Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Blaðsíða 74
72
c. STEINANES
Lendingin er í Steinanesi norð-vestarlega í Geirþjófsfirði gegnt Otradal. Hún er
góð neina í hvassri vestan- eða suðvestanátt, en þá er mikil vindbára. Leiðarmerki
eru engin.
41. AUÐKÚLUHKEPPUR
a. BAULHÚS
Leiðarmerki eru engin, en halda skal beint á sjávarhúsin, þar er lent í malar-
sandi. Lendingin er góð.
b. HLAÐSBÓT
Þar er lent við ægisand heint framundan verbúðinni. Leiðarmerki eru engin.
c. ÁLFTAMÝRI
Lendingin er heint norður af bænum við sléttan sand. Leiðarmerki eru engin.
d. STAPADALUR
Lendingin er sandvör innanvert við sjávarhúsin, til heggja liliða eru klappir
og stór’grýti. Leiðarmerkin eru 2 hvalkjálkar hvitmálaðir, með ca. 50 m. millibili.
Innan til við leiðina er blindslter sem hrýtur á um fjöru. Lendingin er bezt með
hálfföllnum sjó, talin miður góð.
e. HltAFNABJÖRG
Lendingarstaðurinn er í svonefndri Grisavík, vörin er þröng og grýtt og klappir
til heggja handa. Innanvert og framan af lendingunni er blindsker. Leiðarmerki
eru tveir litaðir steinar, uppi á bakkanum, á milli þeirra eru 14 m. Lendingin er
talin miður góð og brimasöm í vestanátt.
f. LOKINHAMRAR
Lendingarstaðurinn er svonefndir „Pallar". Aðallendingin er í miðpalli. Þar
er lent við slórgrýtis malarkamp. Fyrir framan lendinguna er stór steinn, sem getur
verið hættulegur fyrir ókunnuga, með lágum sjó. Leiðarmerki eru engin.
42. Þingeyrarhreppur.
43. Mýrahreppur.
44. Mosvallahreppur.
45. FLATEYRARHREPPUR
a. GARÐUR
Garður er skammt fyrir innan Flateyri. Þar er ágæt lending, smámöl og sandur.
b. FLATEYRl
Lending er ágæt alstaðar innan við eyrina, þar er möl og sandur.
c. KÁLFEYRI
Lendingin á Kúlfeyri er skammt fyrir utan Flateyri, þar er stórgrýti og illt að
lenda um fjöru. Rezt með hálfföllnum sjó.
46. SUÐUREYRARHREPPUR
a. STÖÐIN
Lendingin er í utanverðuin „Spillir“. Hún er þröngur vogur, með skerjum til
beggja handa. Sandur og möl er í lendingunni. Leiðarmerkin eru tóftarhrot á bakk-
anum fyrir ofan veginn, sem á að bera í svonefnt Magnúsarhorn vestarlega í Sund-
dal. Lendingin er talin allgóð, bezt með hálfföllnum sjó.