Fréttablaðið - 22.11.2022, Side 10

Fréttablaðið - 22.11.2022, Side 10
hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI A-landslið karla í knatt- spyrnu hefur lokið keppni á þessu ári en liðið vann aðeins tvo af fjór- tán leikjum sínum á þessu ári. Liðið endaði árið á að vinna Eystrasalts- bikarinn en báðir leikir unnust í vítaspyrnukeppni í átt að titlinum. Ísland spilaði fjóra keppnisleiki undir stjórn Arnars Þórs Viðars- sonar á þessu ári, allir fjórir leik- irnir í Þjóðadeildinni enduðu með jafntefli. Jafntefli er saga ársins hjá lands- liðinu sem gerði jafntefli í átta af fjórtán leikjum liðsins. Rúm 57 pró- sent leikja liðsins enduðu því með jafntefli. Öll undankeppni fyrir EM 2024 fer fram á næsta ári þar sem liðið þarf að ná að breyta jafnteflum í sigra. Er þetta met í fjölda jafntefla á einu ári hjá landsliðinu. Íslenska liðið skoraði tólf mörk í þessum fjórtán leikjum á þessu ári, liðið fékk hins vegar 21 mark á sig. Undir stjórn Arnars Þórs Viðars- sonar hefur liðið átt í vandræðum með að vinna jafna leiki en liðið vann aðeins San Marínó og Venesú- ela í æfingaleikjum sem fram fóru í júní og síðan í september. Arnar Þór Viðarsson var að klára sitt annað heila ár í starfi þjálfara en talsverð umræða hefur verið um framtíð hans í starfi. Vanda Sigur- geirsdóttir, formaður KSÍ, skoðaði það á dögunum að ráða Heimi Hall- grímsson en hætti við. Hún hefur lagt traust sitt á Arnar sem þarf að standa undir þeirri áskorun að skila betri úrslitum á næsta ári. n Árið sem yfir helmingur leikja endaði með jafntefli Arnar Þór þarf að sækja úrslit strax á næsta ári þegar undankeppni EM 2024 hefst. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Úrslit A-landsliðs karla árið 2022: Þjóðadeildin Ísrael 2 - 2 Ísland Ísland 1 - 1 Albanía Ísland 2 - 2 Ísrael Albanía 1 - 1 Ísland Eystrasaltsbikarinn Litáen 0 - 0 Ísland Lettland 1 - 1 Ísland Æfingaleikir Úganda 1 - 1 Ísland Suður-Kórea 5 - 1 Ísland Finnland 1 - 1 Ísland Spánn 5 - 0 Ísland San Marinó 0 - 1 Ísland Venesúela 0 - 1 Ísland Sádi-Arabía 1 - 0 Ísland Suður-Kórea 1 -0 Ísland Það verður mikið um dýrðir í Origohöllinni í kvöld þegar þýska stórliðið Flensburg mætir Val í Evrópudeildinni. Arnór Snær Óskarsson leikur lykilhlutverk í liði Vals. aron@frettabladid.is HANDBOLTI Arnór Snær Óskars son er einn af leik mönnum Vals í hand- bolta sem hafa sprungið út í veg- ferð liðsins í riðla keppni Evrópu- deildarinnar. Hjá Val nýtur Arnór meðal annars lið sinnis bróður síns Bene dikts og föður síns Óskars Bjarna. Fram undan er stærsta verk- efni Vals í Evrópu deildinni hingað til en liðið mætir þýska stór veldinu Flens burg í Origohöllinni í kvöld. Það gefur auga leið að gríðar- legur á hugi er á leiknum enda ekki á hverjum degi sem stór lið í hand- boltanum leika hér á landi. Upp selt er í Origohöllina í kvöld og Vals- menn hafa, líkt og Flens burg, farið vel af stað í riðla keppninni með tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum. Nú er komið að stærsta verk efni Vals manna til þessa og Arnór er spenntur. „Það er mikill spenningur sem hefur gert vart við sig í að draganda leiksins. Maður hefur verið að bíða svo lítið eftir þessum leik, að mæta Flens burg heima, fyrir framan allt okkar stuðnings fólk. Þetta er draumur, al gjör snilld. Að upplifa draum sinn Reynsla Vals af riðla keppni Evrópu- deildarinnar hefur verið nokkuð góð hingað til. „Þessir fyrstu tveir leikir okkar í Evrópu deildinni á móti FTC og Benidorm hafa spilast nokkuð vel. Við höfum náð að spila okkar leik, náð að keyra á and stæðinginn og í raun ekkert stoppað. Þá höfum við náð að spila góða vörn, fengið mark- vörslu, það hefur í raun allt gengið upp.“ Arnór er sem leik maður Vals að upp lifa draum sinn síðan í æsku. „Ég get með sanni sagt að þetta sé draumi líkast. Maður hafði áður fengið smjör þefinn af þessum Evrópu keppnum, til að mynda gegn Lem go í fyrra, en það að vera nú að keppa í riðla keppni Evrópu- deildarinnar er ein hvern veginn miklu stærra. Ég man þegar maður var yngri og fylgdist með þessum stóru liðum í Evrópu, á þeim tíma punkti hugs- aði maður með sjálfum sér að þetta væri eitt hvað sem maður vildi stefna að.“ Bræður berjast hlið við hlið Draum sinn upp lifir hann með bróður sínum Bene dikt Gunnari Óskars syni og föður sínum Óskari Bjarna Óskars syni en bræðurnir hafa vakið verð skuldaða at hygli með frammi stöðu sinni hingað til í Evrópu deildinni. „Það er bara frá bært að geta upp- lifað þetta með þeim og ég get í fullri hrein skilni sagt að ég myndi ekki vilja fara í gegnum þetta verk efni með neinum öðrum. Bene dikt er frá bær leik maður, það er gott að spila með honum og við tengjum vel og þá er gott að hafa ein hvern á vara manna bekknum sem er gott að tuða al menni lega í og þar kemur pabbi sterkur inn.“ Fyrir upp haf Evrópu deildarinnar var mikið um það rætt að nú myndi fást betri mynd af stöðu ís lensks fé lags liðahand bolta í Evrópu enda ekki reglu legur at burður að Ís land eigi lið í riðla keppni Evrópu móta. Það reynist á skorun fyrir alla hlutað eig andi hjá Val að halda ein- beitingunni á réttum stöðum hverju sinni en vel hefur tekist til hjá liðinu í Evrópu og hér heima. „Mér finnst við vera að tækla þetta vel. Auð vitað leiðir maður hugann að þessum Evrópu leikjum þegar nær dregur en þetta getur alveg tekið á. Ég reyni bara að hugsa ekki of langt fram í tímann, heldur bara að næsta leik. Mark miðið var alltaf þannig, milli þessara Evrópu leikja, að við ætluðum að vinna þá og mæta síðan fullir sjálfs trausts í Evrópu verk- efnið. Hingað til hefur þetta gengið mjög vel.“ Þurfa fullkominn leik Vals menn ætla sér að ná í úr slit á móti Flens burg en það gæti reynst þrautin þyngri að gera það. Hvað þurfa Vals menn, að mati Arnórs, að gera til þess að sigra þýska stór­ veldið? „Við þurfum að ná full komnum leik, keyra bara á þá og fá vörnina inn. Þá fylgir mark varslan með. Ef við náum að tvinna þetta saman eru okkur allir vegir færir.“ Flens burg situr um þessar mundir í 4. sæti þýsku úr vals- deildarinnar og mætir sært til leiks eftir jafn tef li gegn Melsun gen á sunnu daginn. Stutt er á milli leikja í þýsku úr vals deildinni og er það eitt- hvað sem Vals menn gætu nýtt sér. „Það getur vel verið að það sé ein hver þreyta í leik manna hópi þeirra en að sama skapi veit ég að þessir leik menn eru mjög vel þjálf- aðir og til búnir í þetta. Þetta er bara fínn tíma punktur fyrir okkur að keyra bara al menni- lega á þá og vonandi gengur það upp.“ n Stærsta verkefni Valsmanna í Evrópu til þessa Arnór Snær sýnir hér listir sínar með Val í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildar- innar og gefur hér glæsilega stoðsendingu. Arnór hefur farið frábærlega af stað með Val í Evrópu- deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Teitur snýr aftur heim Íslenski landsliðs- maðurinn Teitur Örn Einarsson er á mála hjá Flensburg og hann mætir til leiks í Origohöllina í kvöld. Teitur er uppalinn hjá Selfyssingum en eftir að hafa slegið í gegn hér heima á sínum tíma samdi hann við sænska liðið IFK Kristianstad. Þar lék hann á árunum 2018–2021 þegar kallið kom síðan frá Þýska- landi og gekk Teitur til liðs við Flensburg. Þessi 24 ára gamli Selfyss- ingur hefur verið viðriðinn íslenska landsliðið en Teitur spilaði sinn fyrsta A-lands- leik í apríl 2018. Ég get með sanni sagt að þetta sé draumi líkast. Arnór Snær Óskarsson 10 Íþróttir 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.