Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Blaðsíða 72
30. GEIRDALSHREPPUR
a. KRÓKSFJARÐARNES
Lendingin er við kauptúnið Króksfjarðarnes suð-austanvert í Króksfirði. Hún
iiggur móti norð-vestri og er grýtt og sumstaðar klappir. Þar er bátabryggja. Leið-
armerki: Á Ingunnarstaðarbökkum skammt frá sjó er trémerki 8—10 m. hátt og
hlaðið torfi um að neðan og í Ingunnarstaðahólma skammt frá landi er hvít- og rauð-
máluð járnplata á járnstöng, 3—4 m: há og hlaðið grjáti um að neðan.
31. Reykhólahreppur.
32. GUFUDALSHREPPUR
a. SKÁLANES
Lendingin er sunnan við túnið á Skálanesi og er stefna hennar og leiðarinnar
til norðausturs. Leiðarmerki eru aðeins fyrir Fjórðungaboða. Sunnan við boðann er
farið eftir merkjunum: „Syðrahraunsjaðar í Sorgarhorn á Hallsteinsnesi“ og sé farið
fyrir vestan boðann, á bærinn og túnið á Hallsteinsnesi að vera horfið undir Svðra-
hraun, sem nær milli fjalls og fjöru. í lendingunni er sandur og möl, en á leiðinni
eru blindskcr og.grynningar, sem ekki sjást ailar þegar hásjávað er.
33. Múlahreppur.
34. Flateyjarhreppur.
35. Barðastrandarhreppur.
36. RAUÐASANDSHREPPUR
a. KEFLAVÍK
Lendingin Stöð er niður undan bænum Keflavík í stefnu N. Léiðarmerki eru
engin. í lendingunni eru klappir og sandur; hún er slæm í allri hafátt, en góð í
norðan- og austanátt. Þetta er eina lendingin í Rauðasandshreppi fyrir sunnan
Látrabjarg, sem lending getur heitið.
b. HVALLÁTRAR
Um lendinguna sjá sjómerki nr. 40, Lútravík.
c. BREIÐAVÍK
Lendingin er vestur og niður undan bænum, stefna hennar er SSV. Leiðar-
inerkin standa á hvítum sandi, dökkmáluð, og sjást vel; þau eru tæpir 2 m. á hæð
(steypt). Um stórstraumsflóð fellur sjór upp að neðra merkinu, en hitt er 80 m.
ofar. — Þegar haldið er upp i lendinguna, er boði á bakborða 250 m. frá landi,
um smástraumsfjöru sést á hann, en að vestanverðu eru flúðir. Lendingin er talin
góð í allri vestan- og suðvestanátt, en betri um flóð, því þá er farið vesturmeð, fyrir
innan skerin, þar er smásævi þó brjóti á skerjum.
Norðau til i Breiðuvík er lendingin Fjarðarhorn, stefna SA. Lendingin er talin
ágæt í austan og norðan átt, eða þegar sjór er af norðri. Innsiglingarmiðið: stór,
hlaðin varða í steyjit dökklitað merki á kletti í fjörunni.
d. KOLLSVÍK
Lendingin er norðaustantil í víkinni, hún er alveg ónothæf nema fyrir vel
kunnuga. Leiðin er í einlægum krókum á milli skerja og boða.