Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 24
Áður fékk ég oft að heyra að ég væri smá kreisí í fatavali og gleraugum, og ég var það. Bjarni Viðar Sigurðsson Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker opnar sinn árlega jólamarkað í dag og hefur að venju bakað hnallþórur og marengstertur fram á nótt. thordisg@frettabladid.is „Ég var mjög upptekinn af tískunni þegar ég var yngri, og jújú, ég er það enn, en á afslappaðri máta. Hér áður keypti ég mér aldrei föt án þess að hafa farið um allan bæ og fundið það rétta og ekki síst rétta merkið. Í dag vil ég enn góð merki og vandaðan fatnað, en mín helsta tískufyrirmynd er Marc Jacobs og þá sérstaklega vegna þess hve hann er frjálslegur í klæðnaði en getur líka verið mjög klassískur.“ Þetta segir Bjarni Viðar Sigurðs- son, einn dáðasti keramiker Íslendinga. Á unglingsárunum lét hann sig dreyma um að læra fatahönnun á Ítalíu. „Þar lá áhugasviðið en það varð ekkert úr því að ég færi. Í staðinn vinn ég við listsköpun í keramik- inu og það er ótrúlegt hversu miklar tískusveiflur eru í því, en rétt eins og í fatatískunni er margt sem heldur velli vegna þess hve klassísk verkin eru. Sjálfur fæ ég iðulega fyrirspurnir frá seljendum, hvort ég vilji senda þeim hina og þessa liti af verkum sem kaup- endur vilja tímabundið en ég hef aldrei orðið við því. Ég vil fylgja mínu hjarta og gera nákvæmlega það sem ég brenn fyrir og ég veit að það kemur fram í verkunum,“ segir Bjarni. Í svörtu frá toppi til táar Bjarni segir fatastíl sinn vera afslappaðan. „Áður fékk ég oft að heyra að ég væri smá kreisí í fatavali og gleraugum, og ég var það. Ég elskaði allt sem var áberandi og keypti mér oftar en ekki geggjaða og litríka hönnun. Í dag elska ég að komast yfir jakkaföt í demp- uðum litum, eins og blávínrauðu jakkafötin frá Sand sem ég keypti í Kaupmannahöfn og voru hönnuð af Ringo Starr. Þau eru minn uppá- halds klæðnaður.“ Þegar Bjarni vill stela senunni velur hann svarta litinn. „Ég dýrka að klæðast svörtu frá toppi til táar og það er sjaldan sem maður sér karlmenn í öllu svörtu. Með aldrinum er ég þó farinn að ganga meira í litum sem fylgir því að ég nota liti mikið í minni list- sköpun,“ segir Bjarni. Þegar kemur að tísku er hann veikastur fyrir skóm. „Ég er endalaust upptekinn af skóm. Nýlega ákvað maki minn að fara í gegnum skósafnið og úr einum skáp af þremur komu 45 pör, þrjú ónotuð og sum sem ný. Sum sem höfðu verið í mestu uppáhaldi voru farin að láta á sjá og svo voru aðrir skór bara ekki lengur ég. Því fengu fimmtán pör að fjúka þar og þegar næstu tveir skápar voru opnaðir kom í ljós að ég var eigandi að fleiri en hundrað skópörum,“ segir Bjarni og hlær að öllu saman. Föt sem lyfta persónuleikanum Tískuráð sem Bjarni tileinkaði sér fékk hann hjá kunningja sínum í Danaveldi. „Hann sagði best að klæðast því sem manni líður vel í. Þá skipti ekki máli hver hönnuðurinn væri heldur að flíkin lyfti upp persónu- leika manns,“ segir Bjarni. Hann minnist fyrstu sýningu sinnar í Hafnarborg 2002. „Þá ákvað ég að vera í hvítum fötum fyrri part dagsins og svörtum kvöldklæðnaði seinni partinn, en fatnaðurinn fór saman við glerungana mína. Sá hvíti var eins og hvítur krumpuglerungur og svörtu fötin eins og svartur og glansandi satínglerungur. Allt samkvæmt nýjustu tísku þá og passaði tilefninu algjörlega.“ Hamingja, gleði og jólaandi Bjarni opnar sinn rómaðan jóla- markað á vinnustofu sinni að Hrauntungu 20 í Hafnarfirði í dag. „Já, þetta er hátíðisdagur. Ég hélt jólamarkaðinn fyrst fyrir sextán árum og var þá með tóman bílskúr, tvær hillur, keyptar kökur, kók og appelsín. Ég var staðráðinn í að gera þetta að einhverju. Margir komu og ég varð steinhissa, segir Bjarni fullur tilhlökkunar. „Ég er nokkuð viss um að þetta er stærsti einstaklings-jólamark- aður hér á landi. Hann byrjaði sem tveggja daga en undanfarin ár hefur hann staðið yfir í fjóra daga og með kvöldopnun. Bæði ungir sem aldnir koma á markaðinn og mér er mikið í mun að börnin hafi líka gaman af, enda hef ég heyrt hjá þeim sem koma með börnin sín að þau segi: „Vei! Þetta er fyrsti dagurinn af jólunum, að fara til Bjarna!“ Andrúmsloftið er þrungið hamingju, gleði og jólaanda, og öllum líður vel og finna sitthvað við hæfi í mat, kökum, drykk og auðvitað keramikinu líka,“ segir Bjarni sem dregur líka út einn heppinn vinningshafa á dag í veg- legu jólamarkaðshappdrætti sem hann kallar Keramik í kassa. „Börnin fá líka glaðning frá mér og það skemmtilegasta er að krakkar sem komu hingað lítil fyrir sextán árum eru nú orðin fullorðið fólk að kaupa sér muni í búið eða herbergið sitt. Mér þykir undurvænt um að sjá þessa einstaklinga koma aftur og aftur og eiga þessa jólahefð með mér. Minningin á alltaf að vera góð og falleg.“ Bakar frekar fram á nótt Á jólamarkaði Bjarna svigna borðin af dýrindis keramikhönn- un í bland við lostætar hnallþórur og heimagerðar veitingar. „Margir vina minna segja að ég ætti að einfalda málið og kaupa tilbúnar smákökur eða deig til að baka úr en það kemur ekki til greina. Frekar baka ég fram á nætur svo að nóg sé til fyrir mína gesti. Það verður að vera heima- bakað og nú býð ég líka upp á marengstertur. Ég byrjaði að baka margens að gamni mínu fyrir nokkrum árum og þær áttu alls ekki að verða fastur liður en það er svolítið hættulegt að koma með nýjar hefðir því þær vilja oftast halda sér í jólahlýjunni á vinnu- stofunni.“ Í dag er bílskúrinn sem hýsti fyrstu jólamarkaði Bjarna farinn og í staðinn risin 90 fermetra viðbygging sem er vinnustofa lista- mannsins, opin, hlý og björt. „Þegar maður heldur jólamarkað í sextánda sinn þýðir ekkert annað en að vera með nýja hönnun og í ár er þar engin undantekning. Reyndar er svo margt nýtt að sumt af eldri munum mínum hefur þurft að víkja. En það nýja getur líka verið það gamla í nýjum búningi, eins og eldfjöllin og margfætlurnar sem ég framleiði sérstaklega fyrir jólamarkaðinn en eru hönnun sem ég gerði í námi mínu 1988. Þá má nefna nýja kertastjaka, vasa og skálar, og margir koma til að fylla á stellin sín og það sem þeir eiga fyrir,“ greinir Bjarni frá. Sjálfur hrífst hann af keramik- verkum Claudi Casanovas. „Þau eru hrein og bein náttúran, og það er einmitt það sem ég hrífst mest af í eigin verkum, þegar ég næ að gera glerunga sem líkjast nátt- úrunni sem mest. Oft og tíðum er það erfitt en þegar það lukkast er mikil gleði og hamingja.“ Jólamarkaður Bjarna í Hraun- tungu 20, Hafnarfirði, er opinn fimmtudag til sunnudags frá klukkan 10 til 18. Allir vel- komnir. n Á yfir hundrað skópör og er hvergi hættur Keramikmunir Bjarna eru eftirsóttir víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Bjarni er flottur í tauinu og segir litavalið oft endurspegla listmuni sína. 4 kynningarblað A L LT 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.