Fréttablaðið - 01.12.2022, Síða 20

Fréttablaðið - 01.12.2022, Síða 20
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur @frettabladid.is Þær eru besta tískugrínið á þessari öld: asnalegar, töff og því ljótari því betra! Hér skal fjallað um ljótu jólapeysuna sem hefur fest sig í sessi sem tískufyrirbæri sem fer allan hringinn og rúmlega það. Fyrstu fjöldaframleiddu jóla- peysurnar litu dagsins ljós á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum (hvar annars staðar?) þegar jólahátíðin varð sífellt markaðsvæddari. Þær nutu hóflegra vinsælda þar til á níunda áratugnum þegar „ljóta- peysan“ varð að hugtaki í sjálfri sér með tilkomu sjónvarpsþáttanna um Cosby-fjölskylduna og náði hámarki í kvikmyndinni National Lampoons Christmas Vacation þar sem Griswold-fjölskyldan skartaði þeim í jólaboði. Tíundi áratugurinn var hins vegar ekki tilbúinn fyrir þetta tískufyrirbæri og jólapeysan lá nánast í dvala þar til tveir kanadískir vinir ákváðu fyrir jólin 2002 að safna fé fyrir vin sinn sem var með krabbamein. Söfnunin fór fram í partíi þar sem allir gestir voru hvattir til að mæta í ljótustu jólapeysu sem þeir gætu fundið. Mætingin var góð og siðurinn breiddist út smám saman og varð fljótlega að stórviðburðum þar sem mörg þúsund manns koma saman og skemmta sér í ljótustu jólapeysum sem hægt er að finna, jafnvel er haldin keppni um ljótustu ljótu peysuna og oftar en ekki safnað fyrir gott málefni í leiðinni. Árið 2011 hafði ljóta jólapeysan fest sig svo rækilega í menningunni að tískurisinn Dolce&Gabb- ana setti á markað peysur undir yfirskriftinni: svo ljótar að þær eru fallegar! Og hægt var að fá ljóta jólapeysu á 600 Bandaríkjadali í versluninni Nordstrom. Óbærilega ljótar og ótrúlega skemmtilegar Degi ljótra jólapeysa er fagnað þriðja föstudag í desember og ekki seinna vænna að byrja að undirbúa vinnustaðagleðina eða heimapartíið. Talið er að 23 prósent Banda- ríkjamanna muni fjárfesta í ljótri jólapeysu fyrir þessi jól, sem til stendur að nota í veislu með vinum, á vinnustaðagleði eða í myndatöku með fjölskyldunni. 9 prósent fara í sitt fyrsta ljótu jólapeysu partí fyrir þessi jól og hlakka mikið til. Ef enginn er búinn að bjóða þér þá er upplagt að grípa tækifærið og blása til síns fögnuðar af eigin rammleik. Tíu ljótar jólapeysur skemmta sér betur en ein. Vefsíðan Uglychristmassweat- ers.com hefur gert það gott og selt ófrýnilegar jólapeysur fyrir meira en fimm milljónir Bandaríkjadala undanfarin þrjú ár. Fyrirtækið gefur fólki kost á að hanna sínar eigin ljótu peysur, er með mikinn fjölda af misljótum peysum á lager og einnig nokkrar sem áhrifavald- ar hafa hannað fyrir fyrirtækið. Sumar eru svo ljótar að þær eru í þrívídd! Margar fataverslanir passa upp á að hafa ljótar jólapeysur til sölu í desember þar sem dæmin sanna að fólk tekur ljóta ofskreytta jólafatnaðinn sinn mjög alvarlega. Opinber dagur ljótu jóla- peysunnar er þriðji föstudagur í desember sem í ár er sá sextándi og því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning, hvort sem fólk hyggst prjóna sjálft, leita að allra ljótustu peysunni í búðum eða á netinu eða leggja einhverja sak- lausa rauða og græna peysu undir alls kyns jólaofgnótt. En hvað er það við ljótu jóla- peysuna sem er svo heillandi? Spekingar hafa komið með ýmsar skýringar en kannski er bara gott og gaman að fá að vera í ljótum og fyndnum fötum að minnsta kosti einu sinni á ári. n Jóla- peysurnar geta tekið á sig ýmsar myndir og ungir sem aldnir hafa jafn- gaman af þeim. Hugmyndaflugið á sér fá takmörk þegar kemur að því að fagna ljót- leika jólapeysanna. Gulur litur og þrívídd er engin fyrirstaða. sandragudrun@frettabladid.is Alþjóðlegt bókasafn fyrir rann- sóknir í tísku (ILFR), sem staðsett er á Þjóðminjasafni Oslóar og var stofnað árið 2020, var loks opnað fyrir almenningi í fyrradag en af því tilefni var haldin tveggja daga opnunarhátíð safnsins. Bókasafnið er geymsla sérhæfðra tískurann- sókna og samtímaútgáfu um tísku. Metnaður er lagður í að safnið verði stærsta og umfangsmesta skjalageymsla heims fyrir útgefið tískuefni og önnur skjöl sem tengj- ast tískuiðnaðinum. Það verður ókeypis og aðgengilegt úrræði fyrir fagfólk í tískuiðnaðinum, fræði- menn, nemendur og áhugafólk. Ört vaxandi safn Safnkosturinn fer ört vaxandi. Frá stofnun hefur það tekið við umtalsverðum framlögum, þar á meðal efni frá franska tískuhúsinu Hermès, alþjóðlega tímarita- dreifingaraðilanum KD Presse, japanska tískuhúsinu Comme des Garçons og hönnunarstofunni M/M (Paris). Mikið af efninu í skjalasafni ILFR er stafrænt og aðgengilegt á heimasíðu ILFR. Í dag er opnuð sýning á safninu sem stendur til og með 1. mars á næsta ári. Sýningin saman- stendur af úrvali fréttatilkynninga og kynningartexta frá fjórtán goðsögnum í tískuheiminum í gegnum tíðina. Áhersla er á hið mikilvæga samstarf á milli vöru- merkja og textahöfunda í tísku- iðnaðinum, sem eru ekki síður mikilvægir til að kynna tískuna en tískusýningarnar sjálfar. Hannað af þeim bestu Innrétting bókasafnsins hefur verið þróuð í samvinnu við arkitektinn og prófessorinn Vesma McQuillan og nemendur við háskólann í Krist- janíu. Hillurnar eru hannaðar af ítalska hönnunardúettinum Form- afantasma. Gluggatjöldin koma frá Kvadrat Textiles. Borðin eru sérsmíðuð úr endurunnu MDF-efni og sýningarskáparnir endurnýttir frá Þjóðminjasafninu. Eflaust hafa margir tískuaðdá- endur og áhugafólk beðið spennt eftir opnun safnsins og fyrir áhugasöm er tilvalið að skella sé í aðventuferð til Oslóar og skoða safnið. n Tískubókasafn opnað í Osló  Tískusafnið er á Þjóðminjasafninu í Osló. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ljótar jólapeysur voru upprunalega bara jólapeysur en við skiljum af hverju forskeytið stafar. MYNDIR/GETTY 4 kynningarblað A L LT 1. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.