Fréttablaðið - 22.11.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 22.11.2022, Síða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kristrún hefur opnað flokk sinn. Í því felst jafn mikið áræði og áhætta. Íþyngjandi og óskil- virkar reglur sem eru sagðar stafa frá EES-sam- starfinu koma enda óorði á EES. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is ser@frettabladid.is Nýjar reglur Forkólfar knattspyrnuforyst- unnar í heimi hér hafa lyppast niður gagnvart ægivaldi íhalds- punga í Katar og krafist þess af dómurum heimsmeistara- keppninnar að þeir gefi þeim leikmönnum gula spjaldið í byrjun leiks sem dirfast að bera regnbogabandið á upphandlegg. Það er ekki að spyrja að tján- ingarfrelsinu – og því skal kippt úr sambandi si-sona ef gestgjöf- unum hentar. Heyr á endemi. Sjaldan ef nokkurn tíma hafa forvígismenn nokkurra íþrótta- sambanda á blessaðri heims- kringlunni lagst jafn lágt – og það baráttulaust. Öllum þeim dásamlega árangri sem þó hefur náðst í mannréttindabaráttu hinsegin fólks skal bara kastað út um gluggann si-sona … Fordæmi Það þarf sumsé ekki meira til að breyta reglum boltans, frá einu móti til annars, en heiftina í heimalandinu og alla þá mann- fyrirlitningu sem þar er fyrir. Í öllu þessu mengi eru mann- réttindi bara skiptimynt, réttur kvenna algert aukaatriði og hagur samkynhneigðra skiptir engu máli. Samkvæmt þessu fer vel á því að halda næsta mót í Norður-Kóreu. Heimamenn fengju þá að byrja inn á vellinum með fullt lið, en allir hinir með hálft, bara af því að einræðis- herrann í Pyongyang segir svo. n Kröftug innkoma Kristrúnar Frosta- dóttur í leiðtogahlutverk Sam- fylkingarinnar hreyfir við íslenskri pólitík. Það sýna nýjar kann- anir sem Fréttablaðið hefur birt á síðustu dögum, en ekki einasta nálgast fylgi jafnaðarflokksins þau tuttugu prósentin sem Sjálfstæðisflokkurinn státar af þessa dagana, heldur stekkur nýi formaðurinn upp fyrir for- sætisráðherra landsins í mati svarenda á því hvaða stjórnmálaleiðtoga þeir treysta best. Þetta eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Og þótt nýjabrumið hjálpi Kristrúnu vissu- lega, sem hefur auðvitað ekki glímt við sama andstreymi og formaður Vinstri grænna á undanförnum vikum, svo líkja má við andúð á köflum, þá er augljóst að hún nær vel út fyrir það lítilfjörlega fastafylgi sem Samfylkingin hefur haft um áratugar skeið. Það sama verður ekki sagt um aðra forystu- menn stjórnmálaflokkanna, hvorki Katrínu Jakobsdóttur né Bjarna Benediktsson, raunar einkum og sér í lagi þann síðarnefnda sem virðist ólíklegastur af núverandi flokksfor- mönnum á Alþingi til að sækja fylgi út fyrir raðir sínar, en þær virðast fremur þrengjast en víkka nú um stundir. Kannanir í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins staðfestu þetta, ef eitthvað er, en samkvæmt þeim virtist keppinautur Bjarna vera frekar til þess fallinn að laða að nýtt fylgi en sá sem sigurinn hreppti. Formaður Framsóknarflokksins glímir líka við litla lýðhylli út fyrir sínar raðir, en sá er þó munurinn á þeim flokki og hinum tveimur sem eiga sæti við ríkisstjórnarborðið að for- mennska í þeim gamalgóða bændaflokki hefur aldrei verið sama höfuðatriði og hjá þeim flokkum sem hafa staðið lengst til vinstri og hægri. Það er í anda samvinnuhugsjónarinnar. En meginspurningin er auðvitað þessi nú um stundir í íslenskri pólitík hvort nýjum formanni Samfylkingarinnar muni takast að festa fylgi hennar við tuttugu prósentin og vera þannig raunverulegur keppinautur við Sjálfstæðisflokkinn sem, þrátt fyrir allt, ber enn sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra flokka á sviði íslenskra stjórnmála. Og þótt and- stæðingum hans hafi ekki leiðst að benda á hnignandi fylgi hans á undanförnum árum – og raunar það sem af er þessari öld, þá hafa aðrir f lokkar ekki enn komist þangað með tærnar þar sem íhaldið hefur hælana á síðustu áratugum, nema endrum og sinnum – og aldrei til frambúðar. Kristrún hefur opnað flokk sinn. Í því felst jafn mikið áræði og áhætta. Hún hefur losað um gömlu grundvallarskilyrðin. Það virkar strax, hvað svo sem síðar verður. n Pólitísk hreyfing Í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kom út í september 2019 er m.a. fjallað um svokallaða „gullhúðun“ við innleiðingu EES-reglna í landsrétt. Með því er átt við tilvik þar sem stjórnvöld einstakra ríkja herða á íþyngjandi EES-gerðum til að ná fram sérstökum markmiðum á heimavelli eða „lauma“ heimasmíðuðum ákvæðum inn í innleiðingarfrum- vörp. Víða er lögð áhersla á að innleiðing íþyngjandi EES-gerða eigi ekki að ganga lengra en gerðirnar sjálfar krefjast gagnvart þeim sem gert er að starfa eftir reglunum. Þetta kemur m.a. fram í reglum um þinglega meðferð EES-mála frá árinu 2010, í almennum reglum um meðalhóf á vettvangi stjórn- sýslunnar, og í umræðum á Alþingi. Engu að síður kemur fram í skýrslunni að víða sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa m.a. vakið máls á þessu. Af þessum sökum óskaði ég, ásamt f leiri þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins, eftir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra f lytji Alþingi skýrslu óháðra sérfræðinga um innleiðingu EES-gerða. Beiðnin hefur nú verið samþykkt. Óskað var eftir fjallað yrði um hvernig innleiðingu EES-gerða hefur verið háttað í umhverfisráðuneytinu og hvort gengið hafi verið lengra en þörf var á. Ráðuneytið varð fyrir valinu þar sem heppilegt er að framkvæmdin sé skoðuð á einu málefnasviði til að byrja með. Að auki höfðu mér borist ábendingar um að þar kynni að vera að finna ýmis dæmi um að of langt væri gengið við innleiðingu. Þingmenn gegna mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart stjórnvöldum og til þess höfum við tæki á borð við áðurnefnda skýrslubeiðni. Innlend fyrir- tæki og neytendur eiga að sitja við sama borð og aðrir á innri markaði Evrópusambandsins. Íþyngjandi og óskilvirkar reglur sem eru sagðar stafa frá EES-sam- starfinu koma enda óorði á EES. Okkur skýrslubeið- endum finnst því mikilvægt að komast til botns í hvort sá háttur sé hafður á hér á landi. Hvort lengra sé gengið við innleiðingu EES-gerða, með þeim afleiðingum að regluverk verði meira íþyngjandi en þörf er á. n Gullhúðaðar EES-reglur Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.