Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Blaðsíða 67
er h. u. b. frá norðri til suðurs. Leiðarmerki eru engin. í vörinni er sandur. Lending
þessi er nú ekki lengur notuð.
n. NES VIÐ SELTJÖRN
Lendingin er skammt fyrir austan lendinguna í iNýjabæ. Stefna hennar er frá
norðri ti 1 suðurs. Leiðarmerki eru engin. Þegar farið er inn í vörina, er stefnt á
hliðið á kálgarðsveggnum fyrir ofan. í lendingunni er leir og sandur. Að austan-
verðu við vörina er stórgrýti. Nú er hún aðeins notuð af mönnum, sem stunda
hrognkelsaveiði.
o. MÝRARHÚS I
Lendingin er norðan á nesinu mitt á milli Mýrarhúsa I og Mýrarhiísa II. Leið-
armerki eru engin, önnur en þau, að símastaur, sem stendur upp í Pálshæjartúni,
á að bera í staurinn á Valhiísinu, og er farið eftir þeim merkjum inn i vörina. í vör-
inni er sandur og klappir, hún er betri um flóð, en annars talin miður góð. Nú er
lending þessi ekkert notuð, og ekkert haldið við.
p. MÝRARHÚS II
Lendingin er austan til við Pálsbæ, mitt á milli Pálsbæjar og barnaskólans í
Mýrarhúsum. Stefna h. u. b. frá norðri til suðurs. í vörinni er mest klappir. Báðum
megin vararinnar er þangi vaxið stórgrýti, og hefir grjót hrunið dálítið úr kömp-
unum niður í vörina. Bezt mun vera að lenda um flóð. Lending þessi var talin
góð á meðan hún var notuð og henni haidið við, var eina lendingin að norðanverðu
á nesinu önnur en Vatnavík (sbr. 1.).
q. ENGEY
Áður fyrr voru fjórar lendingar i Engey, en aðeins einni hefir verið haldið
við; hún er í suður frá bænum, niður undan geymsluhúsi, sem stendur á sjávar-
bakkanum. Að austanverðu við vörina er sker rétt við landið, en að vestanverðu
eru engir boðar né grynningar, og því bezt, að koma þeim megin að vörinni þegar
lent er. Lending þessi er talin miður góð.
í). MOSFELLSHREI’PUR
a. LEIRVOGSTUNGA
Lendingin er fyrir botni Leirvogs. Þar eru flatar eyrar, sandur og smámöl.
Fjöruborð er svo mikið, að vogurinn er þurr um fjöru, aðeins lendandi um stór-
straumsflóð.
b. VARMÁ
Lendingin er við Hestaþingshól, innanvert í botni Leirvogs, þar er sandur og
möl. Fjöruborð svo mikið, að ekki er hægt að lenda nema um stórstraumsflóð.
c. LÁGAFELL
Lendingin er við Langatanga, er liggur út i Leirvog að sunnanverðu, og er
hægt að lenda báðum megin við tangann. Útgrynni er svo mikið, að ekki er hægt
að lenda nema um stórstraumsflóð.
d. BLIKASTAÐIR
Lendingin er svokallað fíerði í Iilikastaðanesi (Nesið slcilur Leirvog og fíorm-
vik). í lendingunni er sandur og möl. Fjöruborð er svo mikið, að ekki er hægt að
lenda nema um flóð.
e. KORPÚLFSSTAÐIR
Lendingin er að sunnanverðu í Gormvík, þar er sandur og möl. Hólmi er
skammt frá landi og sker utan og innan við hann, en ekki er það neitt til hindrunar
á lendingarleiðinni. Bezt að lenda um flóð.
9