Fréttablaðið - 22.11.2022, Síða 2
Menn standa gapandi
yfir þessu.
Gunnar Þorgeirs-
son, formaður
Bændasam-
takanna
Ævintýri fullt af töfrum
Klassíski listdansskólinn hélt í gær generalprufu í Borgarleikhúsinu á Hnotubrjótnum en skólinn og Óskandi hafa tekið höndum saman og sett upp sína eigin
útgáfu af þessu klassíska jólaverki. Hnotubrjóturinn, ævintýri sem flestir þekkja og er fullt af töfrum og skemmtun, verður sýndur í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það er skortur á ull á Íslandi
og því þarf að rýja oftar en
einu sinni á ári – og hjálpin
berst að utan með aðstoð
fólks sem elskar að rýja
íslensku sauðkindina.
ser@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR Slík er ásóknin í ull
á Íslandi þessi árin að bændur hafa
ekki undan að rýja rollur sínar. Þar
af leiðandi eru þeir farnir að klippa
þær að vetri sem að vori, ólíkt því
sem áður var þegar ein rúning var
látin nægja á ári.
Og til að sinna þessu verki þarf
að kalla á hjálp að utan, alla leið frá
Kanada, en þaðan kemur Pauline
Bolay með f lugbeittar rúnings
græjurnar sínar. Hún kveðst í sam
tali við Fréttablaðið vera í um tvær
vikur á Íslandi að þessu sinni og
fara á milli allmargra bæja. „Ætli
ég rýi ekki um það bil 1.500 kindur
að þessu sinni,“ segir hún, komin
vestur á Melanes á Rauðasandi í
vestanverðri Barðastrandarsýslu
að þessu sinni til að rýja nokkra tugi
kinda, en árlega ferðast hún á milli
fjölmargra landa í þessu sérstaka
starfi sínu.
„Viðhorfið er fyrir öllu,“ segir hún
aðspurð um hvað sé mikilvægast í
faginu, „að laga sig að hverju verki á
hverjum stað.“
Ástþór Skúlason, bóndi á Mela
nesi, segir að ullarskortur sé orðinn
viðvarandi í landinu vegna fækk
unar fjár og fleiri prjónandi handa
í landinu – og raunar langt út fyrir
landsteinana. „Það segir sitt um
stöðuna að bara Norðmenn væru til
í að kaupa alla íslenska ull sem fellur
til hér á landi,“ segir hann. „Við
bændur höfum bara ekki undan við
að framleiða ull.“
Hann segir að aukin rúning, jafnt
að vetri sem vori, dugi ekki til að
mæta stóraukinni eftirspurn eftir
íslenskri ull. „Okkur er að fækka í
hópi sauðfjárbænda – og sú þróun
mun bara halda áfram, nema ein
hver róttæk breyting verði þar á,“
segir hann og bendir á að meðal
aldur þeirra nálgist nú sjötugt. „Og
það segir auðvitað allt sem segja
þarf. Staðan er bara þannig að ungt
fólk hefur engin efni á að taka við
jörðum í rekstri, svo hátt gjald þarf
að reiða fram fyrir bústofn, húsa og
vélakost.“
En hvað sem öllu líði megi það
heita framför hér á landi að rollurn
ar séu nú rúnar tvisvar á ári í stað
einnar vorrúningar. Vetrarrúningin
skili betri ull en vorrúningin, reifin
séu ekki eins þóf kennd og þelið
ekki eins flókið og í fyrri tíðar árs
bundnu rúningunni, segir Ástþór
Skúlason.
Það segir sína sögu um mann
skapinn í íslenskum landbúnaði
að fjöldi útlendinga kemur hingað
til lands á hverju ári í rúningu og
slátrun.
„Já, þetta er þróunin,“ segir Gunn
ar Þorgeirsson, formaður Bænda
samtakanna. „Það er orðið erfitt
að fá Íslendinga í þessu lotustörf.
Hvað rúninguna varðar hjálpar til
að fá svona svellvant fagfólk sem
er að allt árið og rýir tugi kinda á
klukkutíma. Menn standa gapandi
yfir þessu,“ segir Gunnar Þorgeirs
son. n
Komin frá Kanada með
rúningsklippurnar á lofti
Pauline Bolay ferðast þessa dagana á milli bæja á Íslandi. Hér er hún í önnum
í fjárhúsunum á Melanesi á Rauðasandi í gær. MYND/ELÍN
� 4. DESEMBER � KL. 14.00 � SILFURBERG
JÓLAFJÖR
með sölku sól
kristinnpall@frettabladid.is
REYKJAVÍK Lögreglan á höfuð
borgarsvæðinu auglýsti í gær eftir
vitnum að umferðarslysi sem átti
sér stað fyrir helgi. Vegfarandi var
f luttur alvarlega slasaður á slysa
deild.
Í tilkynningu lögreglunnar var
sérstaklega kallað eftir því að
einstaklingur sem keyrði sam
hliða bílnum myndi gefa sig fram.
Umræddur einst ak ling ur var
á hvítum bíl og telur lögreglan
að hann hafi verið af gerðinni
Volkswagen. n
Lýsa eftir vitnum
Frá vettvangi slyssins síðastliðinn
föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Atvikið átti sér stað á
gatnamótum Kringlu-
mýrarbrautar og Háa-
leitisbrautar.
kristinnpall@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Alls eru þrjátíu
starfsmenn lögreglu að störfum
við rannsókn á hnífsstunguárás
sem átti sér stað í miðbæ Reykja
víkur fyrir helgi. Margeir Sveins
son aðstoðaryfirlögregluþjónn
segir málið eitt af þeim stærstu
sem lögreglan hefur tekist á við og
að Fangelsismálastofnun sé komin
að þolmörkum. Þegar Fréttablaðið
fór í prentun var lögreglan enn á
höttunum eftir síðustu einstakling
unum sem eru grunaðir um aðild að
málinu og var búið að handtaka hátt
í þrjátíu manns.
Þetta kom fram í viðtali við Mar
geir sem birtist á Hringbraut í gær
þar sem hann sagði lögregluna vera
komna með nokkuð skýra mynd af
atburðarásinni.
„Við höfum verið að benda á þetta
í gegnum tíðina. Hnífaárásum hefur
fjölgað í miðbænum, þar sem hópar
eða einstaklingar eru tilbúnir að
beita eggvopnum. Þetta er eitt af því
sem við óttuðumst mest, að þessi
gengi enduðu saman með þessum
hætti,“ sagði Margeir og bætti við
að þetta væri til marks um aukna
hörku í undirheimunum.
„Harka hefur alltaf verið til staðar
í undir heimunum en kannski ekki
af þessari stærðar gráðu sem við
erum að horfa á núna,“ sagði Mar
geir. n
Búið að handtaka hátt í þrjátíu manns
Margeir Sveins-
son, aðstoðar-
yfirlögreglu-
þjónn
2 Fréttir 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ