Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2022, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 22.11.2022, Qupperneq 14
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654. „Fagfólk elskar græjur og fær fiðring í magann við það eitt að skoða nýjar græjur. Því er klárt mál að það móðgast enginn yfir því að fá verkfæri í jólagjöf heldur er það alltaf jafn gaman og þakklátt, og það snertir fólk,“ segir Jóhann Þór Kristjánsson, sölumaður hjá Sindra. Þar finnast hugmyndir að frá- bærum jólagjöfum handa fagfólki í breiðum hópi faggreina, svo sem húsasmíði, pípulögnum, rafvirkj- un, stálsmíði og bílgreinum. „Hjarta Sindra slær í verkfærum og vinnufatnaði fyrir fagfólkið, bæði í rafmagnsverkfærum og handverkfærum. Margir þekkja Sindra sem Dewalt-búðina en þegar inn er komið tekur við heill heimur af frábærum jólagjöfum, bæði fyrir fagfólk en líka Pétur og Pál,“ upplýsir Jóhann Þór. Laserverkfæri vinsælust Vinsælustu jólagjafirnar í Sindra undanfarin ár eru laser-verkfæri; svo sem hæðalaser, línulaser og fjarlægðarlaser. „Laserverkfæri eru tæki og tól sem fólk tímir kannski ekki að kaupa sér sjálft en er alveg ofsalega gaman að gefa því þau eru á óska- lista margra og koma sannarlega ánægjulega á óvart undan jóla- trénu,“ segir Jóhann Þór. „Handverkfæri eru líka sívinsæl í jólapakkana, bæði fyrir starfandi fagfólk en líka til heimilisbrúks. Allir vilja eiga verkfæri á heimili sínu og þau sem eru að eignast sitt fyrsta heimili þurfa að verkfæra sig upp. Því er verkfærasett kjörin jólagjöf handa nýjum heimiliseig- endum og margir sem kaupa litla verkfærakistu sem þeir raða ofan í sög, hamri, töngum og bítum sem nauðsynlegt er að eiga á hverju heimili. Vitaskuld eigum við líka til frábær tilbúin verkfærasett en hitt er persónulegra og sem dæmi fallegt og hugulsamt þegar foreldrar gefa ungmennum sínum verkfærakistu, sem þau hafa hand- valið í af kostgæfni, þegar þau fara að heiman.“ Hjá Sindra fæst líka gríðarflottur vinnufatnaður frá sænska fram- leiðandanum Blåkläder. „Vinnufatnaður er aldeilis frábær jólagjöf sem hittir í mark, svo sem góðar vinnubuxur eða smíðavesti, bæði fyrir fagfólkið en líka þau sem hyggja á pallavinnu eða annað heima með vorinu. Þá er flott að eiga flottan, sterkan vinnufatnað í verkin. Margir sem fengið hafa vinnubuxur frá Blåkläder koma aftur og aftur til að fá nákvæmlega eins buxur því þeir elska þær. Það eru góð með- mæli enda er Blåkläder ákafleg vandað og töff merki sem hentar jafnt í vinnuna sem og tilveruna almennt; jakkar, buxur, skyrtur og ekki síst afar vinsælir bolir úr vandaðri bómull á mjög góðum verðum,“ greinir Jóhann Þór frá. Spennandi nýjungar frá Dewalt Aðalsmerki Sindra er frá banda- ríska framleiðandanum Dewalt. „Sumir finna sér merki sem þeir víkja ekki frá um alla eilífð, og þannig er það með Dewalt. Við finnum fyrir mikilli tryggð vin- skiptavina við Dewalt og höfum gaman af því, en það skrifast á gæðin og góða reynslu af Dewalt- verkfærum, sem og fyrirmyndar- þjónustu Sindra því ef eitthvað bjátar á eru menn í skínandi málum hjá okkur,“ segir Jóhann Þór. Dewalt er frumkvöðull í tré- smíðaverkfærum en er nú að vinna mikla sigra með nýjum verkfærum fyrir stálsmíðavinnu. „Þessa dagana eru rosalega spennandi hlutir að gerast hjá Dewalt. Nú þegar er komin í sölu næsta kynslóð af byltingarkennd- um rafhlöðum í rafmagnsverkfæri og sem enginn á evrópska mark- Jóhann Þór segir gleði og eftir- væntingu fylgja jólavertíðinni hjá Sindra. Þar njóti viðskipta- vinir persónu- legrar þjónustu við val á jóla gjöfum, fag- legrar reynslu og þekkingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Í Sindra fæst æðislegur vinnufatnaður frá sænska merkinu Blåkläder sem er sterkur og frábær í störf fagfólksins en líka flottur í dagsins önn. Gjafakort Sindra er kærkomin jólagjöf fyrir fagfólk jafnt sem aðra, og hægt að fá þau ýmist rafræn eða útprentuð. Toptul verkfæri eru fádæma vinsæl hjá fagfólki, vönduð og á góðu verði. aðnum hefur svar við. Aflaukning er allt að 50 prósent og líftíminn að minnsta kosti tvöfaldur á við aðrar rafhlöður. Batteríin fylgja nýjum verkfærum en fást líka í eldri verk- færi. Á næstu vikum koma svo enn stærri rafhlöður sem skipta munu sköpum fyrir fagfólk,“ segir Jóhann Þór. „Nú fyrir jólin teflir Dewalt einnig fram nýjum hersluvélum fyrir verkstæðisvinnu og samsetn- ingarvinnu á stálgrindarhúsum. Þetta eru hálftommuherslu- vélar sem eru uppfærðar frá eldri gerðum í umtalsvert meira afli, hafa fengið afbragðsdóma og eru að slá í gegn til jólagjafa.“ Annað ævintýri í jólapakka fag- fólksins eru Toptul-handverkfæri sem Sindri hóf innflutning á árið 2008. „Fyrsta sendingin kom á hálfri pallettu en í dag eru sendingarnar í gámavís. Þetta eru vönduð verk- færi sem hittu strax í mark hjá fag- fólki og á verðum sem ekki höfðu sést á landinu, en það tókst okkur með beinum innflutningi frá framleiðanda. Frá Toptul fæst allt frá stöku skrúfjárnum upp í stóra skúffuskápa sem eru stútfullir af verkfærum. Það eru auðvitað æðis- legar gjafir og salan tekur alltaf kipp í desember en þetta eru stórir jólapakkar sem þarf að taka upp í bílskúrnum, og á Black Friday verða einmitt mjög flott tilboð á Toptul-verkfæraskápum,“ upplýsir Jóhann Þór um aðeins brot af vöru- merkjum sem Sindri býður upp á. „Við erum líka með mjög flott úrval setta og sérverkfæra fyrir bílaverkstæði frá Kraftwerk, sömu- leiðis rjómann af handverkfærum fyrir pípara og rafvirkja frá þýska merkinu Knipex og ótal margt fleira.“ Hjálpa til að finna réttu gjöfina Alla þessa viku er vegleg afsláttar- vika í Sindra sem nær hámarki með mögnuðum afsláttum á föstu- daginn, sjálfan Black Friday. „Út vikuna verðum við með 20 prósenta afslátt á flestum verk- færum og hægt er að gera sérdeilis góð kaup. Fyrir þá sem eiga allt eru gjafakort Sindra frábær jólagjöf og hægt að ganga frá þeim rafrænt á netinu eða prenta út til að setja í jólapakka, og vitaskuld hjálpum við til með það í búðinni, prentum út og finnum bestu lausnirnar,“ segir Jóhann Þór. Hann kveðst iðulega fá það hlutverk að velja gjöf í jólapakka fagfólksins, ekki síst þegar makar fastakúnna koma í Sindra í leit að bestu gjöfinni. „Þá veit ég nákvæmlega hvernig verkfæri viðkomandi á, hvað hann langar í og vantar. Ég hef mikið yndi af þessari aðstoð og ekki síður þegar fagfólkið kemur aftur eftir hátíðarnar og talar um hvað það fékk flotta jólagjöf. Í Sindra er urmull fastakúnna á meðal fagfólksins og maður er farinn að þekkja þá með nafni eftir nítján ár í bransanum,“ segir Jóhann Þór. „Svo kemur desember með sinni fallegu jólastemningu og til- hlökkun í loftinu. Starfsfólk Sindra nýtur aðventunnar í búðinni og ekki síst síðustu tvo dagana fyrir jól þegar fólk kemur í hátíðarskapi til að klára síðustu gjöfina. Þá er andrúmsloftið hátíðlegt og litað gleði.“ n Sindri er á Smiðjuvegi 11 í Kópa- vogi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Sími 575 0000. Opið virka daga frá klukkan 7.30 til 18 og á laugardög- um frá 8 til 12. Sjá netverslun og allt um gjafakort Sindra á sindri.is 2 kynningarblað 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURJÓLAGJÖF FAGFÓLKSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.