Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 34
Stefnt er að uppbyggingu iðngarða á Bakka á 200 hektara athafna- og iðnaðar- svæði. Stefnt er að því að efla grænar nýfjárfestingar í atvinnulífinu og efla sam- keppnisstöðu Íslands gagn- vart nágrannaríkjunum. starri@frettabladid.is Undirbúningur fyrir iðngarða á Bakka er hafinn en um er að ræða um 200 hektara athafna- og iðnaðarsvæði fyrir utan Húsavík í nágrenni við Jarðhitavirkjunina á Þeistareykjum. Grænn iðn- garður er samstarfsnet fyrirtækja á ákveðnu svæði og munu fyrir- tækin skiptast á orku og hráefnum þannig að úr verði heil keðja. „Draumurinn er að það verði til heil keðja auðlinda þar sem ekkert fer til spillis. Það eina sem stendur út af er vatn sem væri hægt að hella á plöntur eða jafnvel drekka,“ segir Sesselja Barðdal Ingibjörg Reynis- dóttir, framkvæmdastjóri Eims sem heldur utan um verkefnið. „Innviðir iðngarðsins eru skipu- lagðir með mikilli samvinnu í huga og þekkingaryfirfærslu á milli fyrirtækja. Þarna verður til mikil þekking og mikið mannlíf. Við sjáum alveg fyrir okkur huggu- legan garð þar sem hægt er að hjóla, kíkja í gróðurhús og fræðast og jafnvel borða i framtíðinni,“ segir Sesselja. Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Samtaka sveitarfélaga og atvinnu- þróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi, meðal annars með því að byggja upp atvinnu- líf og auka verðmætasköpun á svæðinu, með sérstakri áherslu á sjálfbærni, grænar lausnir, nýsköpun og hátækni. Leita að verkefnastjóra Verkefnið um stofnun iðngarða á Bakka fór formlega af stað í byrjun mars 2021 þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra, setti af stað verkefnin Græni dregillinn og Grænir iðn- garðar. „Í lok september 2022 fór fram kynningarfundur á Húsavík um Græna iðngarða og uppbygg- ingu á svæðinu á Bakka og í kjöl- farið var gerður samningur á milli Norðurþings og Eims um verk- efnið. Nú erum við í þeim sporum að leita af öflugum verkefnastjóra til að leiða vinnu við uppbyggingu Græns iðngarðs á Bakka í anda nýsköpunar, loftlagsmála og orku- skipta. Við vonumst til að verk- efnastjórinn geti hafið störf strax á nýju ári en umsóknarferli er í fullum gangi þessa stundina.“ Stuðla að verðmætasköpun Með stofnun iðngarða á Bakka er stefnt að því að efla grænar nýfjárfestingar í atvinnulífinu og efla samkeppnisstöðu Íslands gagnvart nágrannaríkjunum segir Sesselja. „Við gerum það með því að búa til innviði sem þessa. Þann- ig geta frumkvöðlar og fyrirtæki, bæði hér á landi og erlendis, hafið starfsemi sem eflir hringráshag- kerfið, dregur úr sóun og stuðlar að verðmætasköpun án þess að ganga frekar á náttúruna.“ Hún segir að með innviðum sem þessum séu þau að laða að fólk með stórar hugmyndir um fullnýtingu afurða og sköpun nýrra afurða sem fellur til sem úrgangur eða aukaafurð, án þess að þessir aðilar þurfi að byrja á því að byggja verksmiðju eða fara út í stórar framkvæmdir á fyrstu stigum. „Við erum til dæmis í dag aðeins að nýta hluta af orkunni sem við framleiðum sem væri hægt að nýta í rafeldsneyti, gróðurhús, fiskeldi, þurrkun, koltvísýring og margt fleira. Mjög margir hafa nú þegar lýst áhuga sínum á þátttöku og bíða spenntir eftir að verkefnið verði mótað og hefjist.“ Samvinna og opið hugarfar Verkefnið um iðngarða á Bakka smellpassa við kjarnastarfsemi Eims sem felst í að fá fólk til þess að taka þátt í því að byggja brýr á milli atvinnugreina, fræðasamfélags- ins og frumkvöðla með breiðu samstarfi og skapandi hugsun að sögn Sesselju. „Þannig búum við til staðbundna þekkingu, með það að markmiði að til verði sjálfbær og samkeppnishæfur landshluti. Þess vegna fellur þetta verkefni um Iðngarða svo vel inn í starfsemi okkar og erum við afar spennt að vinna í nánu samstarfi með nýjum verkefnastjóra og Norðurþingi.“ Hún segir Íslendinga eiga mikið af auðlindum. „Þessar auðlindir fengum við í vöggugjöf. Nú er stóra spurningin hvernig getum við nýtt þær sem best. Tækifærin okkar felast ekki í að búa yfir auðlindum heldur að búa til aukin verðmæti úr þeim svo bæði við og aðrir geti notið góðs af þeim til framtíðar.“ Eins og kom fram hér að ofan verður iðngarðurinn byggður upp á samstarfi fyrst og fremst. „Sam- vinna og opið hugarfar um nýtingu auðlindastrauma frá hvort öðru er lykillinn. Það er afar mikilvægt að nýta krafta og þekkingu fólks á svæðinu sem allra best og þannig ná árangri saman. Iðngarður sem þessi kemur inn í alla þessa þætti og mun laða á svæðið mikla sér- þekkingu og hugvit sem getur bætt atvinnuþróun og aukið fjölbreytni í samfélaginu,“ segir Sesselja. Áhugi víðar Sambærilegar hugmyndir eru í gangi víða hér á landi. „Ég veit að það er mikill áhugi hjá fleiri sveit- arfélögum á grænum iðngörðum. Það eru komnir auðlindagarðar á Reykjanesi og Hellisheiði og verkefni eru í gangi með iðngarða á Akranesi svo eitthvað sé nefnt.“ Hún segir að aldrei hafi verið jafn mikilvægt og nú að deila þekkingu og vinna saman. „Sveitarfélögin hér á landi eiga ekki að vera í samkeppni við hvert annað, heldur er Ísland í heild sinni í samkeppni við lönd eins og Noreg, Ítalíu, Bandaríkin og fleiri lönd sem eru með svipaðar auðlindir og við. Ísland er svo lítið land og við verðum að standa saman til að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin og heiminn jafnvel.“ n Nýta kraftinn og þekkinguna til árangurs Sesselja Barðdal Ingibjörg Reynisdóttir er framkvæmdastjóri Eims. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Draumurinn er að það verði til heil keðja auðlinda þar sem ekkert fer til spillis. Eina sem stendur út af er vatn sem væri hægt að hella á plöntur eða jafnvel drekka. Sesselja Barðdal Ingibjörg Reynisdóttir Nýsköpunarfyrirtækið Gefn stundar nýsköpun í grænni efnafræði með það að mark- miði að skipta út jarðefna- eldsneyti og skaðlegum efnum í iðnaði. „Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efna- vöru og styður þannig við inn- leiðingu hringrásarhagkerfisins og að sjálfbærara samfélagi,“ útskýrir Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefn, um starfsemi félagsins. „Við erum að ljúka fyrstu fjár- mögnun félagsins og á næstunni munum við setja í sölu græn, Svans- vottuð hreinsiefni sem eru hönnuð út frá tækni og hugmyndafræði fyrirtækisins. Gefn selur efnin undir eigin vörumerkjum en getur einnig boðið öðrum söluaðilum sérmerktar vörur (e. white label),“ greinir Vala frá. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni sem unnin eru úr úrgangi. „Kolefnisspor hráefnanna eru því í lágmarki og geta komið í stað varasamra efna sem alla jafna eru unnin úr jarðefnaeldsneyti, til dæmis terpentínu og annarra rokgjarnra lífrænna leysiefna,“ upp- lýsir Vala. Leysa mengandi efni af hólmi Hjá Gefn starfar öflugt teymi efna- verkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga. „Það gerist ekki á hverjum degi að hreinsiefni, sem fram að þessu hafa þótt óumhverfisvæn og skaðleg, hljóti Svansvottun, en Gefn fékk afhentar Svansvottanir fyrir annars vegar tjöruhreinsi og hins vegar olíu- og asfalthreinsi. Það er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki fær Svansvottun fyrir slík efni,“ segir Vala. Efnunum sem Gefn hefur þróað, og hafa nú hlotið Svansvottun, er ætlað að leysa af hólmi heilsu- spillandi og mengandi efni sem víða eru notuð í iðnaði, fyrirtækja- rekstri og af einstaklingum. „Um er að ræða einstaka vöru, ekki bara á Íslandi heldur einnig á alþjóðlegum markaði þar sem er full þörf á sambærilegum vörum og Gefn þróar. Hugmyndafræði Gefnar fer saman við hugmynda- fræði Svansins sem snýst meðal annars um að setja kröfur á upp- runa og eðli hráefna, framleiðslu- aðferðir, vinnu- og gæðaferla, sem og möguleika til endurnýtingar eða endurvinnslu. Kröfurnar eiga að tryggja að Svansvottaðar vörur hafi sem minnst áhrif á heilsu fólks og umhverfi,“ upplýsir Vala. Verðmæti úr úrgangi Ásgeir Ívarsson, framkvæmda- stjóri og stofnandi Gefnar, segir Svansvottanirnar mikilvægan áfanga sem staðfesti að Gefn sé á réttri leið með þær tæknilausnir sem fyrirtækið vinni að. „Á undanförnum árum hefur fyrirtækinu verið úthlutað um 100 milljónum króna úr samkeppnis- sjóðum sem er til marks um nýsköpunargildi, mikla þörf fyrir tæknilausnir sem félagið vinnur að og hæfi teymis þess til að leysa flókin tæknileg viðfangsefni. Sem dæmi má nefna að í fyrra fékk félagið styrk úr Tækniþróunar- sjóði til tveggja ára og fyrr á þessu ári hlaut félagið styrk úr Orku- rannsóknarsjóði Landsvirkjunar, fjórða árið í röð. Í sumar fékk Gefn líka styrk frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, og í haust fékk félagið styrk frá Orkusjóði sem nýttur verður ásamt annarri fjármögnun til byggingar fyrstu verksmiðju félagsins,“ segir Ásgeir og bætir við: „Öll verkefni Gefnar miða að því að nýta úrgang, aukaafurðir og útblástur til framleiðslu grænna og verðmætra efna.“ n Sjá allt um Gefn á gefn.is Fengu Svansvottun fyrir græna og verðmæta efnavöru Starfsfólk Gefnar: Ásgeir, Daníel, Vala, Ragnar Heiðar, Erlingur og Ragnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Öll verkefni Gefnar miða að því að nýta úrgang, aukaafurðir og útblástur til framleiðslu grænna og verðmætra efna. Vala Steinsdóttir 10 kynningarblað 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURHREIN ORK A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.