Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Blaðsíða 90
88
106. GEITHELLNAHREPPUR
a. STYRMISHÖFN
Lendingin er suðaustan við Þvottárland. Stórgrýtt fjara. Lendingin er grunn,
betri um flóð en uin fjöru. Talin slæm vegna brims og grynninga.
107. NESJAHREPPUR
a. HORNSVÍK
Lendingin er við bæinn Iíorn. Þar sem lent er, er sandur, engar grynningar ó
leiðinni. Lendingin er góð í kyrrum sjó.
b. HÖFN (í Hornafirði)
Þar er lent við bryggju í kaupstaðnum eða eyjum þar i grennd.
108. BORGARHAFNARHIÍEPPUR
a. SÆVARHÓLAKLETTUR
Lendingin er suður af Sævarhólaklelti og suðaustur frá Skálafelli. Leiðarmerki
eru engin. Leiðin liggur austan við svonefnda Hólakletta. Iílettarnir eru tveir, annar
í fjörunni, en hinn er 200 m. frá landi. Lendingin er fyrir opnu hafi, og er talin
slæm. Lendingin lítið notuð.
b. HÁLSAHÖFN
Hálsahöfn, austanundir svonefndum Klapparhálsi; austur af tanganum er Jlafna-
sker, og eru boðar í kringum það, mjög varasamir. Skipaleiðin er óhrein að því
leyti, að boðarnir eru nálægt henni, og lciðarmerki eru engin. Lendingin litið notuð.
c. BJARNARHRAUNSSANDUR
Sandurinn er niður uiidan bæjunum Bjarnarhöfn og Kálfafellsstað, mitt á inilli
bæja. Leiðarmerki eru engin. Sker er að utanverðu við lendinguna, og dregur ]>að
lalsvert úr brimi við hana, einkanlega í suðvestansjó. Lending ]>essi er talsverðum
breytingum háð, stundum myndast hár sandmalarkampur, en stundum dregur
sjórinn hann aftur úr og sléttar yfir. Þar er vanalega meira og minni brim og er
talin slæm lending.
d. VINDÁSFJARA
Það er lending frá Breiðábólstað, og cr suður frá bænum Sléttabóli við Steina-
fjall. Út af lendingunni er grunnbrot um 150 m. fró lar.di, og er hún ekki fær nema
í góðu.
109. Hvammshreppur.
110. DYRHÓLAHREPPUR
a. DYRHÓLAHÖFN
Lendingin er vestan undir Dgrhólaey. Leiðarmerki eru engin. Leiðin inn á liöfn-
ina liggur vestan undir svonefndum Kambi, en svo heitir drangi sá, sein er
næstur Dyrhólaey að vestanverðu, og skal halda sem næsl honum, eða það nærri
að Kambinn beri í Mávadranga, sem er næsti drangi fyrir utan Kambinn. \ lend-
inguiini er sandur og möl. Engin blindsker. Lendingin er talin slæm.
Ji. JÖKULSÁ Á SÓLIIEIMASANDI
Lendingin er í útsuður frá Ytri-Sólheimum, en í suður frá Eystri-Skógum.
Leiðarmerki eru: Steinn í Jökulsáraurum, sem á að bera í skriðjökulstána. Steinn-