Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Blaðsíða 20

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Blaðsíða 20
7. Víðtækt fjölskylduprógram. Bjóða þarf fjölskyldum unglinganna upp á fræðslu um vímuefnaánetjun og meðvirkni. 8. Eftirmeðferð. Það hefur algera úrslitaþýðingu fyrir bata unglingsins að boðið sé upp á eftirmeðferð. Þessi eftirmeðferð er ekki aðeins fyrir unglinginn sjálfan, heldur þarf einnig að bjóða fjölskyldunni upp á áframhaldandi stuðning. Úrræöi eftir meöferö Stór hluti þeirra unglinga sem leita sér aðstoðar vegna vímuefnavanda þurfa á áfangastað að halda að meðferð lokinni, annað hvort tímabundið eða var- anlega. Af ýmsum ástæðum getur verið erfitt fyrir unglinga að festa rætur á áfangastöðum fyrir fullorðna alkóhólista (þó vissulega megi finna dæmi þess að það hafi heppnast vel). Þar sem hér er ekki um eiginlegt meðferðarúrræði að ræða heldur verið að tryggja unglingunum hentugt heimili að meðferð lokinni. Er eðlilegt að sveitarfélögin standi að rekstri slíkra áfangastaða. Hér skal bent á þá leið að Rauði Kross Islands og sveitarfélögin sameinist um rekstur tveggja áfangastaða (annars fyrir drengi og hins fyrir stúlkur). Rauði Krossinn sæi um daglegan rekstur en sveitarfélögin legðu fram rekstrarfé. 20

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.