Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 8
Friðfinnur er 42 ára
gamall, 182 senti-
metrar á hæð og grann-
vaxinn.
Þau hafa tekið þessu
með þrautseigju.
Kristjana
Aðalgeirsdóttir,
sendifulltrúi
svissneska
Rauðða krossins
í Úkraínu
„Urta er frumlegt verk sem hrífur
lesandann ... verk sem á skilið mikið lof.“
I N G I B J Ö R G I Ð A A U Ð U N A R D Ó T T I R / M O R G U N B L A Ð I Ð
„Mögnuð bók.“
E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N
„Það er hrein nautn að grípa hana og lesa.“
S T E I N G E R Ð U R S T E I N A R S D Ó T T I R
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Virka daga 10–18 | Lau 11–17 | Sun 12–16 | www.forlagid.is
Sendifulltrúi Rauða krossins
sem undirbýr húsnæðislausir
fyrir flóttafólk í Úkraínu fyrir
veturinn segir loftvarna
flautur vera orðnar hluta af
daglegu lífi margra Úkraínu
manna nú þegar stríðið er á
níunda mánuði.
sigurjon@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Loftvarnaflautur í Úkra
ínu eru orðnar hluti af hversdags
legu lífi Úkraínumanna, enda er
stríðið þar á níunda mánuði og hafa
loftárásir Rússa komið í bylgjum
á þeim tíma. „Þetta er orðið svo
hversdagslegt. Jafnvel litlir krakkar
eru alveg hljóðir og kippa sér ekk
ert upp við þetta,“ segir Kristjana
Aðalgeirsdóttir, sendifulltrúi sviss
neska Rauða krossins, sem stödd er
í Úkraínu.
Þegar blaðamaður ræddi við
Kristjönu á þriðjudaginn var hún
stödd í loftvarnabyrgi, enda var þá
einungis klukkustund liðin frá því
að Rússar hófu f lugskeytaárásir
sínar þann daginn. „Ég sit hérna
í loftvarnabyrginu, það rigndi
sprengjum yfir Kænugarð rétt áður
en við byrjuðum að tala saman. Það
voru sendar sprengjur yfir allt land
ið,“ segir Kristjana, en hún er stödd í
Kropíjvníjtsjí, borg sem staðsett er í
miðri Úkraínu.
Kristjana segir alla vera orðna
vana því að hlaupa niður í loft
varnabyrgi þegar heyrist í f lautun
um. „Fólk venst þessu, fólk aðlagast.
Það er svo stórkostlegt við mann
eskjuna að aðlagast aðstæðum og
gera það besta úr verstu stöðunni,“
segir hún.
Kristjana hefur starfað fyrir
nokkur hjálparsamtök, en verkefni
hennar í Úkraínu snýst um undir
búning húsnæðislausna fyrir flótta
fólk áður en veturinn gengur í garð.
Yfir sex milljónir Úkraínumanna
eru á flótta innan Úkraínu og verk
efni Kristjönu snýst um að koma
þeim fyrir á öruggum stöðum.
„Það eru margir, og það eru oftast
þeir sem eru berskjaldaðastir sem
eru í þessum búðum. En þær eru oft
í gömlum skólum, barnaheimilum,
íþróttahúsum og svoleiðis. Margar
þessar byggingar eru mjög gamlar
og illa undirbúnar því að hýsa fólk
til lengri tíma,“ segir Kristjana.
„Verkefnið sem ég er að vinna að
núna er að aðlaga þessar byggingar
sem nú hýsa f lóttafólk, gera við
gerðir, breytingar og annað til þess
að þær geti hýst fólkið,“ segir hún
Loftvarnaflautur orðnar hluti af
daglegu lífi margra Úkraínumanna
Húsnæðis
úrræði
fyrir flóttafólk
í Úkraínu eru
oft í gömlum
skólum, barna
heimilum eða
íþróttahúsum.
MYNDIR/KRISTJANA
AÐALGEIRSDÓTTIR
Það þarf að
huga að ýmsu
þegar reynt er
að einangra
húsnæði fyrir
veturinn.
MYND/KRISTJANA
AÐALGEIRSDÓTTIR
og bætir við að þessar breytingar
felist í því að auka einangrun, skipta
um glugga, koma fyrir salernis og
eldunaraðstöðu og svo framvegis.
Þá segir Kristjana úkraínska vet
urinn geta orðið mjög kaldan. „Það
getur farið alveg niður í þrjátíu stiga
frost og það er það sem við erum að
búa okkur undir.“
Árásir Rússa hafa að undan
förnu mestu snúið að orkuverum
og innviðum tengdum þeim. Einn
hluti verkefnis Kristjönu snýst um
undirbúnings þess ef til rafmagns
leysis kemur. „Núna í dag erum
við rafmagnslaus. Ég sit hérna með
höfuðljós á mér því það er ekkert
rafmagn,“ segir Kristjana.
Hún segir úkraínsku þjóðina vera
stórkostlega. „Þau hafa tekið þessu
með þrautseigju og það er mikill
baráttuvilji í þeim. Það er mikil
bjartsýni. Það er ekki spurning fyrir
þeim að þau eru að fara að vinna
þetta stríð. Það er bara spurning
hvað það mun taka langan tíma
og hversu mikilla fórna það mun
krefjast.“
Kristjana segir að þrátt fyrir að
margir Úkraínumenn séu orðnir
vanir því að hlaupa niður í loft
varnabyrgi þegar loftvarnaf laut
urnar gjalla, og heimsfréttir sums
staðar séu farnar að snúast um
annað, þá megi þetta stríð ekki
gleymast.
„Þetta má ekki gleymast, það eru
yfir sex milljónir manna á f lótta
innan Úkraínu og sjö milljónir í Evr
ópu, meðal annars á Íslandi. Þetta
snertir okkur öll,“ segir hún. n
kristinnhaukur@frettabladid.is
MANNSHVÖRF Samkvæmt tilkynn
ingu frá lögreglunni í gærkvöldi
stendur enn yfir leit að Friðfinni
Frey Kristinssyni. Síðast er vitað
um ferðir hans fimmtudagskvöldið
10. nóvember, klukkan 19, þegar
hann fór frá Kugguvogi í Reykjavík.
Lögreglan óskar eftir því að fólk
sem er með öryggis eða eftirlits
myndavélar í nágrenni við það
svæði hafi samband, til þess að lög
reglan geti kannað hvort þar sjáist
til ferða Friðfinns eftir áðurnefnda
tímasetningu.
Einnig eru íbúar í nágrenn
inu beðnir um að athuga hjá sér
geymslur, stigaganga, garðskúra
og fleira í þeim dúr og athuga hvort
þar sé eitthvað sem geti hjálpað til
við leitina. Þau sem geta gefið upp
lýsingar til lögreglu eru beðin um að
hringja í síma 112.
Friðfinnur er 42 ára gamall, 182
sentimetrar á hæð, grannvaxinn,
brúnhærður og með alskegg. Hann
var klæddur í gráa peysu, gráar jogg
ingbuxur og bláa íþróttaskó. n
Lögreglan óskar
eftir myndefni úr
Vogahverfinu
Síðast var vitað um ferðir Friðfinns
10. nóvember.
8 Fréttir 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ