Fréttablaðið - 01.12.2022, Side 12

Fréttablaðið - 01.12.2022, Side 12
15–56% kjósenda gáfu öðrum ríkisstjórnum eftir hrun sömu einkunn. 78% kjósenda töldu eftir kosningar 2021 að ríkisstjórn Katrínar 2017–21 hefði staðið sig vel. 89% kjósenda töldu ríkis- stjórn Katrínar Jakobs- dóttur hafa staðið sig vel í baráttunni við Covid. Það er ólíklegt að núverandi stjórnar- samstarf haldi áfram eftir næstu kosningar. Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmála- fræðingur Ríkisstjórnin hefur, því miður, beinlínis unnið gegn félagslegum stöðugleika með úrræðaleysi sínu. Kristrún Frostadóttir, formaður Sam- fylkingarinnar Enginn hefur leitt ríkisstjórn eins lengi og Katrín í nær 20 ár. Eva H. Önnudóttir, prófessor Nokkurt vatn hefur til sjávar runnið síðan Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi komu saman stjórnarsáttmála fyrir fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ Katrínu Jakobsdóttur for­ sætisráðherra hefur gegn samtímalegum og sögulegum líkum tekist að vinna sér sess í stjórnmálasögunni sem einn þaulsætnasti forsætisráðherra landsins. Ólíklegt er þó talið að núverandi mynstur verði framlengt. Stjórnarandstaðan saknar félagslegs stöðugleika í störfum stjórnarinnar. STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sem for­ sætisráðherra. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún hvergi nærri hætt í pólitík, enda renni pólitísk ástríða í æðum hennar sem aldrei fyrr. Kom mörgum í opna skjöldu Það var 30. nóvember árið 2017 sem Katrín kom mörgum vinstri mann­ inum á óvart með því að handsala samning um meirihlutabandalag í ríkisstjórn með Framsóknar­ flokknum og „erkifjanda“ VG eins og Sjálfstæðisflokkurinn var kall­ aður í baklandi VG á þessum tíma. Snemma varð ljóst að Katrín og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráð­ herra, næðu furðu vel saman miðað við ólíka pólitíska sýn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­ sóknarflokksins, reyndist límið sem hélt þessum andstæðum íslenskra stjórnmála saman og enn dansa flokkarnir þrír pólitískan hringdans þótt mörg erfið mál hafi komið upp. Á umliðnu kjörtímabili, 2017– 2021, veitti kórónufaraldurinn stjórninni skjól í þeim skilningi að lítil umræða var um pólitísk álita­ efni. „Það rífst enginn um hvað eigi að vera í matinn meðan húsið brennur,“ segir Katrín. Að af loknum þingkosningum í fyrra, á yfirstandandi kjörtímabili, fór aftur að bera á svipaðri orðræðu og við upphaf meirihlutans, að völd Bjarna Benediktssonar fjármálaráð­ herra og ítök Sjálfstæðisflokksins í stjórninni væru of mikil. Íslands­ bankamálið hefur því orðið Katrínu þungt ekki síður en Bjarna. Himinn og haf skilur Sjálfstæðis­ menn og VG að í málum sem varða innf lytjendur og sölu ríkiseigna svo tvennt sé nefnt. Ágreiningur um varnir og NATO hefur aftur að mestu legið niðri eftir innrás Rússa í Úkraínu sem breytt hefur öryggis­ mynd margra smáríkja. Þau tíðindi urðu samkvæmt könnun Prósents fyrir Frétta­ blaðið fyrir skemmstu, að Kristrún Frostadóttir, nýr formaður Sam­ fylkingarinnar, velti Katrínu úr sessi sem þeim leiðtoga sem naut mests trausts þegar spurt var um formenn flokkanna. Margir kenna stjórnar­ samstarfinu um. Hún lætur sér þó ekki bregða og lýsti í viðtalinu í gær stolti af ýmsum árangri sem ríkis­ stjórn hennar hefur náð. Fátíð valdastaða Katrín er 11. stjórnmálaforinginn sem gegnir embætti forsætisráð­ herra síðustu hálfu öldina og aðeins önnur konan, hin er Jóhanna Sig­ urðardóttir. Einungis Davíð Odds­ son (1991–2004) og Steingrímur Hermannsson (1983–87 og 1988–91) hafa setið lengur. Hvað segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus, um þá staðreynd að Katr- ínu hafi tekist að halda saman ríkis- stjórn svo ólíkra f lokka í fimm ár? „Það er ekkert annað en pólitískt afrek,“ segir Ólafur. „Eins og aðrir farsælir forsætis­ ráðherrar hefur hún þurft að verja ýmislegt sem gengur gegn stefnu VG og hefur ekki verið henni ljúft. Ein­ hvern tímann hefðu það líka þótt pólitísk tíðindi að Sjálfstæðismenn væru tilbúnir til að sitja í ríkisstjórn Stjórnartíð Katrínar lýst sem sögulegu afreki Björn Þorláksson bth @frettabladid.is undir forsæti vinstri sósíalista,“ bætir Ólafur við. Sigur stjórnarinnar 2021 er ein­ stakur í seinni tíð að sögn Ólafs. Katrín þakkar hann að hluta góðum árangri í glímunni við kórónu­ veiruna. Nú er sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna þó aðeins um 45 prósent sem kannski er vísbending um ólgu í siglingu stjórnarinnar næstu misserin. „Gjörólík hugmyndafræði VG og Sjálfstæðisf lokks veldur spennu innan ríkisstjórnarinnar á eðli­ legum tímum,“ segir Ólafur. „Þá reynir á Katrínu, vinsældir hennar hafa minnkað, þó enn sé hún meðal þeirra foringja sem búa við mest traust og vinsældir.“ Ólafur telur líklegra en hitt að stjórnin haldi út kjörtímabilið þótt það sé algjörlega óvíst. En hverju spáir hann að loknu kjörtímabilinu? „Það er ólíklegt að núverandi stjórnarsamstarf haldi áfram eftir næstu kosningar. VG gæti auðveld­ lega tekið þátt í miðju­vinstri stjórn ef kosningaúrslit gefa færi á því. Katrín gæti þá haldið áfram ef hún vill – en ekki endilega sem forsætis­ ráðherra.“ Sjarmi Katrínar óumdeildur Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að það sem hafi tekist best hjá Katrínu sé að skapa pólitískan stöðugleika í þeim skilningi að hafa haldið út heilt kjörtímabil, sem var yfirlýst markmið. „En þetta er heldur þröngur skilningur á stöðugleika og hann byggir á samstöðu á milli stjórn­ málaflokka um að skipta með sér völdum,“ segir Kristrún. Það sem hefur tekist verst hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að sögn Kristrúnar er hvað henni hafi gengið illa að vinna að félags­ legum stöðugleika. „Slíkur stöðugleiki verður að byggja á samstöðu milli fólksins í landinu. Ríkisstjórnin hefur, því miður, beinlínis unnið gegn félags­ legum stöðugleika með úrræðaleysi sínu, til dæmis í heilbrigðismálum, í húsnæðismálum og kjaramálum aldraðra og öryrkja,“ segir Kristrún. Spurð hvernig Kristrún myndi lýsa Katrínu sem pólitíkusi svarar hún: „Katrín er stjórnmálamaður sem er gædd miklum hæfileikum og sjarma.“ Kristrún heldur áfram: „Katrín ávann sér traust hjá stórum hópi Íslendinga og hefur átt mikið pólitískt kapítal. Þannig varð hún forsætisráðherra. Ég virði hana sem manneskju og stjórnmálaleið­ toga þó að ég hefði ekki gefið sama afslátt og hún af grundvallarat­ riðum innan velferðarkerfisins og þó að forgangsröðun okkar sé ólík.“ Fréttablaðið spurði Kristrúnu hvað hún teldi að tæki við að loknu þessu kjörtímabili. „Á næsta kjörtímabili verður að stokka upp í stjórnmálunum. Ég vona að við jafnaðarfólk fáum sterkt umboð hjá þjóðinni til að leiða breytingar til góðs. Að mínu mati verður stóra verkefnið að end­ urreisa velferðarkerfið um land allt. Eftir áratug af íhaldsstefnu er kom­ inn tími til að leggja ofuráherslu á kjör, velferð og efnahag venjulegs fólks,“ svarar hún. Katrín ræddi um Kristrúnu af virðingu í Fréttablaðinu í gær og þóttust sumir greina klakhljóð milli þessara tveggja kvenskörunga. Tvennt standi upp úr Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að þegar litið sé til fimm ára stjórnarsetu Katr­ ínar Jakobsdóttur sem forsætisráð­ herra, megi segja að einkum tvennt standi upp úr: „Í fyrsta lagi hefur Katrín leitt þessa óvanalegu samsetningu ríkis­ stjórnar frá vinstri til hægri. Þrátt fyrir að þessari ríkisstjórn hafi margoft verið spáð falli er Katrín nú forsætisráðherra á sínu öðru kjör­ tímabili. Enginn hefur leitt ríkis­ stjórn eins lengi og Katrín í nær 20 ár.“ Einnig segir Eva að upp úr standi að pólitísk forysta Katrínar í gegn­ um heimsfaraldurinn hafi tekist vel. „Í gegnum það tímabil naut hún mikils trausts sem leiðtogi ríkis­ stjórnarinnar. Að undanförnu virð­ ast vinsældir hennar sem forsætis­ ráðherra og hversu mikils trausts hún nýtur meðal almennings hafa dalað nokkuð og er ekki ólíklegt að það sé vegna ágreiningsmála sem hafa komið upp sem Katrín hefur þurft að svara fyrir sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar, eins og til dæmis salan á Íslandsbanka og málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd.“ Að auki nefnir Eva einn punkt: „Það má kannski segja að það þriðja sem standi upp úr í forsætisráðherra­ tíð Katrínar sé að þrátt fyrir ágrein­ ing sem hefur komið upp hefur hún veitt ríkisstjórninni styrka forystu og verið einn meginstólpinn í að halda ríkisstjórninni saman.“ Flestar stjórnir sitja stutt Ef fullveldis­ og lýðveldissaga landsins er skoðuð frá grunni bendir Ólafur Þ. Harðarson á að frá myndun núverandi f lokkakerfis til 1971 hafi f lestar stjórnir setið bara eitt kjörtímabil eða minna. Undan­ tekningar séu að Hermann Jónas­ son hafi verið forsætisráðherra samfellt frá 1934–42 en í ólíkum samsetningum. Viðreisnarstjórnin sat í tólf ár samfellt. Ólafur Thors var forsætis­ ráðherra mestallt fyrsta kjörtíma­ bilið en Bjarni Benediktsson eldri sat sem forsætisráðherra 1963–70. Í þessu ljósi liggur fyrir að Katrín hefur náð árangri – þvert á allar líkur – og burtséð frá því hvað almenningi kann að þykja um störf ríkisstjórnarinnar. n Frá myndun núverandi flokkakerfis 1916–30 til 1971 sátu flestar stjórnir bara eitt kjörtímabil eða minna. (Heimildir: Gallup, Ólafur Þ. Harðarson o.fl.) FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 1. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.