Fréttablaðið - 13.12.2022, Page 8

Fréttablaðið - 13.12.2022, Page 8
helgisteinar@frettabladid.is ALÞJÓÐAMÁL Serbar sem búsettir eru í norðurhluta Kósovó mót- mæltu handtöku á serbneskum fyrrverandi lögreglumanni um helgina. Lögreglumaðurinn er einn af mörgum Serbum sem hafa látið af störfum í kósovósku lögreglunni á undanförnum vikum. Lög reglu mennir nir sögðu st vera að hætta störfum í mótmæla- skyni, eftir ákvörðun kósovósku ríkisstjórnarinnar um að skipta út serbneskum bílnúmeraplötum fyrir kósovóskar. Mótmælendur notuðu vöru- bíla til að loka þjóðvegi á milli landamæra Serbíu og Kósovó og tilkynnti Aleksandar Vucic, for- seti Serbíu, að hann hygðist senda þúsund manna herlið til Kósovó til að verja þá Serba sem segjast búa við áreiti. Albin Kurti, forsætisráðherra Kósovó, sakar stjórnvöld í Serbíu um að reyna að ýta undir óstöðug- leika í landinu og hvetur Serba sem búsettir eru í Kósovó til að halda sig frá glæpasamtökum, sem séu fjár- mögnuð af ríkisstjórn Vucic, í von um stríð. „Við viljum ekki stríð. Við viljum frið og framþróun, en við munum á sama tíma bregðast við árásargirni með öllu okkar valdi,“ segir Albin. Kósovó öðlaðist sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir stríð sem geis- aði þar frá 1998 til 1999. Ríkisstjórn Serbíu hefur aldrei viðurkennt sjálf- stæði Kósovó og lítur enn á ríkið sem sjálfstjórnarhérað. n Serbar í Kósovó mótmæla handtöku Forseti Serbíu hyggst senda her­ menn til Kósovó. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hann greindi frá því að faðir sparkaði oftast í fæturna á honum en hefði líka sparkað í magann og snúið upp á hendur. Úr greinargerð heima­ sveitarfélags fjölskyldunnar Faðir barns sem flutt var nauðugt til hans úr lyfjagjöf á Landspítalanum í sumar sætir nú lögreglurannsókn vegna gruns um ofbeldi gegn barninu. Barnið verður að öllum líkindum vistað hjá öðrum en foreldrum á meðan rannsókn fer fram. lovisa@frettabladid.is BARNAVERND Foreldrar drengs sem fluttur var nauðugur af sýslumanni úr lyfjagjöf á Landspítalanum í sumar sæta nú báðir lögreglurann- sókn hjá lögreglunni á Vesturlandi. Faðir drengsins er til rann- sóknar hjá lögreglu fyrir að hafa beitt barnið líkamlegu og andlegu ofbeldi en grunur um það kviknaði nú í október. Móðirin reyndi ítrekað að ná sambandi við barnaverndarnefnd vegna gruns um of beldi en án árangurs. Eftir það var barnið sótt og sett í umsjá móður sinnar en faðir barnsins hefur kært það til lögreglu og sætir því móðirin einnig lögreglurannsókn vegna barnsráns. Í lok nóvember, eftir að hafa verið vistaður hjá óháðum aðila, greindi drengurinn frá því í viðtali við sér- fræðinga í Barnahúsi að faðir hans hefði beitt hann of beldi. Barnið hefur verið neyðarvistað hjá móður sinni frá þeim tíma. „… ef XX gerði eitthvað vitlaust, þá yrði faðir reiður, hann hrinti honum og sparkaði í hann. Hann greindi frá því að faðir sparkaði oftast í fæturna á honum en hefði líka sparkað í magann og snúið upp á hendur,“ segir í greinargerð Borgarbyggðar um málið. Drengurinn hafi lýst yfir vilja til að búa hjá móður sinni. Sé það mat starfsmanna barnaverndar að frásögn barnsins sé trúverðug. Enn er mál barnsins til meðferðar hjá barnaverndarnefnd Borgar- byggðar og Dala en vegna gruns um of beldi föður telur sveitarfélagið það ekki forsvaranlegt að barnið sé vistað hjá honum. Barnaverndar- nefndin leggur til að það verði vist- að hjá öðrum en móður án þess þó að gefa skýringu á því. Úrskurður er væntanlegur um það frá nefndinni. Fólkið er í litlu samfélagi í Borgar- firði. Hefur einn meðlimur barna- verndarnefndar sagt sig frá málinu. Óskaði móðirin auk þess eftir því að formaður nefndarinnar viki vegna tengsla en fékk við því engin svör frá félagsmálayfirvöldum. For- maður nefndarinnar bauð sig í þrí- gang fram til sveitarstjórnar í sama flokki og faðir barnsins. Mál drengsins var til umræðu og vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar sýslumaður framkvæmdi aðfararaðgerð á Landspítalanum til að koma honum í umsjá föður. Drengurinn var á Landspítalanum í lyfjagjöf. Þrír ráðherrar hafa svarað því formlega á Alþingi hvort rétt hafi verið að framkvæma aðgerðina á spítalanum, þó hver á sinn hátt. n Rannsaka meint ofbeldi gegn syni í forsjármáli Lögreglumenn sóttu drenginn á Landspítalann þar sem hann var í lyfjagjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Í Lifað með öldinni horfir Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabanka- stjóri, yfir farinn veg og segir sögu sína en um leið sögu íslensks þjóð- félags á 20. öldinni. „Gildi bókarinnar er ótvírætt.“ B J Ö R N B J A R N A S O N / M O R G U N B L A Ð I Ð LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is Gildi–lífeyrissjóður Opinn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur verður haldinn mmtudaginn 15. desember kl. 17:00 á Grand Hótel Reykjavík. Lífeyrissjóður www.gildi.is Dagskrá ▪ Staða og starfsemi sjóðsins á árinu 2022 ▪ Breytingar á samþykktum sjóðsins – staðan ▪ Breytingar á lögum um lífeyrissjóði um næstu áramót – kynning Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og kynna sér stöðu og rekstur sjóðsins. Fundurinn fer am á íslensku en boðið verður upp á enska túlkun á staðnum. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs 8 Fréttir 13. desember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.