Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Side 9

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Side 9
1. Inngangur Á þeim 12 árum sem liðin eru frá því að alnæmi var uppgötvað hefur þekking á sjúkdómnum aukist mikið. Smitleiðir HlV-veirunnar sem veldur alnæmi eru nú þekktar. Sökum þess að hvorki bóluefni né lækning gegn HlV-sýkingu hefur fundist, er eingöngu hægt að stemma stigu við útbreiðslu hennar með því að forðast smit. Til að forðast HIV smit þarf almenningur að þekkja smitleiðir og jafnframt kunna að forðast smit. í forvarnarstarfi gegn alnæmi hefur verið lögð áhersla á mismunandi þætti til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins með kynmökum, en þau hafa verið aðalsmitleið HIV- veirunnar. Áhersla hefur ýmist verið lögð á skírlífi, öruggara kynlíf og/eða mikilvægi þess að vera í sambandi þar sem báðir einstaklingar eru ósmitaðir og trúir hvor öðrum. Hér á landi hefur mest áhersla verið lögð á öruggara kynlíf með skírskotun til ábyrgðar hvers og eins í því sambandi. í ljós hefur komið að almenn þekking á þessum sjúkdómi og smitleiðum hans, eins og hún hefur verið mæld í könnunum, er yfirleitt góð, þar á meðal á Islandi. En þrátt fyrir góða, almenna þekkingu heldur sjúkdómurinn áfram að breiðast út og því mætti ef til vill draga þá ályktun að þessi þekking skilaði sér ekki alltaf í breyttri hegðun. Ekki er hægt að fullyröa hvort fræðsluherferðir hafi raunverulega dregið úr útbreiðslu sjúkdómsins, eða hægt á útbreiðslu hans. Á sama hátt er ekki hægt að fullyrða hvort íslendingar hafi breytt hegðun sinni, og þá sérstaklega kynhegðun, til þess að draga úr líkum á HlV-smiti. Til þess að svara þessum spurningum þarf að rannsaka kynhegðun íslendinga. Til þess að meta hvort, og hversu mikilla breytinga er þörf og hjá hvaða hópum fólks þarf í fyrsta lagi að afla upplýsinga um það í hve miklum mæli Islendingar taka áhættu í kynlífi. I öðru lagi þarf að gera slíkar rannsóknir oftar en einu sinni til þess að athuga hvort og hvaða breytingar hafi orðið á þeim tíma sem líður á milli rannsókna. Við skipulag forvarnarstarfs gegn útbreiðslu alnæmis er nauðsynlegt að hafa upplýsingar um kynhegðun oghugsanlega útbreiðslu sjúkdómsins á hverjum tíma. Ein þeirra aðferða sem hægt er að beita til að fá mynd af hugsanlegri útbreiðslu sjúkdómsins er að afla upplýsinga um “áhættuhegðun” í samfélaginu. Áhættuhegðun er hér skilgreind sem sú hegðun sem getur leitt til blóðsmitunar, t.d. með skiptum á blóðmenguðum sprautum og nálum eða náinni slímhúðasnertingu sem leitt getur til smitunar með líkamsvessum, t.d. við óvarðar samfarir. Á áttundu alþjóðlegu ráðstefnunni um alnæmi, sem haldin var í Amsterdam í júlí 1992, kom fram að rannsóknir á viðhorfum og þekkingu um alnæmi svo og rannsóknir á kynhegðun sýndu að enda þótt fræðsluherferðir bættu þekkingu fólks þá skilaði sú þekking sér ekki í breyttri hegðun. Rannsóknir sem þessar hafa meðal annars því hlutverki að gegna að finna hvar skortur er á samspili þekkingar og hegðunar, auk þess að afla upplýsinga vegna skipulags fræðslustarfsins (Conference Summary Report, 1992, bls. 32 og 37). íslendingar geta án efa nýtt sér niðurstöður erlendra rannsókna að einhverju leyti en jafnframt er nauðsynlegt að afla íslenskra 7

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.