Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Side 42

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1992, Side 42
Samantekt Atvinnuleysi hefur vaxið meðal ungs fólks og þá sérstaklega langtíma atvinnuleysi. Vímuefnaneysla hefur einnig aukist aðallega áfengis-, kannabis- og amfeta- mínneysla. Neysla amfetamíns hefur náð fótfestu á síðustu árum. Kókaín hefur haldið innreið sína en stórneytendur eru fáir. Mikil aukning var á kærum vegna fíkniefnabrota meðal 19 ára og yngri á síðasta ári. Kærur vegna neyslu þessara efna hafa ekki aukist meðal 20 ára og eldri. Heildartíðni ofbeldisslysa virðist ekki hafa aukist frá 1974, en hins vegar hefur tíðni innlagna vegna alvarlegra "áverka frá öðrum" tvöfaldast á síðustu árum, samkvæmt upplýsingum frá Slysadeild Borgarspítala. Það sem einkennir unga fíkniefnaneytendur er eftirfarandi: 1) Hafa ekki lokið skyldunámi. 2) Hafa ekki starfsréttindi. 3) Gista raðir atvinnulausra. 4) Margir búa við mjög erfíðar heimilis- og Qölskylduástæður, samskiptaerfiðleika, afskiptaleysi og lítinn stuðning. Margir búa ekki með báðum kynforeldrum. Óöryggi, léleg sjálfsmynd og minnimáttar- kennd einkennir þessa unglinga. Allt að 1/3 unglinga sem leita meðferðar þjást af miklum kvíða og þynglyndi og sjálfsmorðshugsunum (sjá ennfremur viðauka). Verulegur hluti unglinga er ljúka vistun á meðferðarheimilum snúa aftur til síns heima þar sem þeirra nánustu eiga við veruleg vímuefnavandamál að stríða. Vandamál þessara foreldra setja mark sitt á þessa unglinga á unga aldri, rýra öryggi þeirra og sjálfsmynd. Þó að sum þessara heimila búi við erfiðar fjarhagsástæður og stopula vinnu er það ekki ætíð svo. Vandamál þessara unglinga leysast því ekki nema til komi mjög öflug fjölskyldumeðferð. I vaxandi mæli taka meðferðarheimili upp starfsþjálfun, nám og enduruppeldi samfara meðferð. í nokkrum tilfellum hefur náðst nokkur árangur. I fyrra ritinu um unga vímuefnaneytendur var bent á að nokkur hluti nenenda hverfur úr grunnskólanámi og að erfitt sé að fá nákvæmar upplýsingar um fjölda þeirra. Menntamálaráðuneytið tók málið til athugunar og skipaði nefnd til þess að kanna málið. í ljós kom að yfir eitt hundrað 15 ára nemendur voru ekki við nám 1990. Ennfremur kom í ljós að nokkrar fræðsluskrifstofur í landinu sinna ekki sem skyldi skráningu á nemendum sem flosnað hafa úr skóla og að skólastjórar senda ekki fræðsluskrifstofum upplýsingar um þessa nemendur. Engin lög virðast beinlínis ná yfir skráningu nemenda. Álit nefndarinnar er að úrbóta sé þörf á skráningu og upplýsingaskyldu þessara stofnana. 42

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.