Fréttablaðið - 01.12.2022, Side 8

Fréttablaðið - 01.12.2022, Side 8
96% Evrópubúa í þéttbýli eru sögð berskjölduð fyrir meira magni af svifryki en æskilegt þykir. Eftir samráð við flug- rekendur var ákveðið að tap ársins 2020 skyldi dreifast á fimm ára tímabil frá 2022 til 2026. Kjartan Briem, framkvæmda- stjóri Isavia ANS. bth@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL „Ég tel ekki heppi- legt að Íslandsbanki hafi tekið þátt í sölunni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og menntamálaráð- herra, í umræðu um útboðið á bréfum Íslandsbanka hjá stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. „Hann átti að standa utan við þetta,“ sagði Lilja um bankann. Lilja sagði þekkt erlendis er hlutir væru seldir að viðkomandi banki tæki ekki þátt í viðskiptunum. Mikið var rætt um pólitíska ábyrgð á fundi nefndarinnar og hvort f jármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hefði átt að hafa afskipti af því þegar ljóst varð að faðir hans var meðal kaupenda. Fram kom hjá Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra að mjög óheppilegt hefði verið að náinn ætt- ingi fjármálaráðherra væri meðal kaupenda. Þá var gagnrýnt að skilgreining á fagfjárfestum hafi ekki verið sem skyldi. Sumir keyptu smáan hlut og seldu fljótlega með hagnaði. Einnig var rætt um gagnrýni Lilju í ráðherranefnd um efnahagsmál þegar fyrirkomulag sölunnar var rætt. Lilja lagðist gegn þeirri leið sem valin var og ræddi á fundinum í gær að almennt útboð hefði verið heppilegra. Katrín sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með Banka- sýsluna í málinu. Ekki síst þegar Bankasýslan lagðist gegn því að birtur yrði opinberlega nafnalisti kaupenda. Fyrst þá varð almenningi ljóst að faðir fjármálaráðherra væri meðal kaupenda. n Lilja gagnrýndi að Íslandsbanki hefði sjálfur tekið þátt í sölu ser@frettabladid.is DÝRALÍF Umhverfisráðherra hefur enn ekki svarað formanni náttúru- verndarsamtakanna Jarðarvina um hvort hann hafi farið á hreindýra- veiðar í haust. Fyrirspurnin var send ráðherra um miðjan september og svar hefur enn ekki borist, hálfum þriðja mánuði síðar. Formaður Jarðarvina, Ole Anton Bieltvedt, telur eðlilegt að ráðherra í málaf lokki dýraverndar svari spurningum á borð við þær hvort hann hafi sjálfur veitt hreindýr, og ef svo er, kýr eða tarfa, og hvenær veiðin hafi farið fram. Rökstuðningur hans er í þá veru að hreindýraveiðar séu umdeildar, en til að mynda hafi Fagráð um velferð dýra mælst til þess við ráð- herra að hreinkýr séu ekki veiddar á meðan þær séu mylkar, sem svo ráðherra hafi leyft. Því sé eðlilegt að ráðherra geri almenningi grein fyrir því hvort hann nýti sjálfur leyfið til veiða eða ekki, og er þar vísað til upplýsinga- laga. Svars var óskað innan sjö daga frá því erindið barst ráðherra. En sem fyrr segir hefur ekkert svar borist frá því í september. n Spyr um hreindýraveiðar ráðherrans kristinnpall@frettabladid.is EVRÓPUSAMBANDIÐ Umhverfis- stofnun Evrópu áætlar að um 238 þúsund manns í Evrópu hafi látið lífið fyrr en áætlað var (e. premat- ure deaths) vegna slæmra loftgæða. Þrátt fyrir það horfir til betri vegar í þessum málefnum. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að 96 prósent Evrópubúa sem búi í þéttbýli séu berskjölduð fyrir meira magni af svifryki en æskilegt þykir. Þá hafi loftmengun áhrif á líf- ríki náttúrunnar. n Kvartmilljón látin vegna mengunar Ole Anton Bielt- vedt, formaður Jarðarvina Fagráð um velferð dýra mælist til þess að mylkar hreindýrskýr séu ekki veiddar, en ráðherra hefur ekki orðið við því. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Frá fundi nefndarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Samtök flugfélaga saka Íslendinga og Dani um græðgi vegna verðhækkana á flugumferðarsvæðinu yfir Norður-Atlantshafi. Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir hækkun bundna í alþjóðasamninga. kristinnhaukur@frettabladid.is FLUG Alþjóðasamtök flugfélaga saka Íslendinga og Dani um gróðahyggju, byggða á einokunarstöðu þeirra á Norður-Atlantshafinu, þegar kemur að f lugumferðargjöldum. Gjöldin fyrir flug milli Norður-Ameríku og Evrópu verða hækkuð um áramótin. Í yfirlýsingu IATA er sagt að hækkunin nemi 30 prósentum að meðaltali og að f lugfélögin verði að setja þennan kostnað út í f lug- miðann. Sagt er að verðhækkunin sé óréttlát og ósanngjörn og hafi áhrif á mörg flug. Hvetja samtökin stjórnvöld í löndunum tveimur til að endurskoða málið. Kjartan Briem, framkvæmda- stjóri Isavia ANS, segir að hækkunin sé ekki svona mikil. En Isavia ANS, dótturfélag Isavia, sinnir f lugleið- söguþjónustu yfir Norður-Atlants- hafinu. Gjaldið fyrir meðalflug árið 2022, sem er um 1.373 kílómetra langt, sé 53.248 krónur en hækki í 56.136 krónur um áramótin. Það gerir 5,4 prósenta hækkun. Þetta sé tvískipt gjald. Annars vegar leiðsögugjald sem fer eftir flognum kílómetrum og hins vegar gjald fyrir fjarskipta- og veður- þjónustu, sem er einskiptis fyrir hvert flug. „Gjald fyrir alþjóðlega f lug- leiðsöguþjónustu í íslenska f lug- stjórnarsvæðinu byggir á endur- heimt kostnaðar við að veita hana, samkvæmt samningi Íslands við 24 önnur ríki,“ segir Kjartan. Rekstur samningsins sé í höndum ICAO, alþjóðaf lugmálastofnunarinnar innan Sameinuðu þjóðanna. Aðspurður hvers vegna verið sé að hækka gjaldið segir Kjartan það vera vegna taps fyrri ára og séu afleiðingar heimsfaraldursins helsta ástæðan fyrir því. Samkvæmt samningnum skal endurheimta þetta tap í gegnum gjöld næstu ára. „Eftir samráð við f lugrekendur var ákveðið að tap ársins 2020 skyldi dreifast á fimm ára tímabil frá 2022 til 2026,“ segir Kjartan, en tekur það fram að umfang flugum- ferðar hafi sveiflast mikið síðustu árin. Flugumferðargjald sé reiknað út frá áætlaðri umferð. Samningur Dana við ríkin 24 er sambærilegur við þann íslenska, en hann er fyrir flugstjórnarsvæðið yfir Grænlandi. Síðan er samningur í gildi milli Íslands og Danmerkur um að Ísland sinni f lugleiðsögu á stórum hluta Grænlandssvæðisins, og telst það þá hluti af íslenska flug- stjórnarsvæðinu. Árlegir fundir eru haldnir með Dönum og flugrekend- um um þjónustu og verðlagningu á svæðinu. „Gjaldskrá íslenska flugumferðar- gjaldsins byggir eingöngu á kostn- aði Íslands við að veita þjónustuna og því er ekki samráð við Dani um það,“ segir Kjartan. Spurður um mótmæli IATA og hvort þau verði tekin til greina segir Kjartan að Isavia ANS sé reglulega í samskiptum við IATA um þjónustu og verðlagningu og svo verði einnig í þessu tilviki. Ísland sé hins vegar skuldbundið af þeim samningum sem um ræðir um fyrirkomulag verðlagningar. n Hækkunin aðeins 5 prósent GrænlandKanada Ísland Skotland Noregur Svalbarði Írland Íslenska flugstjórnarsvæðið Flugmenn reiða sig mjög á leiðsögn frá flugumferðar- stjórum á jörðu niðri. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY lovisa@frettabladid.is BANDARÍKIN Demókratar hafa kosið Hakeem Jeffries til að taka við af Nancy Pelosi sem leiðtogi flokksins á þingi á næsta ári. Jeffries verður þá fyrsti svarti maðurinn til að leiða annan stóru f lokkanna á þingi í Bandaríkjunum. Repúblikanar eru með meirihluta á þingi og hann verður því í stjórn- arandstöðu fyrstu tvö kjörtímabil sín sem leiðtogi. n Hakeem Jeffries tekur við af Pelosi Hakeem Jeffries, verðandi leiðtogi Demókrata 6 Fréttir 1. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.