Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.12.2022, Blaðsíða 20
Á síðasta árhundraði hafa orðið grundvallarbreytingar á samfélagi okkar og höfum við stigið stór fram­ faraskref á hinum ýmsu sviðum. Á upphafsárum síðustu aldar var aðgengi íbúa Reykjavíkur að frá­ veitu lítið sem ekkert og óþrifnaður­ inn eftir því. Ófagrar lýsingar eru til á því hvernig skólp rann ofanjarðar með tilheyrandi mengun og má í því samhengi benda á bók Guðjóns Friðrikssonar „Cloacina, Saga frá­ veitu“ sem kom út árið 2021 og gerir þessari sögu afbragðsgóð skil. Eitt af því sem kemur svo skýrt í gegn við lestur bókarinnar er hversu mikilvæg góð fráveita er lýðheilsu samfélaga eins og okkar. Vert er að nefna að í upphafi síðustu aldar veiktist fjöldi fólks af taugaveiki, en taugaveiki er bakteríusýking sem smitast gjarnan með sóttmenguðu drykkjarvatni. Þau tilfelli taugaveiki sem greind voru í „taugaveikifar­ aldrinum“ svokallaða árið 1906– 1907 voru öll rakin til sama neyslu­ vatnsbrunns sem auðsjáanlega var skólpmengaður. Þarna varð fólki ljóst að gera þyrfti gangskör í því að koma á vatnsveitu annars vegar og hins vegar koma frárennslismálum Reykjavíkur í betri farveg. Með aðgerðum af þessum toga náðist að koma böndum á útbreiðslu tauga­ veiki auk annarra smitsjúkdóma sem tengdir voru óþrifnaði. Klósettið er ekki ruslafata Við höfum í dag búið þannig um hnútana að alla jafna gefum við frá­ veitunni okkar ekki mikinn gaum, sem er bæði gott og vont. Gott að því leytinu til að við þurfum ekki að kljást við þær áskoranir sem for­ feður okkar glímdu við, en vont að því leytinu að hætta er á að huglægt mikilvægi þess sem við þurfum lít­ inn gaum að gefa tapist. Það skiptir okkur sem samfélag afar miklu máli að ganga vel um þennan mikilvæga hlekk sem fráveitan er. Við þurfum að átta okkur á því að allt það sem við látum frá okkur með vatninu, hefur viðkomu á endastöð og gildir þá einu hvort um ræðir það sem fer um lagnir híbýla okkar gegnum klósettin og niðurföllin, eða það sem rennur af götum borgarinnar. Hreinsistöðvar fráveitunnar eru á vissan hátt endastöð þar sem hluti þeirrar mengunar sem rennur um fráveitukerfin er fönguð. Miklu fjár­ magni er veitt í að hreinsa og með­ höndla efni úr fráveitustraumum sem ekki eiga erindi þangað. Nægir að nefna plastefni, fitu, sand og hina margumtöluðu blautklúta svo fátt eitt sé nefnt. Það erum við notend­ ur sem berum ábyrgðina á því að ganga um þessa mikilvægu innviði okkar af virðingu og ábyrgð. Vegur að vinna Í hnattrænum samanburði stönd­ um við Íslendingar ágætlega þegar kemur að aðgengi að hreinlætis­ aðstöðu, en eitt af heimsmark­ miðum Sameinuðu þjóðanna er tryggt aðgengi jarðarbúa að hreinu vatni og hreinlæti. Ljóst er að þar er vegur að vinna. Að óbreyttu má gera ráð fyrir því að árið 2030 muni 2,8 milljarðar jarðarbúa þurfa að búa við ófullnægjandi aðgang að fráveitu og séu því á sambærilegum stað og forfeður okkar fyrir rúmlega 100 árum. Þrátt fyrir að við Íslend­ ingar séum í dag komin býsna langt frá þeim raunveruleika sem eitt sinn var þá er mikilvægt að við höldum áfram að vera framsýn og horfum til leiða til þess að gera betur í dag en í gær. Með því leiðarljósi getum við haldið áfram að búa til bjarta framtíð þeirra kynslóða sem munu skrifa um sögu okkar tíma. n Frá skítalækjum til fráveitu og lýðheilsu Aðventan er hafin og jólin sem við lítum oft á sem tíma barnanna eru fram undan. Jólin eru jafnframt hjá okkur flestum tími fjölskyldunnar, tími gleði og friðar, þess að gefa og þiggja og síðast en ekki síst tími hefðanna. Flest okkar eiga hlýjar minningar af jólunum, minningar af góðum mat, jólagjöfum, ljúfri stemningu og samveru með þeim sem standa okkur næst. En hvað eru hefðir? Fyrir suma fela hefð­ irnar í sér að gera aldrei eins, spyrja fyrir hver jól, hvernig eigum við að halda jól þetta árið? Fyrir aðra snúast jólin og hefðir um að gera alltaf eins, borða alltaf það sama og breyta helst engu. Um helmingur íslenskra barna hefur gengið í gegn um skilnað eða sambúðarslit for­ eldra og er að alast upp á tveimur heimilum. Fyrir þessar fjölskyldur og börn getur verið bæði nauðsyn­ legt og mikilvægt að skapa nýjar hefðir. Foreldrar sem skilja þurfa að byggja upp nýtt samband sín á milli, fara úr parsambandi og yfir í foreldrasamstarf og því geta fylgt áskoranir. Þá er aldrei mikilvægara að anda rólega og vanda sig við að hugsa hlutina upp á nýtt. Gott ráð í því sambandi er að hlusta á börnin, setja þeirra þarfir og óskir fram yfir sínar eigin langanir og væntingar þegar við skipuleggjum hátíðarnar og hvað við teljum vera góð jól. Látum hátíðarnar snúast um barnslega gleði, frið, sem og hlýja og notalega samveru. Látum hefðirnar snúast um að vera saman hvort sem það er á nýjan hátt eða eins og allt­ af hefur verið. Hvað með að halda aðfangadag á Þorláksmessu, skjóta upp flugeldum á nýársdag og hvað með að láta hefðirnar snúast um að gera aldrei eins, bara að vera saman? Því það erum við foreldrarnir sem leggjum línurnar um það hvernig börnin okkar upplifa hlutina og með því leggjum við okkar af mörk­ um um gleðileg jól fyrir alla. Þegar börn foreldra sem búa ekki saman eru spurð um hvernig þau vilja hafa lífið eftir sambúðarslit eða skilnað foreldra þeirra, segjast þau langoftast dreyma um að for­ eldrarnir geti talað saman þrátt fyrir að vera ekki saman lengur. Að þau geti átt í góðu foreldrasam­ starfi þrátt fyrir að vera ekki lengur í parsambandi. Foreldrar sem eru fráskilin eða hafa slitið samvistum og eru að ala upp börn saman læra f ljótt og eru langoftast leikin í því að skapa nýtt líf og nýjar jólahefðir eftir skilnað eða sambúðarslit. Þeir foreldrar þjálfast í og kunna vel að setja sínar þarfir til hliðar og horfa á hvað er best fyrir börnin en í lífinu mætum við alltaf einhverjum áskor­ unum sem við þurfum að takast á við. Inni á stafræna vefnum www. samvinnaeftirskilnad.is er að finna fjölmörg stafræn námskeið með aðferðum og hagnýtum verkfærum fyrir foreldra til að fá betra foreldra­ samstarf, meðal annars um jólin. Á vefnum er að finna góð ráð og hagnýt verkfæri fyrir alla foreldra, bæði þá sem takast á við áskoranir og líka þá sem allt gengur vel hjá. Námskeiðin Að skapa gott sam­ starf, Gerið skýrt samkomulag um umgengni og Leiðir til að semja um frí með börnunum eru til að mynda frábær á þessum tíma og geta gefið foreldrum nýja sýn á það hvernig best er að takast á við nýjan veru­ leika fjölskyldunnar. Vefurinn er opinn og aðgengilegur fyrir alla foreldra á Íslandi, innleiddur að danskri fyrirmynd á Íslandi í sam­ vinnu við mennta­ og barnamála­ ráðuneytið. Leggjum okkur fram um að veita öllum börnum gleðileg og friðsæl jól, full af góðum minningum og munum að jólin eru okkar. Með ósk um gleðilega aðventu og jól fyrir öll börn, lítil og stór, í öllum fjölskyldu­ formum. n Aðfangadagur á Þorláksmessu Jón Trausti Kárason forstöðu­ maður vatns og fráveitu hjá Veitum Gyða Hjartardóttir félagsráðgjafi, MA, umsjónar­ og ábyrgðaraðili SES á Íslandi Hvað með að halda aðfangadag á Þorláks- messu, skjóta upp flugeldum á nýársdag og hvað með að láta hefðirnar snúast um að gera aldrei eins, bara að vera saman? Það skiptir okkur sem samfélag afar miklu máli að ganga vel um þennan mikilvæga hlekk sem fráveitan er. frettabladid.is Þú finnur allar nýjustu fréttir dagsins á frettabladid.is. Innlendar og erlendar fréttir, léttar fréttir, íþróttafréttir, viðskiptafréttir, skoðanapistla, spottið og auðvitað blað dagsins ásamt eldri blöðum. Hvað er að frétta? 16 Skoðun 14. desember 2022 MIÐ-FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.