Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 38
Klasar eru í eðli sínu brúarsmiðir. Þeir vinna þvert á aðila, byggja brýr á milli ólíkra aðila og skapa aðstæður sem styrkja tengsl og samvinnu sem hraðar nýsköpun. Rósbjörg Jónsdóttir Orkuklasinn er fyrirtækja- drifinn, þverfaglegur sam- starfsvettvangur aðila sem eiga hagsmuni í orkuiðnaði á Íslandi og hefur verið starfandi um árabil með það að leiðarljósi að efla sam- keppnishæfni greinarinnar. „Orkuklasinn var formlega stofnaður í febrúar 2013 og verður því tíu ára í vetur. Fyrst var farið af stað sem Jarðvarmaklasi með áherslu á sérþekkingu Íslendinga á sviði jarðvarma og fjölnýtingu hans. Frá 2018 útvíkkaði vett- vangurinn áherslur sínar með því að horfa til fjögurra orkustrauma: jarðvarma, vatnsorku, vinds og annarra endurnýjanlegra orku- gjafa ( X-Power),“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans. Orkuklasinn er þverfaglegur samstarfsvettvangur og nær til einkaaðila jafnt sem opinberra aðila og spannar alla virðiskeðju orkuiðnaðarins. „Aðildarfélagar Orkuklasans eru hátt í 50 og koma víðs vegar að úr keðjunni. Þar á meðal eru allir orkuframleiðendur lands- ins, þróunaraðilar, helstu ráð- gjafarfyrirtæki, vélsmiðjur og viðhaldsfyrirtæki, lögfræðingar og endurskoðendur, fjármálafyrir- tæki, menntastofnanir, opinberir aðilar, sveitarfélög og f leiri. Þetta eru lykilaðilar í kröfuhörðum verkefnum sem samfélagið horfist í augu við og þarf að finna lausnir á. Þá vinnur Orkuklasinn með öðrum atvinnugreinum og klasa- framtökum, eins og Ferðaklas- anum og Sjávarklasanum, sem og öðrum sambærilegum erlendum klasaframtökum, en þverfaglegt samstarf er mikilvægt nú á tímum sem aldrei fyrr,“ segir Rósbjörg. Byggja brýr á milli ólíkra aðila Hlutverk og tilgangur Orkuklas- ans er að efla samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og stofnana á sviði orkuiðnaðar, og efla gagn- kvæman virðisauka í samfélögum þar sem félagar hans starfa. „Klasar eru í eðli sínu brúar- smiðir. Þeir vinna þvert á aðila, byggja brýr á milli ólíkra aðila og skapa aðstæður sem styrkja tengsl og samvinnu sem hraðar nýsköpun. Með því nást sam- eiginleg markmið hraðar en ella. Í gegnum klasa geta fyrirtæki og frumkvöðlar sótt og deilt þekk- ingu sín á milli og eflt starf sitt með aukinni og markvissari sam- vinnu,“ upplýsir Rósbjörg. Hún segir Orkuklasann ein- blína á þekkingarmiðlun, þekk- ingaröflun og nýsköpun í sinni víðustu mynd, sem svo styrki og efli félaga hans. „Orkuklasinn stendur að og sækir viðburði þar sem ávinn- ingur félaganna er í brennidepli. Hann er vettvangur sem stendur fyrir alþjóðlegum viðburðum, sækir alþjóðlega viðburði, byggir upp samstarf á milli ólíkra aðila, innan lands jafnt sem utan og skapar með því aukin tækifæri fyrir félaga sína. Þá er mikilvægt að horfa inn á við og efla félagana með markvissum hætti og það gerum við með því að standa fyrir námskeiðum og þjálfun sem eflir aðildarfélaga klasans inn á við og gerir þá enn öflugri úti á markaðnum.“ Rósbjörg bætir við að áherslur klasans nýtist öllum, hvar sem þeir eru staðsettir í virðiskeðjunni og að allir sem með einum eða öðrum hætti vinna að orku- tengdri starfsemi eigi erindi að borði Orkuklasans. „Allir eru velkomnir til leiks enda er mikilvægt að fá sem flesta að borðinu. Orkuklasinn hefur verið brautryðjandi í því að byggja upp „sýningargluggann“ Ísland enda hefur þjóðin skapað sér sterkt orðspor sem framúr- skarandi á sviði endurnýjanlegrar orku og er öðrum samfélögum til eftirbreytni. Mikil eftirspurn er eftir íslenskri sérþekkingu enda er saga okkar Íslendinga mikilvæg og getur verið lærdómur fyrir aðra, ekki síst í dag þegar kröfurnar aukast með degi hverjum. Sam- félag okkar væri ekki jafn öflugt sem raun ber vitni ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu um ábyrga nýtingu náttúruauðlinda þegar skórinn kreppti um 1970,“ segir Rósbjörg og heldur áfram: „Með öflugu klasasamstarfi getum við náð hraðar fram þeim árangri sem til þarf í orku- skiptum, ábyrgri uppbyggingu og viðhaldi samfélaga sem við sem þjóð horfumst í augu við þegar kemur að loftslagsvánni.“ n Sjá meira á orkuklasinn.is Samvinna, nýsköpun og miðlun þekkingar Rósbjörg Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Orkuklasans sem verður tíu ára á nýárinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Rafbílasamband Íslands er með það að markmiði að gera sambandið að fjölda- hreyfingu fyrir hagsmuni rafbílaeigenda sem og fyrir- tækja sem vinna að rafbíla- væðingu Íslands. gummih@frettabladid.is Raf bílasamband Íslands var stofnað árið 2012 og var ætlaðir stórir hlutir í átt að raf bílavæð- ingu Íslands. Raf bílasambandið lá í dvala í nokkur ár en fyrir fjórum árum var það endurvakið í kjölfar aðalfundar þar sem ný stjórn var kosin. Á heimasíðu Raf bílasam- bandsins hafa verið tekin saman góð ráð við hleðslu raf bíla, sem hefur fjölgað jafnt og þétt á götum landsins og á bara eftir að fjölga enn meir á komandi árum. Ekki hlaða kalda rafhlöðu Rafhlaðan tekur best við í kringum 25°C og því er hagkvæm- ast á Íslandi, þar sem útihitastigið er sjaldan á því róli, að hlaða í lok ferðar á meðan rafhlaðan er enn volg af notkun. Ef rafhlaðan er köld tekur hún ekki eins hratt við og ef hún væri við kjörhitastig og því er betra að hlaða þegar komið er á áfangastað heldur en áður en lagt er af stað. Kaldur bíll getur þar að auki notað þó nokkuð mikið rafmagn til að hita rafhlöðuna í upphafi. Á sumrin er munurinn minni. Fyrir þá sem eiga þess ekki kost að hlaða heima hjá sér og nota hraðhleðslu fyrir daglegan akstur borgar sig frekar að hlaða seinnipart dags strax eftir akstur dagsins til að rafhlaðan sé eins nálægt kjörhitastigi og hún verður við slíka notkun. Að hlaða á morgnana þýðir að rafhlaðan er hrollköld eftir nóttina og þarf þá að nota mikið af orkunni til að hita sig ásamt því að taka illa við. Eftir því sem rafhlaðan hitnar ætti hleðsluhraðinn samt að aukast. Ef hægt er að láta rafhlöðuna hita sig fyrir hleðslu þá er tilvalið að nota þann möguleika. Ekki hlaða nærri fulla rafhlöðu Rafhlaða með lága stöðu tekur hraðar við heldur en nærri full. Það tekur styttri tíma að hlaða frá 10% upp í 50% heldur en frá 40% upp í 80% og hvað þá úr 60% í 100%. Því næst meira drægi með því að stoppa tvisvar á leiðinni og hlaða í 10 mínútur á hvorum stað en einu sinni í 20 mínútur. Þumal- puttareglan er sú að það tekur álíka langan tíma að hlaða hver 80% af rýmd rafhlöðunnar, það er að segja, að frá 0-80% taki svip- aðan tíma og frá 80-96% og álíka tíma og frá 96%-99%. Þetta gildir ekki um alla bíla á götunum en nógu marga til að kallast þumal- puttaregla. Ekki leggja of lengi í hraðhleðslu Þetta tengist liðnum hér að ofan að því leyti að orkan sem þú færð á hverri mínútu minnkar eftir því sem nær dregur fullri hleðslu. Ef þú þarft að hlaða í meira en 80% og hefur möguleika á bæði hrað- hleðslu og hæghleðslu getur verið gott að hraðhlaða í 70-80% og skipta þá í hæghleðsluna og gera eitthvað skemmtilegt á meðan beðið er eftir síðustu prósentunum sem þú þarft. Vegna þess að rafhlaðan tekur hraðar við í byrjun er alltaf betra að hraðhlaða fyrst og færa bílinn í hæghleðslu en ekki öfugt. Þann- ig hleypirðu líka fleirum að og á sama tíma spararðu þér einhverjar krónur. Ef við tökum dæmi um stæðið við IKEA: Þar eru mörg hæghleðslustæði og ein hrað- hleðsla. Sniðugt er að hraðhlaða upp í 60-70%, færa svo bílinn í hæghleðslustæði og fara inn til að versla og/eða borða. Í lögum Rafbílasambandsins er tilgangurinn meðal annars sá að vinna að orkuskiptum í samgöngum. Vera málsvari lofts- lagsávinnings sem og þjóðarhag- kvæmnisjónarmiða sem hlýst af rafbílavæðingu á Íslandi. Veita ráðgjöf og rannsóknir til stjórn- valda til að hraða rafbílavæðingu hjá almenningi sem og fyrir- tækjum á Íslandi. Vera málsvari fyrir innleiðingu rafbíla til að bæta loftgæði, bæði til að auka loftgæði nærumhverfis og fyrir minnkun á útblæstri á gróðurhúsaloftteg- undum á Íslandi. Félagsmenn í Rafbílasambandi Íslands njóta ýmissa fríðinda en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þess, rafbilasam- band. is. n Hollráð við hleðslu rafbíla Það þarf að huga að ýmsu þegar hlaða þarf rafbílinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ef rafhlaðan er köld tekur hún ekki eins hratt við og ef hún er við kjörhitastig og því er betra að hlaða þegar komið er á áfangastað heldur en áður en lagt er af stað. 14 kynningarblað 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURHREIN ORK A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.