Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2022, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 05.11.2022, Qupperneq 104
Ég vona að það verði met í umsókn fatlaðra sem sækja um í Lista- háskólann á næsta ári. Þórir Gunnarsson gengur undir listamannsnafninu Listapúkinn. Hann er einn tólf listamanna sem eiga verk í nýju almanaki Þroska- hjálpar. Hann segir það skipta sig miklu máli og vonar að fatlað fólk fái fleiri tækifæri til listsköpunar. lovisaa@frettabladid.is Í vikunni kom út nýtt almanak Þroskahjálpar fyrir árið 2023. Tólf fatlaðir listamenn eiga verk á almanakinu og í tilkynningu frá Þroskahjálp um verkefnið segir að fatlaðir listamenn hafi skapað kraftmikla og fjölbreytta list, en sýnileiki listar þeirra sé í takti við fábreytt tækifæri til þátttöku og listmenntunar. Það skipti því miklu máli að verk þeirra séu í almanakinu. Einn listamannanna er Þórir Gunnarsson sem skapar list undir nafninu Listapúkinn. Verk hans eru innblásin af hversdagsleikanum, en Þórir er mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks og hefur talað opinberlega fyrir því að fatlað fólk geti sótt nám í Listaháskóla Íslands. Þórir var bæjarlistamaður Mos- fellsbæjar árið 2021 og hélt á meðan á því stóð listsýningu, auk þess að taka þátt í herferð Þroskahjálpar og vekja athygli á málefnum fatlaðs fólks í Listaháskólanum. „Verkin mín eru alls konar. Ég geri fólk, ég geri dýr, ég geri manneskjur og mæður að gefa brjóst,“ segir Þórir um verk sín, en á myndinni í alman- akinu eru þrír hestar. Mynd hans er í marsmánuði en hann á sjálfur afmæli í apríl. Þórir segir að það sé mikilvægt að fá svona tækifæri og það skipti hann miklu máli. Þórir tók í sumar þátt í herferð Þroskahjálpar „Hvað er planið?“ þar sem varpað var sérstöku ljósi á stöðu fatlaðra ung- menna þegar kemur að tækifærum til náms. „Ég hef séð miklar breytingar eftir þetta átak. Að fatlað fólk sé að fá fleiri tækifæri. Ég er þá að tala um 2023 og að það verði breytingar þá, eftir þetta átak.“ Heldurðu að það verði öðruvísi fyrir fatlað fólk á næsta ári? „Já, ég held það og ég vona það svo innilega sjálfur. Ég vona að það verði met í umsókn fatlaðra sem sækja um í Listaháskólann á næsta ári, sama hvort það er í tónlist, leiklist eða myndlist,“ segir Þórir. Hægt er að skoða verk Þóris og kaupa þau á bæði Facebook-síðu hans og Instagram undir nafninu Listapúkinn. Spurður um listamannsnafnið segir Þórir að hann hafi bara fundið upp á því. Það er einhver smá stríðni í því? „Já, það er smá púki í mér, eins og þeir segja. Það kemur listapúki í mig.“ Hægt er að kaupa almanakið á heimasíðu Þroskahjálpar, throska- hjalp.is. n Skiptir fatlað fólk miklu máli að vera með Þórir Gunnars- son myndlista- maður vonar innilega að fatlað fólk fái fleiri tækifæri á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK birnadrofn@frettabladid.is Barnastund Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður haldin klukkan hálf tólf í Hörpu í dag. Hún er sérstök að því leyti að um er að ræða íslensk- pólska barnastund. Leikin verða pólsk og íslensk barnalög og aðrar klassískar perlur, fyrir yngstu aðdáendur sinfóníunn- ar. Maxímús Músíkús kemur við og heilsar upp á börnin. Barnastundin verður kynnt bæði á íslensku og pólsku af trúðunum Aðalheiði og Chichotek, en stundin er haldin í samstarfi við pólska sendiráðið á Íslandi. Bar nast u ndir Sinfóníu nnar hafa notið mikilla vinsælda og er aðgangur ókeypis. Áhorfendum er bent á að taka með sér púða til að sitja á. n Pólsk-íslensk barnastund birnadrofn@frettabladid.is Bók Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, hlaut spænsku bókmennta- verðlaunin San Clemente Rosalía á fimmtudaginn. Verðlaunin eru veitt af ungu fólki í framhaldsskólum á Spáni, í sam- vinnu við stofnunina Rosalía de Castro í Santiago de Compostela, sem kennd er við samnefnt skáld. Þá taka nemendur í framhaldsskólum á Englandi, í Frakklandi og Þýska- landi einnig þátt í vali á verðlauna- hafa. Meðal erlendra rithöfunda sem hlotið hafa verðlaunin eru Julian Barnes, Murakami, Kundera og Paul Auster. Allar skáldsögur Auðar Övu hafa verið þýddar á erlend tungu- mál og hafa sex þeirra hlotið til- nefningar til virtra erlendra verð- launa. n Auður Ava hlýtur verðlaun Auður Ava rithöfundur. 58 Lífið 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.