Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 1
Við reynum sársauka-
minnstu aðgerðirnar
fyrst.
Sigurður Þór
Haraldsson,
veitustjóri
Selfossveitna
2 7 1 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 1 4 . D E S E M B E R 2 0 2 2
Fimm ára og vill
meira af tígur
Myndlist
í jólagjöf
Lífið ➤ 24Menning ➤ 22
VERTU
GLEÐIGJAFI
Vínartónleikar
Sinfóníunnar
5., 6. OG 7. JANÚAR
MIÐASALA Á SINFONIA.IS
Frosthörkur desembermán-
aðar koma niður á heita-
vatnsbirgðunum og þegar eru
skerðingar hafnar. Hitaveitur
hafa einnig lent í öðrum
áföllum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
ORKUMÁL Kuldakastið í desember
veldur hitaveitum vandræðum og
skerðingar eru sums staðar hafnar.
Hjá Selfossveitum og Norðurorku
hafa önnur áföll einnig minnkað
vatnsöflunargetuna.
„Við erum búin að loka fyrir gervi-
gras, kæla niður fjölnota íþrótta-
húsið og loka öllum útisvæðum í
sundlaugum sveitarfélagsins,“ segir
Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri
Selfossveitna. Aðfaranótt fimmtu-
dags kom upp eldur í einni borhol-
unni. Búið er að koma henni aftur í
gang en ekki á fullum afköstum.
Veðurfræðingar spá því að frostið
herði um helgina og kastið standi
lengi áfram, jafnvel fram yfir ára-
mót. „Þetta kuldakast gæti reynt
verulega á okkur ef það stendur
fram að áramótum,“ segir Sigurður.
„Við tökum stöðuna viku fyrir viku.
Eins og staðan er núna sjáum við
fram á að hafa sundlaugarnar lok-
aðar áfram.“
Viðbragðsáætlun er í gangi og
vatni er forgangsraðað til heimila.
„Við reynum sársaukaminnstu
aðgerðirnar fyrst,“ segir Sigurður.
„Það hefur ekki enn komið til þess
að við höfum þurft að skerða vatn
til húshitunar en ef þetta versnar
þurfum við að skoða íþróttahúsin
og aðra stórnotendur.“
Norðurorka í Eyjafirði hefur
hingað til getað mætt íbúafjölgun
og annarri aukningu með stækk-
un kerfisins á Hjalteyri í vestan-
verðum firðinum. Hins vegar hefur
sjór nýlega mælst í vatninu þaðan.
„Hingað til höfum við getað tekið
alla stækkun út á Hjalteyri en núna
erum við stopp þar. Því þurfum við
að ganga á svæðin sem við eigum
fyrir,“ segir Hjalti Steinn Gunnars-
son, fagstjóri hitaveitu hjá Norður-
orku.
Aðfaranótt laugardags er spáð 20
stiga frosti. „Við erum vissulega að
nota mikið vatn núna, en eins og
staðan er núna þá erum við ekki að
lenda í vandræðum á næstunni,“
segir Hjalti og býst ekki við skerð-
ingum í bráð. „Ef það verða langir
frostakaf lar í febrúar og mars þá
gætum við þurft að bregðast við, en
það verður vonandi ekki þennan
vetur,“ segir hann en algengast er
að hitaveitur lendi í vanda í febrúar
og mars.
Sigurður og Hjalti segja báðir þörf
á átaki í jarðhitaleit og Sigurður
segir það almenna skoðun meðal
veitustjóra. „Við heyrum innan úr
Orkustofnun og ráðuneytunum
að það sé verið að hlusta. En það
er ekki komin nein niðurstaða í
málið,“ segir hann. n
Kuldakastið reynist hitaveitum erfitt
Sænska félagið á Íslandi stóð fyrir sinni árlegu Lúsíuhátíð í Seltjarnarneskirkju í gærkvöldi. Börn og fullorðnir tóku þátt í hátíðinni og húsfyllir var í kirkjunni. Spennan leyndi sér ekki og gleðin skein úr
andlitum barnanna. Sænska félagið á Íslandi var stofnað árið 1955 og var þetta 31. hátíðin á vegum þess. Maria Cederborg hefur stjórnað Lúsíuhátíðinni frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
STJÓRNMÁL Fjárlaganefnd vill
auka stuðning við einkafyrirtæki
á landsbyggðinni sem framleiða
efni fyrir sjónvarp og eru tilbúin
að leggja málefninu til hundrað
milljóna króna styrk.
Skilyrði er sett um að umrædd
fyrirtæki framleiði eigið efni fyrir
sjónvarpsstöð.
„Við teljum að það sé full þörf á
því að styðja við dreif býlismiðlana,
og ekki síst þessa sjónvarpsmiðla
sem hafa verið að reyna að halda
úti sjónvarpi um allt land, það er
að segja utan þess sem RÚV hefur
verið að gera,“ segir Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri
grænna og formaður fjárlaganefnd-
ar Alþingis.
Eitt erindi hefur nú þegar borist
frá landsbyggðarmiðlinum N4 á
Norðurlandi vegna þessa sérstaka
styrks sem bæta á við. SJÁ SÍÐU 4
Aukinn styrkur til
landsbyggðarinnar