Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 26
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kolbeinn@frettabladid.is, s. 550 5656. Hinrik Örn Bjarnason (t.v.), framkvæmdastjóri N1, og Einar Sigursteinn Bergþórsson, forstöðumaður orkusviðs N1. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fólk treysti á N1 á ferðalögum N1 sé þannig í kjörstöðu til að flýta orkuskiptum á Íslandi. „Við erum með þrjátíu þjónustustöðvar um allt land og erum að vinna í því að koma upp öf lugum hraðhleðslu- stöðvum við lykilstaðsetningar félagsins. Markmið okkar er að fólk sjái það sem raunhæfan valkost að keyra hringinn í kringum landið á rafmagni. Fyrir vikið munu f leiri treysta sér í að færa sig úr jarðefna- eldsneyti,“ segir Hinrik. Eftirspurnin eftir rafmagni N1 hafi nú þegar aukist gríðarlega. „Við finnum hvað það er að verða mikil þörf á þessum innviðum enda hefur rafbílum fjölgað mikið. Við finnum líka að fólk er farið að treysta meira og meira á N1 á ferðalögum sínum í kringum landið, ekki síður en heimahleðslustöðvarnar okkar.“ Hinrik segir að það sé engum blöðum um það að f letta að inn- koma N1 rafmagns hafi haft góð áhrif á markaðinn. „Það er alveg ljóst að N1 rafmagn hreyfði við öðrum raforkufyrirtækjum, ekki aðeins þegar kom að því að bæta þjónustuna heldur einnig að lækka verðið til heimila. Það sýnir sig best á því að N1 rafmagn er með umtals- vert lægra verð en þau fyrirtæki sem voru nú þegar á markaðnum áður en við mættum á svæðið.“ Eina rökrétta leiðin Maður myndi samt halda að það væri eðlilegra fyrir olíufélag að berjast gegn þessari þróun og halda áfram að leggja alla áherslu á bensín og dísil. Hafið þið ekki beinlínis verið að grafa undan kjarnastarfsemi fyrir- tækisins með þessari þróun? „Þessi breyting hefur gengið alveg ótrúlega vel enda finnum við öll að græna vegferðin er eina rökrétta leiðin áfram. Við gerum ráð fyrir því að sala á umhverfisvænum orkugjöfum verði ein af aðaltekju- stoðum fyrirtækisins innan örfárra ára og því höfum við unnið mark- visst að því að styrkja þennan hluta starfseminnar,“ segir Hinrik. Hann bætir við að gríðarlegur áhugi sé meðal fyrirtækja, ekki síst í þunga- Þannig að við sjáum fyrir okkur að upp- bygging reksturs- ins og þjónustu- stöðva okkar muni tengjast orku- skiptum – sama hver orku- gjafinn verður. Hinrik Örn Bjarnason Markmið okkar er að fólk sjái það sem raunhæfan valkost að keyra hringinn í kringum landið á rafmagni. Hinrik Örn Bjarnason og fólksf lutningum, að ráðast í orkuskipti og hefur N1 veitt fjöl- mörgum fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð í þeim efnum á síðustu árum. „Þetta er einfaldlega samtalið sem allir stærri olíunotendur eru að taka þessa dagana. Spurningin er einfaldlega hvernig – ekki hvort – þeir skipti yfir í umhverfis- vænni orkugjafa og um leið lág- marka losun og eldsneytiskostnað til lengri tíma litið. N1 býr að því núna að hafa byrjað þessa vegferð snemma enda höfum við öðlast mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Það eru því forréttindi að vera í þeirri aðstöðu að geta veitt þjónustu og ráðgjöf um orkuskipti og hvernig við aðstoðum fólk og fyrirtæki að stíga grænu skrefin.“ Græna framtíðin fjölbreytt Hinrik segir N1 spennt fyrir fram- tíðinni. „Við vinnum eftir þeirri hugsjón að gera ekki hlutina alltaf á gamla mátann. Við erum að huga að framtíðinni, stefnum á aukna sjálfvirkni og aukinn sveigjanleika fyrir viðskiptavini okkar.“ Raforkuverð muni í auknum mæli ráðast af því hvenær notkunin á sér stað, auk þess sem fólk mun geta nálgast alla þjónustu félagsins í N1-appinu. „Í dag geturðu séð hvaða raf- hleðslustöðvar eru lausar á ferð þinni um landið, hafið hleðslu með appinu ásamt því að panta tíma í dekkja- eða olíuskipti. Fljótlega verður hægt að panta mat á þjón- ustustöðinni áður en þú rennur í hlað og panta alla aðra þjónustu N1 í gegnum appið, þannig að þetta verður allt við höndina.“ Hinrik segir ólíklegt að öll farar- tæki verði keyrð á rafmagni í fram- tíðinni og því þurfi að gera ráð fyrir öðru umhverfisvænu eldsneyti, eins og til dæmis vetni, ekki síst fyrir stærri farartæki. „Við sjáum fyrir okkur að uppbygging rekstursins og þjónustustöðva okkar muni tengjast orkuskiptum – sama hver orkugjaf- inn verður. Jarðefnaeldsneytið á eftir að verða til staðar í töluverðan tíma og því verður þetta einhver blanda næstu árin. Við hjá N1 ætlum alla vega að halda áfram að hraða þess- ari þróun í átt að grænni, umhverfis- vænni og betri framtíð fyrir okkur öll,“ segir Hinrik. n Tvær af hleðslustöðvunum eru staðsettar við Lindir í Kópavogi og N1 í Mosfellsbæ. MYNDIR/N1 2 kynningarblað 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURHREIN ORK A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.