Fréttablaðið - 22.11.2022, Qupperneq 40
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025
LÆGSTA
ER Á BÚSTAÐAVEGI
Í REYKJAVÍK
VERÐIÐ Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu
LISTHÚSINU LAUGARDAL s. 581 2233
BALDURSNESI 6, AKUREYRI s. 461 1150
OPIÐ virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16
UMBOÐSAÐILAR Húsgagnaval, Höfn í Hornafirði
og Bara snilld, Egilsstöðum | svefnogheilsa.isBALDURSNES 6 – AKUREYRI VERSLUN & OUTLET – LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK
UM FJÓRÐUNGUR LANDS-
MANNA SEFUR Á DÝNU
FRÁ SVEFN & HEILSU*
*Samkvæmt könnun frá Gallup.
SVARTUR
FÖSTUDAGUR
10%
AF ÖLLUM
VÖRUM
25%
AF VANDYCK
& BRINKHOUSE
MJÚKVÖRU
30-50%
AF VÖLDUM
VÖRUM
50%
AF ÖLLU
Í OUTLETI
ÚT NÓVEMBER
Péturs Georgs
Markan
n Bakþankar
Hann er skarpleitur og fríður þar
sem hann situr til hliðar við aðra
gesti safnaðarheimilisins í Breið-
holtskirkju og spilar á píanóið.
Tónarnir mynda notalega stemm-
ingu á meðan fólkið malar. Það
fer ekki mikið fyrir honum en
umhverfið er einhvern veginn allt
miklu betra á meðan hann spilar
– á meðan hann er. Partur af sam-
félagi, hluti af veröld, eitt mikil-
vægt púsl í undramynd mannsins.
Gefur af sér.
Við náum spjalli þegar við
erum báðir að sækja okkur kaffi.
Ég ávarpa hann á ensku og spyr
hvort hann spili mikið tónlist
– hann svarar mér á íslensku og
við ræðum um þetta sameigin-
lega áhugamál okkar. Hann kom
fyrir rúmum tveimur árum,
fékk tungumálið á heilann og
las íslensku upp á hvern dag,
talaði og hlustaði. Fékk vinnu við
umönnun á hjúkrunarheimili
og leið vel í samfélagi við gamla
fólkið – spjallaði, þjónustaði og
studdi, og treysti þannig íslensk-
una og upplifði í leiðinni öryggi
og frið. Tilgang. Gaf af sér í starf
sem annars erfiðlega gengur að
manna. Lítils metið láglaunastarf
í veröld sumra en lífsgjöf og erindi
dagsins í hans hjarta. Vinnur,
borgar til samneyslunnar og rækir
þannig samábyrgðina – mannar
mikilvægan póst, annars ómann-
aðan póst.
Nú hefur umsókn hans verið
hafnað og hann bíður kvíðinn
eftir nokkrum þungum höggum á
dyrnar. Liðsafnaður fyrir utan og
háu ljósin blinda. Vísað úr landi til
Grikklands.
Forsætisráðherra talar um í
helgarumræðunni að það þurfi að
auðvelda fólki utan EES að koma
inn á vinnumarkaðinn. Það er rétt
hjá henni og þess eru fordæmi hjá
öðrum EES-þjóðum. n
Þung högg