Fréttablaðið - 01.12.2022, Page 18

Fréttablaðið - 01.12.2022, Page 18
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Ný útivistarlína Icewear er einangruð með íslenskri ull og samanstendur af litríkum yfirhöfnum en einnig má finna úrval af ullarpeysum með þjóðlegu mynstri. Ágúst hefur alltaf heillast af sköpuninni sem fylgir íslensku ullinni og hefur ullin alltaf verið kjarninn í vöru- línu Icewear. MYNDIR/AÐSENDAR Hönnun Icewear tekur mið af íslenskum aðstæðum og veðurfari. Í dag, 1. des- ember, er eitt ár liðið frá því að Icewear kynnti til sögunnar ís- lensku ullarein- angrunina í nýrri útivistarlínu og hafa viðtökur farið langt fram úr væntingum. við það reyndar nú þegar. Flíkur með íslenskri ullareinangrun hafa fengið frábærar viðtökur, bæði hér innanlands sem og erlendis. Sjálfur prófaði ég eina af fyrstu prótótýpunum árið 2020, klæddist henni í öllum veðrum og í sem minnstu innanundir. Þá fann ég strax að íslenska ullin er ein besta einangrunin sem hægt er að setja í útivistarfatnað,“ segir Ágúst. Ágúst nefnir dæmi um við­ skiptavin sem keypti sér úlpu með íslenskri ullareinangrun í Reykja­ vík. „Skömmu síðar kom hann aftur og keypti sams konar úlpu handa maka sínum með þeim orðum að þetta væri eina úlpan sem hann hefði átt sem hann svitnaði ekki í þegar hann færi úr kulda í hita. Það er akkúrat þessi eiginleiki sem gerir ullina svona einstaka, það er að segja að viðhalda hitastigi líkamans hvort sem ytri aðstæður eru kaldar eða heitar.“ Viðbót fyrir ullarbændur Ágúst telur íslensku ullareinangr­ unina geta orðið upphaf að nýju skeiði fyrir íslenska ullarbændur og sauðfjárbúskap. „Ég hef sagt þeim bændum sem ég þekki að vera þolinmóðir því það sé ekki langt í að þetta verði mjög stórt og gæti farið í veldis­ vöxt eftir tvö til þrjú ár. Ef öll ull í landinu væri notuð í úlpur þá erum við að tala um að við værum með efni í framleiðslu á um einni og hálfri milljón ullarúlpna á ári, en þess má geta að ein rolla skilar af sér um tveimur kílóum af ull á ári og í úlpur fara um 500 grömm. Ég sé fyrir mér að sauðfjár­ bændur sjái hag sínum vel borgið með því að framleiða ull, því þegar kemur að aukinni eftirspurn hefur engin ull í heiminum þá einstöku eiginleika og sú íslenska,“ segir Ágúst. Hann heldur áfram: „Kostirnir við íslensku ullina eru margþættir og finnst mér ekki ólíklegt að íslenska ullareinangr­ unin eigi eftir að fá á sig þann gæðastimpil að vera ein sú besta einangrun sem völ er á í útivistar­ flíkur. Því eins og ég nefndi áðan þá heldur flíkin áfram yl og létt­ leika þó að hún blotni og ef á hana kæmi gat þá lekur einangrunin ekki út eins gerist til dæmis í dún­ flíkum. Ull er einnig einn sá vist­ vænasti kostur sem völ er á fyrir útivistarflíkur.“ Gefandi að skapa Það eru 50 ár síðan Icewear var stofnað utan um útflutningsvörur úr íslenskri ull. „Sem ungan dreng dreymdi mig um að verða atvinnurekandi og forstjóri. Ég var nýútskrifaður við­ skiptafræðingur þegar ég byrjaði að vinna hjá Icewear, sem ég keypti svo seinna meir. Ég heillaðist af sköpuninni sem fylgir ullinni, því mig hafði alltaf dreymt um að vinna í skapandi geira og í ullinni erum við alltaf að skapa eitthvað nýtt, eins og íslensku ullareinangrunina núna. Viðskiptafræðin reyndist mér góð blanda við sköpunarvinnuna. Ekki óraði mig þó fyrir þeim ævintýra­ lega vexti sem fyrirtækið hefur farið í gegnum síðastliðin ár. En umfram allt hef ég virkilega gaman af því að vera í brúnni,“ segir Ágúst. Fyrir tilviljun í ullarbransann Lokaritgerð Ágústs í viðskipta­ fræði árið 1983 var einmitt um útflutning íslenskra ullarvara. „Þá var ullariðnaðurinn risastór en ég spáði að hann myndi ekki lifa af sökum þess hve ullin væri einhæf vara og á þeim tíma var flísið að koma. Síðan sá ég þennan nýja vinkil sem ullareinangrunin er, sem gæti orðið svo miklu stærri en ullin var nokkurn tímann áður. Íslenska lopapeysan er alltaf góð en það er örmarkaður, en með úti­ vistarfatnaði erum við komin út í hinn stóra útivistarheim. Þar að auki er Ísland kalt land og mikill trúverðugleiki fylgir því að það sem er gott fyrir Íslendinga sé líka gott fyrir heiminn.“ Merkileg framþróun Icewear rekur alls 23 verslanir ásamt netverslun sem selur úti­ vistarfatnað um allan heim. „Nú þegar er íslensk ullar­ einangrun komin í úlpur, kápur, buxur, vettlinga, vesti og kulda­ galla fyrir börn og fullorðna,“ segir Ágúst. Hans uppáhalds Icewear­flíkur eru jakkarnir Reykjavík og Lang­ jökull, báðir með íslenskri ullar­ einangrun. „Íslenska ullareinangrunin er í raun ótrúleg uppgötvun og á sama tíma ótrúlegt að þetta hafi ekki verið gert fyrr. Ég tel að þetta sé það merkilegasta sem Icewear hefur gert hingað til. Það er mikill heiður fyrir Icewear að vera þátt­ takandi í þessu ævintýri, en að baki eru auðvitað allir sauðfjár­ bændur landsins og íslenska sauð­ kindin, að ógleymdu metnaðar­ fullu starfsfólki Icewear.“ n Sjá nánar og skoðið vefverslun Icewear á icewear.is Á sama hátt og íslenska ullin verndar sauðkindina, verndar hún þá sem klæðast henni. Ágúst Þ. Eiríksson 2 kynningarblað A L LT 1. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.