Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 27
Vel er fylgst með öllum umhverfis- þáttum í álverinu auk þess sem sér- stök umhverfis- vöktun fer fram í nágrenni Straums- víkur. Sigríður Álverið í Straumsvík leggur mikla áherslu á að bæta frammistöðu sína í umhverfismálum. Stefnt er að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fyrirtæki og starfsfólk er meðvitað um umhverfismál og mikilvægi þess fyrir starfsemina. Sigríður Guðmundsdóttir, sérfræð- ingur í kolefnisjöfnun, og Eiríkur Þórir Baldursson, sérfræðingur umhverfismála og rannsóknar- stofu, vinna bæði að umhverfis- og loftslagsmálum. Eiríkur er í umhverfisteyminu sem ber ábyrgð á að álverið uppfylli allar þær ströngu kröfur sem gerðar eru í umhverfismálum, meðal annars að sinna mælingum og eftir- liti ásamt því að tryggja að allar deildir séu á tánum að standa sig í þessum málum. Eiríkur vann áður hjá Umhverfisstofnun en hann er efnafræðingur að mennt. Starf Sigríðar sem sérfræðings í kolefnisjöfnun var búið til í mars á þessu ári í þeim tilgangi að styðja við markmið um kolefnishlutleysi. Hún hafði áður starfað í kerskála í sjö ár. Sigríður segir að ISAL geti orðið fyrsta álverið í heiminum til að fanga og binda hluta af útblæstri koltvísýrings frá starf- seminni. Samstarf er við Carbfix en liður í því markmiði er að fanga koltvísýring frá álverinu og binda varanlega í steindir á svæðinu í Straumsvík. Það yrðu tímamót í áliðnaði ef það markmið næst. Fylgja ströngum kröfum Vel er fylgst með öllum umhverfis- þáttum í álverinu auk þess sem sérstök umhverfisvöktun fer fram í nágrenni Straumsvíkur og hefur verið í gangi frá því áður en starf- semin hófst árið 1969. Árangurinn hefur verið mjög góður, að sögn Sigríðar. „Við þurfum að fylgja eftir umhverfiskröfum stjórnvalda og Umhverfisstofnunar sem eru mörkuð í starfsleyfi okkar. Það eru ákveðin útblástursviðmið sem álverið þarf að fylgja varðandi flúor og ryk í útblæstri frá ker- skálum. Við störfum eftir ETS- kerfinu og þurfum að fá heimildir fyrir öllum koltvísýringi sem við losum. Annars vegar erum við með fríheimildir og hins vegar erum við að borga fyrir það sem er umfram,“ útskýrir Eiríkur. „Við ætlum ekki eingöngu að standast þær kröfur sem gerðar eru heldur gera enn betur. Það er hluti af því að vera framúrskarandi og starfa í sátt við umhverfi og samfélag,“ segir hann enn fremur. Sigríður bætir við að álverin á Íslandi séu almennt umhverfis- vænni en þau sem eru starfandi víða annars staðar í heiminum, einkum í Kína. „Við notum græna raforku sem ekki allir hafa aðgang að. Mjög stór þáttur í losun álvera fer eftir því hvaðan raforkan kemur. Bara það að vera á Íslandi gerir okkur umhverfisvænni,“ segir hún. „ISAL hefur alltaf lagt mikið upp úr því að vera umhverfis- vænt fyrirtæki. Vel er haldið utan um allan úrgang frá álverinu og reynum við eins og kostur er að draga úr myndun hans,“ segir hún. Skipta yfir í rafknúin tæki ISAL hefur einsett sér að vinna í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálf- bæra þróun. „Þau eru leiðarstef í okkar áherslum og tökum við mið af þeim við rekstur fyrirtækisins. Starfsemi ISAL tengist öllum heimsmarkmiðum en greining okkar bendir til við höfum mest áhrif á sjö þeirra. Vegferð okkar til kolefnisjöfnunar byrjaði fyrir nokkrum árum og stórt skref var stigið þegar viljayfirlýsingin Í sátt við umhverfi og samfélag Sigríður Guðmunds- dóttir og Eiríkur Þórir Baldursson starfa bæði að því að gera ál- verið í Straums- vík umhverfis- vænt. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ál frá ISAL á leið beint til viðskiptavina.Stóra verkefnið fram undan er að fanga koltvísýring frá framleiðslunni. var undirrituð milli stjórnvalda, iðnaðarins, Orkuveitunnar og Carbfix árið 2019 um að kanna til hlítar möguleika á að fanga losun frá áliðnaði og farga með tækni- lausn Carbfix. Rúmlega 95% af kolefnislosun koma frá kerskálunum. Þar er stórt og viðamikið verkefni fram undan að þróa tæknilausn til að fanga koltvísýringinn frá starfsemi okkar. Við erum í mikilli vinnu núna við að finna þá tækni sem við teljum að beri sem mestan árang- ur. Þróunarsamband við Carbfix er hafið og vonandi verðum við komin í tilraunir á næstu tveimur árum. Það er gríðarlegt sóknarfæri fyrir okkur að fá Carbfix hér við hliðina á okkur. Við þurfum að fanga koltvísýringinn úr gasinu og það verður mjög jákvætt þegar við höfum náð að farga þessum efnum á umhverfisvænan hátt. Virkilega spennandi verkefni,“ segir Sigríður. „Meðal þess sem gert hefur verið er að leggja áherslu á að kaupa rafknúin tæki á undanförnum árum séu þau í boði. Einnig erum við hálfnuð í stóru verkefni að betrumbæta hjá okkur steypuskál- ann með því að fá umhverfisvænni ofna. Starfsemi okkar byggir mikið á notkun þungra vinnu- véla sem eru sérhönnuð fyrir ISAL og fram undan er þróunarsam- starf með fyrirtæki sem smíðar þá rafknúna sem sömuleiðis er stórt verkefni sem getur haft mikil áhrif á minnkandi losun. Önnur umhverfisverkefni eru í fullum gangi enda viljum við alltaf velja umhverfisvænasta kostinn. Áherslan er mikil hér innanhúss en hún kemur líka frá umhverfinu og móðurfélaginu Rio Tinto. Þetta er líka ákall samtímans og við verðum að gera það sem við getum til að svara því,“ segir Sigríður. Hægt að endurvinna margoft Ál er endurvinnanlegt og hægt að nýta það margoft. „Það er hægt fyrir brotabrot af orkunni sem krafist er við upprunalegu fram- leiðsluna sem eykur enn á sjálf- bærni málmsins,“ skýtur Eiríkur inn í umræðuna. „Við erum eina álverið á Íslandi sem framleiðir fullunna vöru. Varan frá ISAL fer ekki til umbræðslu heldur beint í framleiðslu á vörum eins og til dæmis í bílaiðnaðinn auk þess sem byggingariðnaður er mjög stór,“ útskýrir Sigríður og bætir við að notkun á áli sé mikilvæg til að draga úr losun, til dæmis með því að létta bíla og önnur fartæki. „Það er hagur okkar viðskipta- vina að álið sé framleitt á sem umhverfisvænastan hátt og gildir það fyrir alla virðiskeðjuna. Það er í rauninni orðin krafa að umhverfis sé gætt og hinn almenni neytandi er í vaxandi mæli að verða meðvitaður um kolefnisfót- spor sinnar neyslu,“ segir Sigríður og Eiríkur bætir við: „Við erum í sterkri stöðu hvað þetta varðar því starfsemi okkar og afurðir standast ítrustu kröfur sem birtist í þeim vottunum sem við erum með. Þær vottanir ná til umhverfis, öryggis, heilbrigðis, gæða, stjórn- unar, mannréttinda og samfélags auk jafnlaunavottunar. Sá sem kaupir vöruna getur verið viss um að hún standist þessar kröfur. Við erum stolt af því að standast þær.“ Heildarlosun minnkað mikið Heildarlosun ISAL hefur dregist saman um 46% frá árinu 1990 á meðan framleiðslan hefur rúm- lega tvöfaldast. „Þarna koma inn miklar tækninýjungar, tölvu- stýring í kerskálum og betri nýting á skautum. Aukabruninn hefur minnkað umtalsvert. Álverið er því komið á flottan stað þótt alltaf sé hægt að gera betur,“ bætir Sig- ríður við. „Hæfni starfsfólks skiptir líka miklu máli í þessu samhengi en með stofnun Stóriðjuskólans árið 1998 og áherslu á menntun hefur árangur í rekstri og umhverfis- málum batnað. Þekkingin skiptir meginmáli og að starfsfólkið sé meðvitað um það hvernig ker- reksturinn gengur og allir vinna sem ein heild að því að draga úr losun,“ segir Eiríkur. „Á hverju ári gefum við út ítar- lega samfélagsskýrslu og grænt bókhald. Þar leggjum við öll spilin á borðið en gagnsæi í okkar starf- semi skiptir miklu máli til að ná fram markmiðum um að starfa í sátt við umhverfi og samfélag. Hægt er að skoða skýrsluna hjá Umhverfisstofnun og á heimasíðu álversins,“ segir Eiríkur. n Þekkingin skiptir meginmáli og að starfsfólkið sé meðvitað um það hvernig ker- reksturinn gengur og allir vinna sem ein heild að því að draga úr losun. Eiríkur Þórir kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2022 HREIN ORK A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.