess að bjóða upp á sölubása
fyrir viðskiptavini er Hringekjan
einnig með verkefnið Hring eftir
hring, þar sem listafólk glæðir eldri
föt nýju lífi.
„Í gær settum við í loftið verk-
efni með Jóni Sæmundi,“ segir
Jana Maren. Hún segir að textíll-
inn sem notaður er í verkefnið sé
það sem til fellur afgangs. „Það eru
ósóttar vörur og alls konar, sem við
erum að reyna að nýta eins og við
getum, áður en við förum með það í
hjálparstarf. Seinasta árið erum við
búin að safna níu jökkum og Jón
Sæmundur hefur tekið þá að sér og
málað myndir aftan á jakkana.“
Í gær fóru fyrstu jakkarnir frá Jóni
Sæmundi í sölu. „Á næstu dögum og
vikum detta inn fleiri jakkar,“ segir
Jana. Hugmyndin kom til er Jana var
stödd á sýningu hjá Jóni Sæmundi
og sá jakka, og spurði hann í fram-
haldinu út í mögulegt samstarf.
„Við sjáum fyrir okkur mis-
munandi samstarf með listafólki
þar sem hver og einn nýtir textíl
sem til fellur hvert sinn. Líka til að
búa til „wearable art“, sem er ein-
stakur hlutur og list og gefur f lík-
inni nýjan tilgang,“ segir Jana. „Í
framhaldi af þessu höfum við verið
með aðra listamenn á undan og svo
ætlum við að halda þessu áfram.“
Jana kveðst hafa unnið við sölu á
notuðum fatnaði meira og minna
síðan hún var sextán ára gömul.
„Ég hef alltaf verið hrifin af
gömlu. Mín búslóð er rosamikið
svona gamalt og endurnýtt dót og ég
hef alltaf verið þeim megin í lífinu.
Hringekju-verkefnið kom þann-
ig til að við sem misstum vinnuna
í Covid vildum búa eitthvað til, úr
einhverju sem maður kann úr ein-
hverju sem var til í landinu,“ segir
hún.
„Svo þekktum við mikið af lista-
fólki og tónlistarfólki sem við vild-
um draga inn í þetta samfélag sem
við vorum búin að búa okkur til.“
Hringekjan stendur fyrir reglu-
legum viðburðum og fær reglulega
til sín plötusnúða. Hægt er að fylgj-
ast með á vefsíðu Hringekjunnar, á
hringekjan.is. n
Jakkar hring eftir hring
Jana Maren
Óskarsdóttir
Verkefninu
Hring eftir Hring
verður haldið
áfram.
MYND/AÐSEND
56 Lífið 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 5. nóvember 2022 LAUGARDAGUR