Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Blaðsíða 28

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Blaðsíða 28
Félagsmálastofnun Reykjavíkur Unglingadeild Á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar er starfrækt Unglingadeild sem fer með málefni unglinga á aldrinum 12-18 ára. Starfsemi deildarinnar felst í: - Meðferðar- ográðgjafadeild að Skógarhlíð 6 - Útideild Tryggvagötu 12 - Unglingaathvörf Tryggvagötu 12 og Keilufelli 5 - Unglingasambýli Búðagerði 9 Meöferöar- og ráðgjafadeild fyrir unglinga Deildin sinnir málefnum unglinga sem berast til Félagsmálastofnunar, þar með talinn almennur stuðningur og meðferð fyrir unglinga ogíjölskyldur þeirra, hópastarf með unglingum, vistun unglinga utan heimilis og meðferð alvarlegri barnaverndarmála. Meðal verkefna deildarinnar er að sinna ráðgjöf við aðrar deildir unglingadeildar, samstarf við aðrar stofnanir er sinna unglingamálum og stefnumótun í málefnum unghnga. Starfsmenn deildarinnar eru deildarstjóri Unglingadeildar, sálfræðingur, fulltrúi sem fer með afbrotamál barna og unglinga og tveir fulltrúar sem sinna meðferðarmálum. Afbrotamál barna og unglinga Unglingadeildin hefur umsjón með málefnum barna og unglinga sem lenda í afbrotum. Samvinna við lögreglu, viðvera við yfirheyrslur og stuðningur við börn og unglinga í framhaldi af því er þungamiðja starfsins. Vinnuþjálfun A vegum deildarinn er og íþrótta- og tómstundaráðs hefur tvö s.l. sumur verið starfræktur vinnuhópur fyrir 15 unglinga, 16-20 ára, sem átt hafa í margvíslegum erfíðleikum sem tengjast atvinnu, námi o.fl. Markmið starfsins er, með fræðslu og þjálfun, að gera unglinga færa um að standa á eigin fótum á vinnumarkaðinum. Vímuefnamál Lögð er áhersla á forvarnarstarf, meðal annars með fræðslu, upplýsingum og ráðgjöf fyrir unglinga, foreldra og kennara. Starfsmenn eru í náinni samvinnu við meðferðarheimilið að Tindum og vísa þangað unglingum í vímuefnavanda. Ekki eru til nákvæmar upplýsingar um fjölda þeirra unglinga sem eiga við vímuefnavanda að etja og Unglingadeildin hefur afskipti af. Þær athuganir og kannanir sem gerðar hafa verið á neyslu og neysluvenjum þeirra unglinga sem til deildarinnar leita, benda til að um 50% skjólstæðinga eigi í erfiðleikum tengdum neyslu vímuefna. Til meðferðar- og ráðgjafadeildar leita, eða er vísað um 150-180 unglingum á hverju ári. 28

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.