Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Síða 20

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1994, Síða 20
3.3. Þekking almennings á alnæmi 3.3.1. Þekking á smitleiðum sjúkdómsins Eins og fram hefur komið eru smitleiðir HlV-veirunnar þekktar. HlV-veiran smitast með sæði, blóði og leggangaslími í kynmökum, með blóðblöndun, t.d. með fíkniefnaneyslu í æð, og einnig getur smituð móðir smitað barn sitt í móðurkviði, við fæðingu eða með brjóstamjólk. I fræðslu um alnæmi hefur verið lögð rík áhersla á það hverjar séu þekktar smitleiðir HlV-veirunnar og hverjar ekki. Mikilvægt er að fólk þekki smitleiðir HIV- veirunnar því annars er hugsanlegt að misskilningur eða ranghugmyndir um smitleiðir geti skapað óþarfa ótta í daglegum samskiptum fólks. Fullvissa um smitleiðir auðveldar j afnframt HIV-j ákvæðum einstaklingum og ij ölskyldum þeirra að lifa sem eðlilegustu lífi. Arið 1987 voru gerðar tvær kannanir á viðhorfum til alnæmis og þekkingu fólks á sjúkdómnum (Sigurður Guðmundsson o.fl., 1989, bls. 168). Hin fyrri var framkvæmd í mars á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands og þá voru spurningarnar hluti af almennri þjóðmálakönnun. Seinni könnunin var gerð í september af Gallup á Islandi í tengslum við alþjóðlega könnun á alnæmi. í þessari rannsókn er höfð hliðsjón af spurningum úr fyrrnefndum viðhorfskönnunum þannig að unnt sé að bera saman þekkingu fólks á smitleiðum nú, fimm árum síðar. Arið 1991 gerði Landlæknisembættið könnun á kynfræðslu og alnæmisfræðslu í grunnskólum. I niðurstöðum kemur m.a. fram að 83% skólastjóra í grunnskólum með nemendur í 9.-10. bekk segja að alnæmisfræðsla hafi verið veitt í skólanum s.l. ár (Sigríður Jakobínudóttir, 1993, bls. 22). í þessari rannsókn eru þátttakendur spurðir hvaðan þeir hafi fengið upplýsingar um alnæmi og eru skólar gefnir sem einn valmöguleiki. Þá er einnig spurt á hvaða þætti hafi verið lögð ofmikil, hæfileg eða of lítil áhersla í fræðslu um alnæmi. Svörin geta gefið vísbendingar um hvaða efnisþætti megi efla í alnæmisfræðslunni. Þátttakendur voru beðnir að svara því hvort þeir teldu “miklar, nokkrar eða engar líkur “ á smiti afvöldum HlV-veirunnar við mismunandi kynhegðun og aðstæður og spurt var um smitlíkur út frá því sem vitað er um staðfestar smitleiðir. Spurningar voru einnig valdar með hliðsjón af þeim spurningum sem notaðar voru í viðhorfakönnunum árið 1987. í Gallup- könnuninni frá 1987 var t.d. spurt um líkur á smiti við það að vinna við hliðina á einhverjum sem væri smitaður af alnæmi, að fá blóðgjöf og deila sprautunálum og eru þessar spurningar notaðar aftur hér þannig að hægt verði að bera saman þessi þekkingaratriði(GuðjónMagnússon, 1988, bls. 13). íkönnunLandlæknisembættis- ins og heilbrigðisráðuneytisins 1987 voru þátttakendur beðnir að tilgreina hvernig HlV-veiran gæti smitast. Þar var m.a. spurt hvort “eyðnismit” gæti borist með samfórum karls og konu eða með samfórum tveggja karla. Ekki var tilgreint hvort um væri að ræða samfarir með eða án smokks. Akveðið var að vera nákvæmari í spurningum um smitleiðir nú, t.d. að tilgreina hvort smit gæti átt sér stað í samfórum þegar smokkurinn væri ekki notaður. Þessi breyting er m.a. tilkomin vegna athugasemda sem bárust frá þátttakendum í forprófun spurningalistans. I báðum viðhorfskönnunum eru tilgreindir níu liðir í sambandi við smitleiðir HlV-veirunnar. Til að meta nánar þekkingu á smitleiðum var ákveðið að bæta við 18

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.