Fréttablaðið - 13.12.2022, Side 1
2 7 0 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 1 3 . D E S E M B E R 2 0 2 2
Stúkan og
utan vallar á HM
Hvað er næst hjá
Harry og Meghan
Íþróttir ➤ 10 Lífið ➤ 20
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/idBuzz
Nýr rafmagnaður
CARGO
Samtök atvinnulífsins og VR
skrifuðu undir nýja kjara-
samninga í gær eftir viðræður
undanfarinna vikna. Fram-
kvæmdastjóri SA segir það
þrekvirki að hafa náð sam-
komulagi í tæka tíð.
kristinnpall@frettabladid.is
KJARAMÁL „Við náðum samkomu-
lagi sem nær til afskaplega stórs
hóps í VR, LÍV og samflots iðnaðar-
og tæknifólks. Með því höfum við
lokið kjaraviðræðum við 80 þúsund
launamenn og það var því vel tilefni
til að fagna með vöfflum,“ segir Hall-
dór Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, spurður hvernig tilfinningin
hafi verið að ganga frá kjarasamn-
ingum hjá ríkissáttasemjara.
Ekki náðist í Ragnar Þór Ingólfs-
son, formann VR, við vinnslu frétt-
arinnar og vildi hann ekki ræða við
fjölmiðla eftir undirritun í gær.
Með samningnum er búið að
tryggja umtalsverðar kjarabætur
fyrir félagsmenn. Mánaðarlaun
hækka um 6,75 prósent, afturvirkt
til 1. nóvember síðastliðins, en
hækkunin er bundin því að fara ekki
yfir 66 þúsund krónur á mánuði.
„Við fundum fyrir því að það var
skýrt ákall frá fólkinu í landinu að
ganga frá samningunum hratt og
örugglega og það var ánægjulegt
að ná því. Þetta var gríðarlega erfið
samningalota og stóð um tíma mjög
tæpt. Um tíma gat ég ekki útilokað
að þessar viðræður myndu fara út
um þúfur en útkoman er ánægju-
leg. Ég vil hrósa viðsemjendum
okkar og ríkissáttasemjara því það
unnu allir aðilar málsins þrekvirki
undir erfiðum kringumstæðum,“
segir Halldór.
„Ég tel að þetta séu mjög skyn-
samir samningar. Þeir styðja við
verðbólgumarkmið Seðlabanka
Íslands, enda er það sameiginlegt
markmið okkar að skapa skilyrði
fyrir lækkandi verðbólgu til lengri
tíma.“ SJÁ SÍÐU 4
Fundu fyrir ákalli fólksins í landinu
SJÁVARÚTVEGUR Formaður Sjó-
mannasambandsins, Valmundur
Valmundsson, segir fordóma og
gamaldags viðhorf hjá útgerðinni
gagnvart andlegri líðan sjómanna.
Tal um andlega heilsu sjómanna sé
feimnismál.
„Geðheilsumál sjómanna hafa
ekki fengið mikið pláss í umræð-
unni, sem eflaust eru leifar af gamalli
tíð. Sjómaður á bara að vera harð-
jaxl, taka brimskaflinn á brjóstið
og þegja,“ segir Valmundur meðal
annars og bætir við að það þurfi að
koma því inn í hausinn á útgerðinni
að sjómönnum geti liðið illa þótt þeir
séu hörku naglar í vinnu. SJÁ SÍÐU 6
Sjómönnum geti
líka liðið illa
Ég tel að þetta séu
mjög skynsamir samn-
ingar.
Halldór
Benjamín
Þorbergsson,
framkvæmda-
stjóri SA
Hussein Hussein, hælisleitandi frá Írak, og fjölskylda hans eru komin aftur til Íslands. Voru þau þreytt en glöð þegar Fréttablaðið hitti þau í Lágmúla. Fjölskyldan var á leið í Hafnarfjörð þar sem hún
ætlaði að halla höfði sínu í nótt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að brottvísun þeirra frá Íslandi til Grikklands hefði ekki verið lögleg. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI