Fréttablaðið - 13.12.2022, Side 11
Hvers vegna á ríkið að eiga banka
og binda fjármuni sína í fjármála-
stofnunum sem bankarnir fengu
t.d. í stöðugleikaframlaginu? Ríkið
hefur engin áhrif á rekstur, vaxta-
stig, útlán eða almenna þjónustu
eða viðskiptakjör við almenning í
landinu. Fjölda bankaútibúa hefur
verið lokað undanfarin ár víða um
land og ríkið hefur ekkert haft um
það að segja þó það hafi verið eig-
andi í viðkomandi banka.
354 milljarðar eignarhlutur
ríkisins í bönkum
Eignarhluti ríkisins í fjármálafyrir-
tækjum er metinn í dag á um 354
milljarða kr. og ég verð að segja að
ég er komin á þá skoðun að það
sé hagur almennings í landinu
til lengri tíma litið, að ríkið selji í
skrefum allan eignarhluta sinn í
þessum fjármálastofnunum þegar
komin verður ný löggjöf sem tryggir
að bankasýsluklúðrið endurtaki
sig ekki og almenningur geti treyst
því að fá sem hæst verð fyrir sinn
hlut og að gegnsæi sé í fyrirrúmi í
almennu útboði og hagsmunir rík-
isins tryggðir með skýrum útboðs-
reglum og eftirliti. Við eigum að
nota þessa fjármuni til að byggja
upp innviðina og velferðarkerfið í
landinu og greiða niður skuldir.
Fjármálaeftirlit
hefur verið eflt mikið
Löggjafinn hefur frá hruni verið
að setja öflugra regluverk um fjár-
málafyrirtæki og það þarf að halda
því áfram og sérstaklega að ef la
neytendaverndina og tryggja enn
frekara gegnsæi í viðskiptakjörum
og allri þjónustu við fólk og fyrir-
tæki og jafnræði fólks og fyrirtækja
gagnvart fjármálastofnunum óháð
búsetu.
Samfélagsbanki tálsýn
Ég held að draumur margra, mín og
annarra, um einhvern samfélags-
banka sé tálsýn ein, því að ríkið
mun hvorki né hefur haft neitt
með það að gera hvernig rekstri
bankanna í þess eigu er háttað og
hefur trúlega ekki möguleika á því
heldur í okkar samkeppnisum-
hverfi. Við þurfum þetta fjármagn
til innviðauppbyggingar í landinu
til fjölda málaf lokka, og pening-
unum er betur varið í framfarir og
aukna velsæld fyrir fólkið í landinu,
frekar en að binda þessa fjármuni í
bankarekstri á vegum ríkisins sem
við höfum ekkert um að segja.
Arðgreiðslur eða minni
vaxtakostnaður ríkisins
Jú, við fáum auðvitað einhvern arð
af eignarhlutanum í fjármálastofn-
unum í eigu ríkisins, en gætum á
móti losað okkur við stóraukinn
vaxtakostnað af lánum ríkisins og
komist hraðar í að styrkja alla inn-
viði í landinu, hvort sem við nefn-
um samgöngur, heilbrigðiskerfið,
menntakerfið eða velferð og kjör
almennings almennt, óháð búsetu.
Endurtökum ekki
Bankasýsluklúðrið!
Látum ekki klúðrið í síðustu sölu á
hlut í Íslandsbanka eyðileggja fyrir
að eignarhluti ríkisins í fjármála-
stofnunum, 354 milljarðar í dag,
nýtist frekar almenningi í landinu til
framfara og til uppbyggingar í nútíð-
inni, þegar verkefnin allt í kringum
okkur kalla á aukna fjármuni. n
Á ríkið að eiga banka
Hægri öfgaf lokkar Evrópu hafa
lengst af verið andstæðingar ESB.
Hafa þeir leitað allra leiða til að
gera bandalagið tortryggilegt, telja
fólki trú um að það væri fjandsam-
legt einstaka þjóðum, einkum þeim
smærri, og reynt að varpa rýrð á
þýðingu þess og starfsemi á allan
hátt.
Í millitíðinni hafa þessir flokkar –
Svíþjóðar-demókratar, AfD Þýzka-
landi, „Frelsisf lokkur“ Wilders
Hollandi, Front National/Le Pen
Frakklandi og nú síðast Bræður
Ítalíu/Giorgia Meloni, en hennar
flokkur var í upphafi fasistaflokkur
Mussolinis – vent kvæði sínu í kross
og lýst yfir stuðningi við ESB.
Enda vart annað hægt, jafnvel
ekki fyrir öfgamenn, en að átta sig
ekki bara á gífurlegri þýðingu ESB
fyrir frelsi, velferð og öryggi Evrópu,
heldur líka á því hvernig ESB tryggir
okkur betra og öruggara líf; meiri
velferð.
Undarlegt nokk eru þó enn öfl í
gangi hér, uppi á Íslandi, auðvitað
allra yzt á hægri kantinum – væru
væntanlega í Bræðrum Ítalíu, með
anda Mussolinis svífandi yfir vötn-
unum, ef þar væru – að rembast við,
eins og rjúpa við staur, að reyna að
setja ESB í vont ljós.
Þetta skal því rifjað upp:
Á hverjum einasta degi, og oft
á dag, erum við með hluti – alls
kyns varning; matvöru, fatnað,
heimilisbúnað, áhöld og verkfæri,
líka öll rafmagnstæki, vélar, farar-
tæki og bílinn okkar – í höndunum,
þar sem einmitt ESB hefur tryggt
okkur mestu mögulegu þægindi,
umhverfisvænar lausnir og umfram
allt öryggi og gæði, í notkun.
Allt sem við erum með í hönd-
unum og notum, sem er CE-merkt,
hefur þurft að uppfylla stífar kröfur
ESB og prófanir um vænar lausnir
fyrir neytendur og aðra notendur,
lágmarks orkunotkun og minnsta
mögulega umhverfisspillingu og,
eins og áður segir, hámarks öryggi
og endingu.
Þessi starfsþáttur ESB er einn af
lykilþáttum sambandsins, hvað
varðar okkar daglega líf; trygging
hagsmuna og velfarnaðar þegna
þess.
En ESB kemur víða annars staðar
við sögu, og hefur jákvæð áhrif á líf
okkar, umhverfi, athafnafrelsi og
öryggi.
Baráttan fyrir „virðingu manns-
ins“ og sameiginleg mannrétt-
indi okkar – frelsi til orðs og æðis
– standa efst á blaði hjá ESB. Eru 1.
einkunnarorð sambandsins.
Næst má telja jafnréttisbaráttuna;
baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna,
hörundsdökkra, hinsegin fólks,
fatlaðra og allra annarra sem minna
mega sín, gagnvart þeim sem meira
mega sín, en líka baráttuna fyrir sér-
stökum réttindum kvenna.
ESB leggur líka mikla áherzlu
á sameiginlega heilbrigðisvelferð
okkar, ekki sízt á sviði hollustu,
heilnæms lífs, forvarna og fyrir-
byggjandi aðgerða.
Forystuhlutverk ESB í því að láta
þróa og útvega öllum aðildarríkj-
unum 27, svo og Íslandi og Noregi,
bóluefni gegn Covid, er auðvitað
skýrt dæmi um það, en Evrópa er
nú bezt bólusetta álfa heimsins.
Hluti af sömu viðleitni ESB er
samstilling sjúkratrygginga í Evr-
ópu, sem leiddi til útgáfu hins
evrópska sjúkratryggingakorts,
sem veitir Íslendingum aðgang að
sjúkraþjónustu og sjúkratryggingu
í 27 öðrum evrópskum löndum.
Brertland datt út við Brexit.
ESB vinnur líka hratt og skipulega
að því að tryggja okkar sameigin-
lega neytendarétt og neytendavernd
(það hefur knúið fram sanngjörn
símakjör fyrir alla ESB- og EES-
símanotendur, þar sem menn geta
hringt á eigin heimagjaldi um alla
álfuna, styrkt réttindi ferðamanna
gagnvart f lugfélögum og annarri
ferðaþjónustu, tryggt neytendum
sanngjörn þjónustugjöld banka
o.s.frv.).
Það óskoraða ferðafrelsi, dvalar-
frelsi, námsfrelsi og starfsfrelsi, sem
við njótum um mest alla Evrópu, þó
ekki lengur í Bretlandi eftir Brexit,
er líka ESB að þakka.
Það sama gildir, þegar kemur að
baráttunni gegn verðsamráði, ein-
okun og markaðsmisnotkun stór-
fyrirtækja og alþjóðlegra auðhringa.
Þar vakir ESB yfir hagsmunum
okkar og velferð og bregst hart við
þegar neytendur eða almenningur
eru beittir órétti eða yfirgangi.
ESB leggur mikla áherzlu á okkar
sameiginlegu, evrópsku menn-
ingararf leifð svo og á viðvarandi
menntun og menningu íbúa álf-
unnar og fjármögnun hennar.
ESB er leiðandi afl á sviði sameig-
inlegrar tæknilegrar framþróunar
okkar, innleiðingu stafrænna lausna
og gervigreindar og fjármögnun
slíkrar framtíðartækni.
Úthlutanir og styrkir, líka til
íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja,
eru ríflegir og fjölmargir.
Þegar kemur að umhverfisvernd
og minnkun mengunar og eiturefna
og baráttunni gegn spillingu lofts,
láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru
og skóglendis, ekki bara í Evrópu,
heldur um allan heim, gegnir ESB
óumdeildu forystuhlutverki.
Það er því sannarlega mikilvæg
og margvísleg þjónusta sem ESB
veitir bandalagsþjóðum sínum, svo
og okkur tengdum EFTA-þjóðum,
Íslandi og Noregi, fyrir utan alls
kyns viðskipta- og efnahagsmál, en
á því sviði tryggir sambandið okkur
öllum frjálsan og jafnan markaðs-
aðgang og athafnafrelsi.
Sumir hér virðast halda að þetta
hafi allt komið af sjálfu sér, eða sé
okkur sjálfum að þakka, en það er
fjarri lagi. n
ESB tryggir okkur betra og
öruggara daglegt líf – meiri velferð
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
varaþingmaður
Norðvestur-
kjördæmis
Ole Anton
Bieltvedt
samfélagsrýnir og
dýraverndarsinni
Sumir hér virðast
halda að þetta hafi allt
komið af sjálfu sér, eða
sé okkur sjálfum að
þakka, en það er
fjarri lagi.
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
TAX
FREE
af öllum vörum*
LÝKUR Í DAG
Sendum frítt með Póstinum í póstbox
og pakkaport ef keyptar eru smávörur fyrir
9.900 kr. eða meira.
www.husgagnahollin.is
V
E
F V E R S L U
N
Taxfree tilboðið gildir af öllum vörum, nema frá IITTALA,
BITZ, SKOVBY og sérpöntunum. Afsláttur jafngildir
19,35% afslætti. Gildir ekki sem viðbótarafsláttur af áður
niðursettum verðum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður
virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á
kostnað Húsgagnahallarinnar.
20-50%
AFSLÁTTUR AF ÖLLU
JÓLASKRAUTI OG
VALINNI JÓLAVÖRU» «
ÞRIÐJUDAGUR 13. desember 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ