Fréttablaðið - 22.11.2022, Page 25
Handverksfólk vill fá
skemmtilegar gjafir eins og
allir aðrir. Upplifun er til
dæmis mjög góð og kær-
komin gjöf. Þó er alltaf eitt-
hvað sem vantar í bílskúrinn
fyrir skapandi fólk og það er
eitt og annað sem hægt er að
gleðja með.
elin@frettabladid.is
Hvort sem um ræðir iðnaðar- eða
handverksmann er ýmislegt
skemmtilegt hægt að finna í jóla-
pakkann. Þótt fólk vilji alltaf per-
sónulegar gjafir getur verið mjög
gott að fá eitthvað sem kemur sér
virkilega vel til eignar, sem sagt
hagnýtar gjafir. Það geta verið
margs konar nútímaleg verkfæri
sem auðvelda störfin. Einnig
getur það verið góður stigi fyrir
þann handlagna en álstiga er frá-
bært að eiga á heimilinu til margs
konar nota. Hvort sem stiginn er
með fáum tröppum eða mörgum
er gott að eiga hann í bílskúrnum
eða geymslunni þegar þarf að
skipta um ljósaperu, mála veggina,
setja upp jólaljósin, þvo gluggana,
þrífa þakrennurnar og sitthvað
fleira.
Í myrkrinu hér á landi er líka
gott að eiga hagnýtt vasaljós í
góðum gæðum. Endurhlaðanlegt
vasaljós er til dæmis mjög sniðugt
og gott að eiga. Þetta þarf ekki að
vera dýr gjöf en afar nytsöm.
Góður geymsluskápur fyrir
verkfæri er sömuleiðis frábær gjöf.
Hagnýtar gjafir sem koma sér vel
Það er gott að eiga vönduð tæki þegar gera þarf við eitthvað en ýmislegt
sniðugt fæst til gjafa fyrir handverksfólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Í slíkum skápum er allt í röð og
reglu en gott skipulag er nauðsyn-
legt þegar grípa þarf verkfærin
jafnvel daglega. Hillur, verkfæra-
kassar, vinnulampar eða skúffur
til að geyma skrúfur. Allt eru þetta
hagnýtar gjafir sem koma sér vel.
Ef þú þarft að kaupa jóla-
gjöf fyrir einhvern sem býr
í gömlu húsi og er sífellt að
gera upp er margar hug-
myndir að finna í byggingar-
vöruverslunum. Borvélar, sagir,
rafmagnsskrúfjárn, hallamál eða
ýmis minni tæki til að tengja við
önnur. Svo má minnast á vinnu-
hanska, vinnufatnað og -skó.
Vönduð vinna krefst góðs búnaðar
og sífellt er verið að hanna nýja
tækni sem gerir tækin einfaldari. n
Gjafirnar
þurfa ekki að vera
stórar því þessar litlu
gera kraftaverk.
Umboðsaðili STIHL á Íslandi
RÉTTA GRÆJAN FYRIR
ALLA JÓLASVEINA
kynningarblað 5ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 2022 JÓLAGJÖF FAGFÓLKSINS
Jólablaðið
Jólablaðið kemur út 2. desember
næstkomandi.
Blaðið er fullt af skemmtilegu
efni og þar má nefna viðtöl, mat,
skreytingar, bakstur, innlit, föndur,
jólagjafir og margt fleira.
Viltu auglýsa?
Hafðu samband í síma 550-5077
eða í tölvupósti á
serblod@frettabladid.is