Fréttablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 22
Það tók tækni-
teymið hjá Weta
Digital eitt og hálft ár af
þrotlausri vinnu að þróa
tæknina fyrir Avatar:
The Way of Water.
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Meira en áratugur er liðinn frá
sögusviði Avatar. Myndin Avatar:
The Way of Water segir sögu Sully-
fjölskyldunnar (Jake, Neytiri og
barnanna fimm) og vandræðanna
sem þeim fylgja.
Myndin fjallar um það hve langt
þau eru tilbúin að ganga til að
tryggja öryggi hvert annars, bar-
dagana sem þau heyja til að lifa af
og harminn sem þau bera með sér.
Þrátt fyrir að Avatar: The Way of
Water sé framhald Avatar stendur
hún algerlega sjálfstætt. Fyrirhug-
aðar eru fleiri framhaldsmyndir
á komandi árum og ætlunin er að
þær verði allar sjálfstætt framhald
þannig að ekki sé nauðsynlegt að
horfa á þær í ákveðinni röð.
Mikið veltur þó á þessari mynd
vegna þess að James Cameron,
leikstjóri myndarinnar, hefur
lýst því yfir að verði miðasala á
Avatar: The Way of Water dræm
verði hætt við framleiðslu á Avatar
4 og Avatar 5. Avatar 3 mun hins
vegar líta dagsins ljós hvernig sem
gengur að fá fólk í bíó til að sjá
Avatar: The Way of Water, enda
voru myndirnar að stórum hluta
framleiddar samhliða.
Sem fyrr er hlutverk Jake Sully í
höndum Sam Worthington. Sully
er nýr leiðtogi Omaticaya-ætt-
bálksins eftir að meðvitund hans
var flutt yfir í holdgerving hans
(avatar) í lok fyrstu myndarinnar.
Zoe Saldana er Neytiri, maki
Jake.
Avatar: The Way of Water er
hlaðin hvers kyns tæknibrellum
og nýrri kvikmyndatækni. Mikið
af myndinni gerist í vatni og kvik-
myndað var í raun og veru undir
vatnsyfirborði og leikararnir með
skynjara fyrir hreyfingar sem
yfirfærðir voru á avatarana. Þetta
hefur aldrei verið reynt áður og
það tók tækniteymið hjá Weta
Digital eitt og hálft ár af þrotlausri
vinnu að þróa tæknina fyrir þetta.
Sem fyrr segir er The Way of
Water fyrsta framhaldsmyndin af
fjórum sem eru ráðgerðar og þrátt
fyrir aðvörun Camerons um að
ekkert verði af myndum fjögur og
fimm gangi The Way of Water ekki
nógu vel, herma heimildir að þegar
sé búið að gefa grænt ljós á fram-
leiðslu allrar myndaraðarinnar.
The Way of Water er í þrívídd. Á
tímabili var orðrómur í gangi um
að þetta gæti jafnvel orðið fyrsta
myndin í þrívídd sem ekki þyrfti
þrívíddargleraugu til að njóta.
David Cameron gaf þessum orð-
rómi undir fótinn en nú er komið
á daginn að sú tækni, sem gerir
kvikmyndaáhorfendum kleift að
njóta þrívíddar á hvíta tjaldinu án
sérstakra gleraugna er enn ekki
komin til sögunnar.
Í Way of Water er Jake Sully,
sem í mannlegum líkama sínum
var bundinn við hjólastól,
orðinn Na’vi. Hann hefur nýtt
sér avatar-tæknina til að verða
meðlimur Omaticaya-ættbálksins
til frambúðar. Sem fyrr segir er
hann orðinn leiðtogi ættbálksins
og nú þarf hann að leiða sitt bláa
fólk í baráttu upp á líf og dauða
gegn ágjörnum landnemum sem
þekktir eru sem RDA (Resources
Development Administration) sem
ásælast dýrmætar Unobtanium-
auðlindir plánetunnar.
Nýir ættbálkar eru kynntir til
sögunnar í The Way of Water. Má
þar nefna sægarpana í Metkayina-
ættbálknum sem er um margt frá-
brugðinn Omaticaya-ættbálknum,
enda vanur sjónum en ekki regn-
skóginum.
Avatar: The Way of Water er
ávísun á sannkallaða kvikmynda-
veislu, enn stórfenglegri en við
fengum með Avatar fyrir meira en
áratug. Nú verðum við á kunn-
ugri slóðum en í fyrstu myndinni
– sjórinn stendur okkur Íslending-
um nær en regnskógurinn. n
Sambíóin um allt land, Smárabíó,
Laugarásbíó og Háskólabíó
Upp á líf og dauða – og nú í kafi
Frumsýnd
16. desember 2022
Aðalhlutverk:
Zoe Saldana, Kate Winslet,
Sam Worthington og Sigour-
ney Weaver
Handrit:
James Cameron, Rick Jaffa og
Amanda Silver
Leikstjórn:
James Cameron
Fróðleikur
n Samtals kosta Avatar-framhaldsmyndirnar fjórar meira en einn
milljarð Bandaríkjadala í framleiðslu.
n Sony hannaði og framleiddi sérstaka myndavél sem Cameron bað
um fyrir gerð þessarar myndar og þeirrar næstu. Vélin er kölluð
Feneyja-myndavélin (Venice Camera).
n Kate Winslett leikur sjálf í öllum neðansjávar-áhættuatriðunum
sínum í myndinni.
n James Horner, sem samdi tónlistina fyrir Avatar, átti að semja tón-
listina fyrir þessa mynd. Hann fórst hins vegar í umferðarslysi 2015
og Simon Franglen hljóp í skarðið.
2 kynningarblað 1. desember 2022 FIMMTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS