Fréttablaðið - 01.12.2022, Page 26
Stígvélaði kötturinn kemst að því
sér til mikillar skelfingar, þegar
hann vaknar hjá lækni eftir að
hafa orðið undir risastórri bjöllu í
átökum við skrímsli, að þetta er í
áttunda skipti sem hann glatar lífi
sínu. Hann á bara eitt líf eftir.
Hann hefur sólundað lífum
sínum í alls kyns fífldirfsku, allt
frá því að þvælast inn í hlaup hjá
nautahópi til þess að fletjast út
undir japönskum súmóglímu
manni.
Í fyrstu lætur Stígvélaði köttur
inn þetta sem vind um eyru þjóta
en eftir að hann tapar slagsmálum
við úlf sem hann er sannfærður um
að sé mannaveiðari ákveður hann
að leggja skikkjuna á hilluna og
verða húsköttur hjá Mama Luna.
Líður svo tíminn og Stígvélaði
kötturinn er kominn með skegg
og farinn að vingast við nafn
lausan hund. Þeirra samtal tekur
þó skjótan endi þegar glæpagengið
Gullbrá og birnirnir þrír birtast í
leit að honum.
Eftir að gengið finnur gröf hans
verður Gullbrá og björnunum það
á að upplýsa Stígvélaða köttinn um
óskastjörnu. Kortið sem vísar leið
ina að óskastjörnunni er í höndum
Stóra Jack Horner sem hyggst nýta
óskastjörnuna til að sölsa undir
sig allan galdramátt í heiminum.
Þegar Stígvélaði kötturinn reynir
að stela kortinu hittir hann óvænt á
ný Kitty Softpaws sem vill fá kortið
fyrir sig. Ásamt Perrito tekst þeim
að komast undan Gullbrá og Jack og
stefna á Myrkaskóg þar sem óska
stjarnan er.
Þau komast að því að leiðin
að stjörnunni fer eftir því hver
heldur á kortinu. Leiðirnar fyrir
þann stígvélaða og Kitty eru ógn
vænlegar en leiðin hjá Perrito er
auðveld svo þau leyfa honum að
hafa kortið. Á leiðinni klippir Kitty
skeggið af kettinum. Perrito eltir
prik og lendir í klónum á Jack.
Stígvélaði kötturinn og Kitty ná
að frelsa hann en kötturinn fer að
sjá ofsjónir um úlfinn sem er enn á
hælum hans og hleypur á brott sem
verður til þess að þau glata kortinu í
hendur Gullbráar.
Hefst nú æsispennandi atburða
rás sem ekki má segja frá vegna þess
að það eyðileggur fyrir þeim sem
vilja sjá myndina. n
Laugarásbíó, Smárabíó, Sambíóin
Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll,
Keflavík og Akureyri og Háskólabíó
Í leit að nýjum lífum
Fróðleikur:
n Aðstandendur myndarinnar segja að spagettívestrinn The Good,
the Bad and the Ugly (1966) hafi orðið þeim innblástur við gerð
myndarinnar.
n Í enskri útgáfu myndarinnar talar Ray Winstone fyrir einn
bjarnanna.
n Framleiðendur myndarinnar ákváðu að hverfa frá „raunveru-
leika“-grafíkinni, sem notuð var við gerð Shrek og upphaflegu
myndarinnar um Stígvélaða köttinn til að ljá ævintýrum þessarar
myndar stórfenglegri ævintýraljóma.
Frumsýnd
26. desember 2022
Aðalhlutverk:
Valur Freyr Einarsson,
Unnur Ösp Stefánsdóttir,
Árni Beinteinn Árnason,
Björgvin Franz Gíslason og
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
Handrit:
Paul Fisher
Leikstjórn:
Joel Crawford og
Januel Mercado
Íslenskt tal
Frumsýnd
2. desember 2022
Aðalhlutverk:
David Harbour, Beverly
D‘Angelo, John Leguizamo,
Cam Gigandet, Edi Patterson,
Brendan Fletcher og Alex
Hassell
Handrit:
Pat Casey og Josh Miller
Leikstjórn:
Tommy Wirkola
Enskt tal með
íslenskum texta
Stígvélaði kötturinn
lendir í miklum
ævintýrum og hremm-
ingum, ásamt hundinum
Perrito og gömlu kærust-
unni Kitty Softpaws
þegar þau reyna að finna
óskastjörnu.
Hugsaðu
Die Hard,
en hér er
það jóla-
sveinninn
sem er á
ferð en
ekki lögga
frá New
York.
Hópur þrautþjálfaðra og harð
svíraðra málaliða brýst inn á reisu
legan herragarð Lighthousefjöl
skyldunnar á aðfangadagskvöld og
tekur alla fjölskylduna í gíslingu.
Ætlunin er að ræna miklum fjár
munum úr sérstakri fjárhirslu sem
er á setrinu.
Glæpagengið hafði hins vegar
ekki gert ráð fyrir einu. Jólasveinn
inn kemur nefnilega í árvissa
heimsókn sína til Lighthousefjöl
skyldunnar og lætur svo sannar
lega fyrir sér finna. Lighthouse
fjölskyldan er nefnilega á góða
listanum hans en glæpahyskið á
listanum yfir þá sem hafa verið
óþekkir.
Í ljós kemur að jólasveinum er
fleira til lista lagt en að gefa gjafir,
borða smákökur, þamba mjólk,
hlæja djúpum hlátri og slá sér á lær.
Hann náttúrlega laumar sér inn
á hvert heimili einu sinni á ári og
slíkir læra vitaskuld nokkur trix.
Violent night er dálítið eins og
Die Hard, nema hér er það ekki
John McClane, lögga frá New
York, sem kljáist einn við ofurefli
harðsvíraðra glæpamanna heldur
jólasveinninn. Glæpamennirnir
eru vel vopnum búnir en jóla
sveinninn hefur eitt og annað uppi
í erminni. Hann býr yfir töfrum
sem óþokkarnir eiga fá svör við. Þá
kemur á óvart hversu öflug vopn
hægt er að útbúa úr sakleysislegu
jólaskrauti.
David Harbour leikur jóla
sveininn í formi sem við höfum
ekki séð hann í áður. Flestir að
dáendur jólamynda muna vel eftir
Beverly D’Angelo í hlutverki Ellen
Griswold í sígildu jólamyndinni
Christmas Vacation. Hér leikur
hún Gertrude Lighthouse, ætt
móður Lighthousefjölskyldunnar,
í mynd sem, eins og fyrr segir,
svipar meira til jólamyndarinnar
Die Hard frekar en Christmas
Vacation. n
Laugarásbíó, Smárabíó og Sam-
bíóin Álfabakka, Egilshöll, Keflavík
og Akureyri
Jólasveinninn bregður sér í spor John McClane
6 kynningarblað 1. desember 2022 FIMMTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS