Fréttablaðið - 01.12.2022, Side 24

Fréttablaðið - 01.12.2022, Side 24
Whitney Houston skaust upp á stjörnuhimininn um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sjaldan eða aldrei hefur stjarna nokkurs sóló-listamanns skinið jafn skært. Röddin, glæsileikinn, frábær lög og sjö lög Whitney Houston fóru á toppinn, hvert á fætur öðru, nokkuð sem enginn annar lista- maður hefur gert fyrr eða síðar. Myndin, I Wanna Dance With Somebody, sækir nafnið í stærsta smell Whitney Houston – lag sem hefur hljómað í danshöllum heimsins allar götur frá því það heyrðist fyrst, 1987. Myndin fjallar hins vegar langt í frá eingöngu um tónlistarferill Whitney þó að honum séu gerð góð skil. Áhorfendur eru leiddir um líf hennar, allt frá því að hún fæðist inn í miðstéttarfjölskyldu í New Jersey 1963. Hún kemur úr tónlistarfjöl- skyldu. Móðir hennar var bak- raddasöngkona hjá Elvis Presley og Dionne Warwick var frænka hennar. Whitney byrjaði ung að syngja í kirkjukór og ekki leið á löngu áður en hún var farin að syngja einsöng með kórnum. Um 1980 fór hún á samning sem fyrirsæta og varð fyrsta þeldökka konan til að prýða forsíður sumra helstu tískublaða vestanhafs. Örlögin ætluðu henni hins vegar alltaf að verða söngkona enda var rödd hennar sannkölluð guðsgjöf. Í myndinni er komið inn á samband Whitney við föður sinn, sem gat verið stirt, sérstaklega í tengslum við peningamál eftir að henni skaut upp á stjörnu- himininn. Þá er stormasömu hjónabandi hennar við tónlistarmanninn Bobby Brown gerð skil og baráttu hennar við áfengi og eiturlyf. Í myndinni I Wanna Dance With Somebody eru endurgerð sum frægustu tónlistaratriði frá ferli Whitney Houston, meðal annars þegar hún söng bandaríska þjóð- sönginn við upphaf úrslitaleiks bandaríska ruðningsboltans, Super Bowl XXV, sem leikinn var í Tampa í Flórída í janúar 1991. n Smárabíó, Háskólabíó, Laugarás- bíó og Sambíóin Egilshöll, Álfa- bakka og Kringlunni Skærasta stjarnan sem ekki gleymist Fróðleikur: n Anthony McClaren skrifaði líka handritið að Bohemian Rhapsody. n Lagið I Wanna Dance With Somebody fyrir besta flutning popp- söngkonu á 30. Grammy-verðlaunahátíðinni. n Í Bandaríkjunum varð lagið fjórða lag Whitney í röð til að fara á toppinn og meira en milljón eintök seldust af því. Frumsýnd 26. desember 2022 Aðalhlutverk: Stanley Tucci, Naomi Ackie, Tamara Tunie, Clarke Peters, Ashton Sanders og Nafessa Williams. Handrit: Anthony McClaren Leikstjórn: Kasi Lemmons Enskt tal með íslenskum texta Gamanmyndin stórkostlega Dumb and Dumber, sem fjallar um vinina sælu, þá Lloyd Christmas og Harry Dunne, var jólamynd árið 1994 og sló í gegn. Mest pirrandi hljóð í heimi Flest atriðin í Dumb and Dumber eru spuni að einhverju leyti, en Farrelly-bræður hafa sagt að um 15 prósent myndarinnar séu spuni. Fyrst voru atriðin tekin samkvæmt handriti og svo aftur og þá með spunaívafi, sem oftar en ekki tókst alveg ljómandi vel. Eitt slíkt atriði er þegar félagarnir Lloyd Christ- mas, leikinn af Jim Carrey, og Harry Dunne, leikinn af Jeff Daniels, taka upp puttaferðalang, sem raunar er leigumorðinginn Mental sem þjáist af alvarlegum magabólgum og er því lítið undir það búinn að sitja í bíl á milli Lloyds og Harrys. Atriðið í bílnum er leikið sam- kvæmt handriti þangað til Lloyd spyr Mental hvort hann vilji heyra mest pirrandi hljóð í heimi. Lloyd bíður ekki boðanna heldur hefur upp raust sína og gefur frá sér eitthvað það undarlegasta og svo sannarlega mest pirrandi hljóð sem heyrst hefur í lengd og bráð, til lítils yndisauka fyrir Mental, sem virðist vera við það að missa vitið, svo mikið reynir ökuferðin á hann. Kósí hótelherbergi Þegar vinirnir Lloyd og Harry eru farnir að nota peningana sem eru í skjalatöskunni og búnir að galla sig upp eins þeim er einum lagið, taka þeir glæsilegt hótelherbergi á leigu á hóteli einu sem kallast Danbury. Þar er að finna öll helstu þægindi og íburðarmikinn glæsileika. Fáir vita að þetta er sjálft Stanley- hótelið í Estes Park, Colorado, hótelið sem gaf meistara Stephen King innblásturinn að bókinni The Shining (útg. 1977).  Auk þess heimtaði Jim Carrey að fá herbergi númer 217, eða Stephen King-svítuna, þar sem drauga- gangurinn á að hafa verið. Sagan segir að hann hafi gefist upp eftir þrjár klukkustundir, svo rammt kvað að reimleikunum. Ekki fastur í öðrum gír árið 1994 Jim Carrey lék aðalhlutverkið í kvikmyndunum Ace Ventura: Pet Detective, The Mask og Dumb and Dumber. Þessar myndir slógu allar hressilega í gegn og það sem meira er, þær komu allar út á einu og sama árinu sem var árið 1994. Þetta hefur enginn leikið eftir og þarf ekki að undra. Fyrsta boð framleiðenda Dumb and Dumber til Carreys fyrir hlut- verk Loyds var 350.000 Bandaríkja- dalir, en þar sem Ace Ventura: Pet Detective hafði hafið sína sigur- göngu hafnaði umboðsmaður hans tilboðinu. Fékk hann að lokum sjö milljónir dala – tuttugufalt fyrsta boð. Komust ekki á listann Nafnið Dumb and Dumber vakti ekki áhuga framleiðenda í Holly- wood og Farrelly-bræðurnir breyttu því í A Power Tool is Not a Toy, eða Rafmagnsverkfæri eru ekki leikföng, og það virkaði. New Line Cinema samþykkti að framleiða myndina og þá breyttu leikstjórabræð- urnir nafni handritsins í fyrra horf. Ekki gekk mikið betur að finna aðalleikara myndarinn- ar, en Far- relly-bræð- urnir voru með langan lista yfir mögulega leikara. Þar mátti finna gaman- leikara á borð við félagana Martin Short og Steve Martin, leikarana Nicholas Cage, Rob Lowe og Gary Oldman, og marga, marga fleiri. Þeir voru allir uppteknir í öðrum verkefnum. Loks var ákveðið að reyna að fá nýgræðinginn Jim Carrey í hlutverk Lloyd Christmas og Jeff Daniels í hlutverk Harry Dunnes, en Daniels var þekktur leikari en ekki sem gamanleikari. Nöfn þeirra Carreys og Daniels voru upphaflega ekki á listanum. Eyðimerkurganga bræðranna Handritið að Dumb and Dumber hafði verið til í einhverri mynd í um áratug áður en loksins tókst að hnýta alla hnúta. Má segja að myndin hafi verið ástríðuverkefni Farrelly-bræðranna. Þeir áttu hins vegar í miklu basli við að finna framleiðendur. Í byrjun fengu þeir félaga sinn til að fjármagna mynd- ina, en hann vildi ekki setja meira en tvær milljónir dala í verkefnið. Það var því ekki fyrr en New Line Cinema kom að borðinu að myndin komst á koppinn. Umboðsmaður Carreys bauð hann fyrir slikk ef samningurinn yrði negldur niður fyrir föstudaginn þegar Ace Ventura: Pet Detective yrði frum- sýnd. Hann var sann- færður um að myndin myndi slá í gegn. Samningar náðust þó ekki fyrr en viku eftir frum- sýningu myndarinnar og var það dýrkeypt hik fyrir framleiðendur. Umboðsmaðurinn hafði haft rétt fyrir sér og það sem meira var: ný stjarna var fædd. n Hin óborganlega Dumb and Dumber Tískuskyn Lloyds og Harrys var pottþétt hvað hár og föt varðaði. Leikskólakrakkar vita að maður setur ekki tunguna á frosinn málm. 4 kynningarblað 1. desember 2022 FIMMTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.